Ábyrgðin á Sælukoti liggur hjá Reykjavíkurborg Margrét Eymundardóttir, María Lea Ævarsdóttir og Eva Drífudóttir skrifa 12. september 2022 11:00 Í viðtali á Bylgjunni við Elínu Halldórsdóttur leikskólastjóra á Sælukoti, þann 9. september síðastliðinn, kemur fram að rekstrarstjóri Sælukots sé nunna í Ananda Marga samtökunum sem vinnur mikla sjálfboðavinnu og óeigingjarnt starf. Hún hafi með áralöngu striti náð að kaupa raðhús í Skerjafirði sem sé hluti af fjárfestingu Ananda Marga samtakanna sem ætli sér að stækka leikskólann. Þetta er reyndar hlægilega einfalt svar en í framhaldi af því vakna hjá okkur spurningar um arðinn. Hver þiggur arð upp á 41,8 mkr? Og, hverjir standa á bak við leikskólann? Hverjir eru í Sælutröð og hafa þeir einhver tengsl við Reykjavíkurborg? Sömuleiðis kemur fram í viðtalinu að lítill reglurammi og skriffinnska sé í kringum leikskólastarfið. Það byggi á kærleika og nýhúmanisma sem sé einfaldlega þannig að fólk sé gott og ástúðlegt, sérstaklega við börn. Þetta er allt gott og blessað, og enginn ætti að fetta fingur út í svo fallegt fyrirkomulag. Börnin syngja um Baba og vinna við leikskólann hefur gegnum tíðina oft verið byggð á sjálfboðastarfi. Þetta vissum við sem unnum allar á ólíkum tíma við leikskólann. Við þekkjum líka allar hina hliðina á góðvild og ástúð rekstrarstjórans. Lýsingar á henni koma fram í bréfi sem við sendum á Reykjavíkurborg og fleiri í nóvember í fyrra og lesa má hér. Við vitum það fyrir víst að um árabil hafa leikskólastjórar einungis starfað í lítilli prósentu í Sælukoti. Vinna þeirra hefur einkum falist í því að rita skýrslur og uppfylla þær skildur sem Reykjavíkurborg þó gerir um leikskólastarfið. Starfsfólk leikskólans hefur ekki þekkt leikskólastjórana í sjón enda stjórnar rekstrarstjórinn, nunnan, með mýkt eða harðneskju, eftir því hvernig liggur á henni. Á Sælukoti er ekki unnið eftir Aðalnámskrá og innan leikskólans er lítil sem engin fagmenntun. En eins áður hefur komið fram hjá okkur þá sækja leikskólakennarar sjaldan um starf á leikskólanum og ef þeir villast þangað inn staldra þeir stutt við. Sérkennsla er sjaldnast til staðar og lítið er sóst eftir þátttöku utanaðkomandi aðila. Þetta allt veit starfsfólk, embættismenn og stjórnendur hjá Reykjavíkurborg. Þroskaþjálfar, sálfræðingar, Félag stjórnenda í leikskólum o.s.frv. Og þetta vita líka kjörnir borgarfulltrúarar sem fara með vald og eiga að sýna ábyrgð. En það er auðvelt að stinga höfðinu í sandinn og vona að hlutirnir reddist, sérstaklega þegar leikskólapláss vantar í borginni. Elínu sendum við ást og frið til baka og óskum henni alls góðs. Hún sem hefur unnið á leikskólanum í tvo mánuði, ber ekki ábyrgð á því ástandi sem þar hefur skapast. Við ætlum hins vegar ekki að standa í frekari bréfaskiftum við hana sem getur ekki svarað fyrir a.m.k. sex ára vanrækslu á Sælukoti. Þar liggur ábyrgðin hjá Reykjavíkurborg. Hún liggur hjá Skúla Helgasyni, fyrrverandi yfirmanns skóla- og frístundasviðs, Helga Grímssyni, sviðstjóra skóla-og frístundasviðs, Ólafi Brynjari Bjarkasyni, skrifstofustjóra fagskrifstofu leikskólamála, Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur, núverandi formanni skóla- og frístundasviðs og öðrum kjörnum fulltrúum. Við biðjum og vonum að ekki þurfi stórslys til að loka þessum leikskóla eða umbreyta starfsemi hans. Margrét Eymundardóttir, kennari og fyrrverandi leikskólastjóri María Lea Ævarsdóttir, kvikmyndagerðarkona og móðir Eva Drífudóttir, innanhússarkitekt og fyrrverandi starfsmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Starfsemi Sælukots Tengdar fréttir Vegna umfjöllunar um leikskólann Sælukot Ég undirrituð hef þurft að lesa greinar og hlusta á viðtöl í fjölmiðlum síðustu 2 daga þar sem fram koma ótrúlegustu rangfærslur um skólastarf leikskólans Sælukots sem á að baki 46 ára starf. 