Þá fylgjumst við með þingkosningum í Svíþjóð en kjörstaðir lokuðu klukkan sex á íslenskum tíma. Von er á útgönguspá sænska ríkisútvarpsins rétt fyrir fréttatímann.
Töluverð aukning hefur orðið á því að myndbandsupptökur berist lögreglu í þjófnaðarmálum, en þær liggja fyrir í fjórða hverju máli. Sala á öryggismyndavélum til heimila hefur margfaldast, en á sama tíma hefur kvörtunum til Persónuverndar vegna slíkra véla fjölgað.
Heilsugæslan biðlar til landsmanna að æla heima og bendir réttilega á að það sé hvimleitt að fá niðurgang í bílnum í nýrri auglýsingaherferð. Við komumst að því hvers vegna þessi skilaboð þykja nauðsynleg.
Þá fylgjumst við með stöðunni í Úkraínu og skoðum forystusauði með stæðileg horn.
Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.