Elísabet var drottning í 70 ár, frá árinu 1952, en Sinclair sagði hana hafa leyft kynþáttafordómum að grassera í sinni valdatíð. Fólk sem er dökkt á hörund ætti því ekki að syrgja drottninguna.
„Rasismi var gerður útlægur í Englandi á 7. áratugnum og hefur verið leyft að viðgangast svo af hverju ætti fólk sem er dökkt á hörund að syrgja,“ skrifaði Sinclair á Twitter.
Margir hafa gagnrýnt ummælin, þar á meðal kollegar hans á útvarpsrásinni Talksport. Sinclair hefur unnið sem sérfræðingur hjá rásinni síðustu ár eftir að leikmannaferli hans lauk.
Talksport hefur nú tilkynnt að Sinclair muni stíga til hliðar og muni ekki vera í loftinu þar til málið hefur verið rannsakað.
„Sinclair mun ekki vera í loftinu á meðan við framkvæmum ítarlega rannsókn á samhengi og tímasetningu tísts hans. Þó að við virðum rétt Trevor Sinclair til að tjá sínar skoðanir á sínum persónulega Twitter-reikningi, endurspeglar það ekki skoðanir talkSPORT,“ segir í tilkynningu frá Talksport á Twitter.
Trevor Sinclair will not be on air while we carry out a thorough investigation into the circumstances and timing of his tweet.
— talkSPORT (@talkSPORT) September 9, 2022
While we respect the right of Trevor Sinclair to express his opinion on his personal twitter account, talkSPORT does not endorse the tweet.