9. september 2022 13:01 Leikskólabörn höfð að féþúfu undir hlífiskildi Reykjavíkurborgar Í Reykjavík er starfræktur leikskólinn Sælukot sem er rekinn af sértrúarsöfnuði sem telur um 10 manns á Íslandi. Þessi söfnuður kallast Ananda Marga og hefur í gegnum tíðina verið bendlaður við hryðjuverk víða um heim. 7. september 2022 09:31 Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í viðtali á Bylgjunni við Elínu Halldórsdóttur leikskólastjóra á Sælukoti, þann 9. september síðastliðinn, kemur fram að rekstrarstjóri Sælukots sé nunna í Ananda Marga samtökunum sem vinnur mikla sjálfboðavinnu og óeigingjarnt starf. Hún hafi með áralöngu striti náð að kaupa raðhús í Skerjafirði sem sé hluti af fjárfestingu Ananda Marga samtakanna sem ætli sér að stækka leikskólann. Þetta er reyndar hlægilega einfalt svar en í framhaldi af því vakna hjá okkur spurningar um arðinn. Hver þiggur arð upp á 41,8 mkr? Og, hverjir standa á bak við leikskólann? Hverjir eru í Sælutröð og hafa þeir einhver tengsl við Reykjavíkurborg? Sömuleiðis kemur fram í viðtalinu að lítill reglurammi og skriffinnska sé í kringum leikskólastarfið. Það byggi á kærleika og nýhúmanisma sem sé einfaldlega þannig að fólk sé gott og ástúðlegt, sérstaklega við börn. Þetta er allt gott og blessað, og enginn ætti að fetta fingur út í svo fallegt fyrirkomulag. Börnin syngja um Baba og vinna við leikskólann hefur gegnum tíðina oft verið byggð á sjálfboðastarfi. Þetta vissum við sem unnum allar á ólíkum tíma við leikskólann. Við þekkjum líka allar hina hliðina á góðvild og ástúð rekstrarstjórans. Lýsingar á henni koma fram í bréfi sem við sendum á Reykjavíkurborg og fleiri í nóvember í fyrra og lesa má hér. Við vitum það fyrir víst að um árabil hafa leikskólastjórar einungis starfað í lítilli prósentu í Sælukoti. Vinna þeirra hefur einkum falist í því að rita skýrslur og uppfylla þær skildur sem Reykjavíkurborg þó gerir um leikskólastarfið. Starfsfólk leikskólans hefur ekki þekkt leikskólastjórana í sjón enda stjórnar rekstrarstjórinn, nunnan, með mýkt eða harðneskju, eftir því hvernig liggur á henni. Á Sælukoti er ekki unnið eftir Aðalnámskrá og innan leikskólans er lítil sem engin fagmenntun. En eins áður hefur komið fram hjá okkur þá sækja leikskólakennarar sjaldan um starf á leikskólanum og ef þeir villast þangað inn staldra þeir stutt við. Sérkennsla er sjaldnast til staðar og lítið er sóst eftir þátttöku utanaðkomandi aðila. Þetta allt veit starfsfólk, embættismenn og stjórnendur hjá Reykjavíkurborg. Þroskaþjálfar, sálfræðingar, Félag stjórnenda í leikskólum o.s.frv. Og þetta vita líka kjörnir borgarfulltrúarar sem fara með vald og eiga að sýna ábyrgð. En það er auðvelt að stinga höfðinu í sandinn og vona að hlutirnir reddist, sérstaklega þegar leikskólapláss vantar í borginni. Elínu sendum við ást og frið til baka og óskum henni alls góðs. Hún sem hefur unnið á leikskólanum í tvo mánuði, ber ekki ábyrgð á því ástandi sem þar hefur skapast. Við ætlum hins vegar ekki að standa í frekari bréfaskiftum við hana sem getur ekki svarað fyrir a.m.k. sex ára vanrækslu á Sælukoti. Þar liggur ábyrgðin hjá Reykjavíkurborg. Hún liggur hjá Skúla Helgasyni, fyrrverandi yfirmanns skóla- og frístundasviðs, Helga Grímssyni, sviðstjóra skóla-og frístundasviðs, Ólafi Brynjari Bjarkasyni, skrifstofustjóra fagskrifstofu leikskólamála, Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur, núverandi formanni skóla- og frístundasviðs og öðrum kjörnum fulltrúum. Við biðjum og vonum að ekki þurfi stórslys til að loka þessum leikskóla eða umbreyta starfsemi hans. Margrét Eymundardóttir, kennari og fyrrverandi leikskólastjóri María Lea Ævarsdóttir, kvikmyndagerðarkona og móðir Eva Drífudóttir, innanhússarkitekt og fyrrverandi starfsmaður
Vegna umfjöllunar um leikskólann Sælukot Ég undirrituð hef þurft að lesa greinar og hlusta á viðtöl í fjölmiðlum síðustu 2 daga þar sem fram koma ótrúlegustu rangfærslur um skólastarf leikskólans Sælukots sem á að baki 46 ára starf. 9. september 2022 13:01
Leikskólabörn höfð að féþúfu undir hlífiskildi Reykjavíkurborgar Í Reykjavík er starfræktur leikskólinn Sælukot sem er rekinn af sértrúarsöfnuði sem telur um 10 manns á Íslandi. Þessi söfnuður kallast Ananda Marga og hefur í gegnum tíðina verið bendlaður við hryðjuverk víða um heim. 7. september 2022 09:31
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun