Giannis fór mikinn í stórsigri Grikkja Valur Páll Eiríksson skrifar 6. september 2022 18:01 Gríska goðið skoraði 41 stig. Mattia Ozbot/Getty Images Nóg var um að vera fyrri hluta dags á Evrópumóti karla í körfubolta, EuroBasket, sem fram fer í Tékklandi, Georgíu, Ítalíu og Þýskalandi. Línur tóku að skýrast fyrir framhaldið. Tyrkir fóru langt með að tryggja sig áfram í A-riðli keppninnar sem leikinn er í Georgíu. Þeir unnu 15 stiga sigur, 78-63 á Belgum snemma í dag. Tyrkir leiða riðilinn með sjö stig ásamt Spáni sem rúllaði yfir Svartfjalland, 82-65. Belgar eru með sex stig, líkt og Svartfjallaland, en neðstu liðin tvö, Georgía og Búlgaría mætast í kvöld. Georgía er með fjögur stig en Búlgarar reka lestina með þrjú. A nutmeg that @andresiniesta8 would be proud of! #EuroBasket x @BaloncestoESP pic.twitter.com/WRq6qEyiS4— FIBA (@FIBA) September 6, 2022 Í B-riðli tryggðu Frakkar farseðil sinn í útsláttarkeppnina með 81-68 sigri á Bosníu. Þýskaland og Slóvenía eru einnig komin áfram í næstu umferð en Ungverjar, sem töpuðu fyrir Litáen 87-64, eru úr leik. Litáen hélt með sigrinum vonum sínum um sæti í 16-liða úrslitum á lífi en þeir munu berjast um lokasætið í útsláttarkeppninni við Bosníu. Í kvöld mætast Þýskaland og Slóvenía í leik sem gætu haft töluvert að segja um hverjir andstæðingar þeirra verða í 16-liða úrslitum. Third QuarterGiannis 15Ukraine 11#EuroBasket pic.twitter.com/Kn9rTnFIns— FIBA (@FIBA) September 6, 2022 Bretar töpuðu fjórða leik sínum af fjórum í C-riðli. Eistar léku sér að þeim og unnu 32 stiga sigur, 94-62, sem var þeirra fyrsti á mótinu. Úkraína, Grikkland og Króatía eru öll örugg áfram en Eistar keppa við Ítalíu um lokasætið í 16-liða úrslitum. Giannis Antetokounmpo fór mikinn fyrir Grikkina sem unnu 99-79 sigur á Úkraínu. Leikurinn var jafn framan af en Grikkirnir skoruðu 32 stig gegn ellefu í þriðja leikhluta, þar af var Giannis með 15, og eftir það var öllum ljóst að Grikkir myndu fagna sigri. Giannis skoraði 41 stig í tuttugu stiga sigri Grikkja. Í kvöld mætast Ítalía og Króatía í grannaslag en sigur fer langt með að fleyta Ítölum áfram þar sem þeir eiga leik við Breta á fimmtudag. Í D-riðli tryggði Pólland sæti sitt í 16-liða úrslitum með 75-69 sigri á Hollandi en þeir hollensku eru jafnframt úr leik eftir tapið. Finnar og Tékkar áttust við, þar sem þeir finnsku höfðu betur 98-88 og eru með sex stig í riðlinum líkt og Serbía. Ísrael er í fjórða sæti með fimm stig en Tékkar og Hollendingar eru með fjögur. Í kvöld mætast Ísrael og Serbía, en Serbar hafa unnið alla þrjá leiki sína til þessa og eru öruggir áfram. EuroBasket 2022 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Fleiri fréttir „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Sjá meira
Tyrkir fóru langt með að tryggja sig áfram í A-riðli keppninnar sem leikinn er í Georgíu. Þeir unnu 15 stiga sigur, 78-63 á Belgum snemma í dag. Tyrkir leiða riðilinn með sjö stig ásamt Spáni sem rúllaði yfir Svartfjalland, 82-65. Belgar eru með sex stig, líkt og Svartfjallaland, en neðstu liðin tvö, Georgía og Búlgaría mætast í kvöld. Georgía er með fjögur stig en Búlgarar reka lestina með þrjú. A nutmeg that @andresiniesta8 would be proud of! #EuroBasket x @BaloncestoESP pic.twitter.com/WRq6qEyiS4— FIBA (@FIBA) September 6, 2022 Í B-riðli tryggðu Frakkar farseðil sinn í útsláttarkeppnina með 81-68 sigri á Bosníu. Þýskaland og Slóvenía eru einnig komin áfram í næstu umferð en Ungverjar, sem töpuðu fyrir Litáen 87-64, eru úr leik. Litáen hélt með sigrinum vonum sínum um sæti í 16-liða úrslitum á lífi en þeir munu berjast um lokasætið í útsláttarkeppninni við Bosníu. Í kvöld mætast Þýskaland og Slóvenía í leik sem gætu haft töluvert að segja um hverjir andstæðingar þeirra verða í 16-liða úrslitum. Third QuarterGiannis 15Ukraine 11#EuroBasket pic.twitter.com/Kn9rTnFIns— FIBA (@FIBA) September 6, 2022 Bretar töpuðu fjórða leik sínum af fjórum í C-riðli. Eistar léku sér að þeim og unnu 32 stiga sigur, 94-62, sem var þeirra fyrsti á mótinu. Úkraína, Grikkland og Króatía eru öll örugg áfram en Eistar keppa við Ítalíu um lokasætið í 16-liða úrslitum. Giannis Antetokounmpo fór mikinn fyrir Grikkina sem unnu 99-79 sigur á Úkraínu. Leikurinn var jafn framan af en Grikkirnir skoruðu 32 stig gegn ellefu í þriðja leikhluta, þar af var Giannis með 15, og eftir það var öllum ljóst að Grikkir myndu fagna sigri. Giannis skoraði 41 stig í tuttugu stiga sigri Grikkja. Í kvöld mætast Ítalía og Króatía í grannaslag en sigur fer langt með að fleyta Ítölum áfram þar sem þeir eiga leik við Breta á fimmtudag. Í D-riðli tryggði Pólland sæti sitt í 16-liða úrslitum með 75-69 sigri á Hollandi en þeir hollensku eru jafnframt úr leik eftir tapið. Finnar og Tékkar áttust við, þar sem þeir finnsku höfðu betur 98-88 og eru með sex stig í riðlinum líkt og Serbía. Ísrael er í fjórða sæti með fimm stig en Tékkar og Hollendingar eru með fjögur. Í kvöld mætast Ísrael og Serbía, en Serbar hafa unnið alla þrjá leiki sína til þessa og eru öruggir áfram.
EuroBasket 2022 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Fleiri fréttir „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti