Lífinu snúið á hvolf við krabbameinsgreiningu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. september 2022 13:36 Erna Magnúsdóttir, forstöðukona Ljóssins, og Eliza Reid forsetafrú sem er verndari herferðarinnar. Aðsend Þau sem greinast með krabbamein sjá lífið í nýju ljósi og þurfa að fóta sig í nýjum veruleika. Þetta segir Erna Magnúsdóttir, forstöðukona Ljóssins, endurhæfingarmiðstöðvar fyrir krabbameinsgreinda en Ljósið hefur ýtt úr vör nýrri Ljósavinaherferð til að styðja við starfið. Herferðin nefnist „Lífið í nýju ljósi“ og vísar til þess að veruleika fólks er snúið á hvolf þegar það greinist með krabbamein. „Við erum svona að höfða til hversdagslegu hlutanna sem margir sakna af því að það má segja að þegar einstaklingar greinast þá sjá þeir lífið í nýju ljósi.“ Markmiðið er að safna mánaðarlegum styrktaraðilum, svokölluðum Ljósavinum, því aðsókn í þjónustu hjá Ljósinu hefur stóraukist á undanliðnum árum. „Bæði hjá þeim sem greinast og svo veitum viðeinnig stuðning fyrir alla aðstandendur þannig að við erum að sinna allri fjölskyldunni líka og núna erum við með um 600 manns í þjónustu í hverjum mánuði og það er 24% aukning bara á milli áranna 2020 og2021. Það er virkilega farið að þrengja að okkur í húsnæðinu okkar og við erum að höfða til þess að fólk gerist ljósavinir bæði svo við getum haldið starfseminni áfram en svo við getum farið að byggja grunn að því að fá nýtt og stærra húsnæði.“ Erna Magnúsdóttir er forstöðukona Ljóssins.Aðsend Erna segir að það sé ótalmargt sem breytist í lífi fólks við krabbameinsgreiningu. „Fólk getur dottið út af vinnumarkaði, það missir hlutverkin sín, það þarf að fara í alls konar meðferðir og aðgerðir, missir orku og þrek og þá er svo nauðsynlegt að eiga svona stað eins og Ljósið endurhæfingarmiðstöð til að geta komið og byggt sig upp andlega, líkamlega og félagslega.“ Þá sé nauðsynlegt að aðstandendur fái líkastuðning og ráðgjöf. „Þau eru oft í lausu lofti og vita ekki hvernig þau geta stutt við þennan nýgreinda einstakling af því lífinu er snúið á hvolf. Þá erum við bæði með viðtöl og námskeið fyrir aðstandendur á öllum aldri til þess að þau geti fótað sig í þessu nýja hlutverki; hvað má hjálpa mikið? Er ég að gera vitlaust? Hvað má ég segja við viðkomandi? Hvað segi ég við börnin þegar foreldri greinist? hvað má segja mikið og hvað ekki? Það er algjörlega nauðsynlegt að öll fjölskyldan fái stuðning.“ Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Tengdar fréttir „Í ár snýst þetta ekki um að setja met heldur að styrkja Ljósið“ „Það byrjaði nú eiginlega ekki sem markmið að setja heimsmet en ég var kominn í smá yfirþyngd og ákveð að fara hlaupa meira og notaði Reykjavíkurmaraþon sem markmið. Fyrst og fremst var ég bara að fara klára,“ segir Kim de Roy sem setti heimsmet í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2014. 18. ágúst 2022 09:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Fleiri fréttir Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Sjá meira
Herferðin nefnist „Lífið í nýju ljósi“ og vísar til þess að veruleika fólks er snúið á hvolf þegar það greinist með krabbamein. „Við erum svona að höfða til hversdagslegu hlutanna sem margir sakna af því að það má segja að þegar einstaklingar greinast þá sjá þeir lífið í nýju ljósi.“ Markmiðið er að safna mánaðarlegum styrktaraðilum, svokölluðum Ljósavinum, því aðsókn í þjónustu hjá Ljósinu hefur stóraukist á undanliðnum árum. „Bæði hjá þeim sem greinast og svo veitum viðeinnig stuðning fyrir alla aðstandendur þannig að við erum að sinna allri fjölskyldunni líka og núna erum við með um 600 manns í þjónustu í hverjum mánuði og það er 24% aukning bara á milli áranna 2020 og2021. Það er virkilega farið að þrengja að okkur í húsnæðinu okkar og við erum að höfða til þess að fólk gerist ljósavinir bæði svo við getum haldið starfseminni áfram en svo við getum farið að byggja grunn að því að fá nýtt og stærra húsnæði.“ Erna Magnúsdóttir er forstöðukona Ljóssins.Aðsend Erna segir að það sé ótalmargt sem breytist í lífi fólks við krabbameinsgreiningu. „Fólk getur dottið út af vinnumarkaði, það missir hlutverkin sín, það þarf að fara í alls konar meðferðir og aðgerðir, missir orku og þrek og þá er svo nauðsynlegt að eiga svona stað eins og Ljósið endurhæfingarmiðstöð til að geta komið og byggt sig upp andlega, líkamlega og félagslega.“ Þá sé nauðsynlegt að aðstandendur fái líkastuðning og ráðgjöf. „Þau eru oft í lausu lofti og vita ekki hvernig þau geta stutt við þennan nýgreinda einstakling af því lífinu er snúið á hvolf. Þá erum við bæði með viðtöl og námskeið fyrir aðstandendur á öllum aldri til þess að þau geti fótað sig í þessu nýja hlutverki; hvað má hjálpa mikið? Er ég að gera vitlaust? Hvað má ég segja við viðkomandi? Hvað segi ég við börnin þegar foreldri greinist? hvað má segja mikið og hvað ekki? Það er algjörlega nauðsynlegt að öll fjölskyldan fái stuðning.“
Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Tengdar fréttir „Í ár snýst þetta ekki um að setja met heldur að styrkja Ljósið“ „Það byrjaði nú eiginlega ekki sem markmið að setja heimsmet en ég var kominn í smá yfirþyngd og ákveð að fara hlaupa meira og notaði Reykjavíkurmaraþon sem markmið. Fyrst og fremst var ég bara að fara klára,“ segir Kim de Roy sem setti heimsmet í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2014. 18. ágúst 2022 09:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Fleiri fréttir Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Sjá meira
„Í ár snýst þetta ekki um að setja met heldur að styrkja Ljósið“ „Það byrjaði nú eiginlega ekki sem markmið að setja heimsmet en ég var kominn í smá yfirþyngd og ákveð að fara hlaupa meira og notaði Reykjavíkurmaraþon sem markmið. Fyrst og fremst var ég bara að fara klára,“ segir Kim de Roy sem setti heimsmet í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2014. 18. ágúst 2022 09:00