AA og Afstaða í fangelsum Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 12. september 2022 14:32 Allt frá stofnun Afstöðu árið 2005 hefur eitt af höfuðmarkmiðum félagsins verið að hvetja fanga til þess að taka þátt í starfi AA-samtakanna. Upp úr aldamótum voru ekki margir sem nýttu sér úrræðið og horfðum við forsvarsmenn Afstöðu upp á hvern AA-fund á fætur öðrum þar sem enginn fangi mætti. Okkur þótti mikið til þess koma að sjálfboðaliðar gerðu sér ferð í fangelsin til þess eins að aðstoða fanga við að halda sér edrú og það þrátt fyrir að dræmar undirtektir. Þegar við spurðum sjálfboðaliðana hvers vegna þeir gæfust ekki hreinlega upp svöruðu þeir því til að ef þeim tækist að halda einum fanga edrú væri það kraftaverki líkast. Við komum á samstarfi á milli Afstöðu og AA-samtakanna sem fólst í því að efla starfið í fangelsunum. Forsvarsmenn Afstöðu mættu sjálfir á fundina og fengu til liðs við sig eins konar áhrifavalda innan fangelsanna til þess að mæta einnig. Árangurinn lét ekki á sér standa og afskaplega ánægjulegt var að sjá mætinguna aukast jafnt og þétt þar til herbergið sem AA-samtökin höfðu til umráða var troðfullt. Á þessum tíma voru reglur í fangelsinu Litla-Hrauni á þann veg að blátt bann var lagt við því að fangar færu á milli bygginga til þess að sækja fundi og því þurftu sjálfboðaliðar AA-samtakanna að halda tvo fundi í röð. Þessu fékk Afstaða breytt til þess auka áhrifamátt fundanna enn frekar og gafst það afskaplega vel. Undanfarin ár hafa fundir AA-samtakanna verið í sömu mynd og starfsemin með ágætum. Árið 2018 leituðust samtökin svo eftir því að fjölga fundum sínum á Litla-Hrauni úr einum í tvo og tók Afstaða þá að sjálfsögðu að sér að hafa milligöngu um að reyna ná því í gegn. Sem gekk eftir. Starfsemi AA-samtakanna varð öflugri fyrir vikið og urðu til hópar innan AA sem mönnuðu fundi í öllum fangelsum landsins. Fljótlega komu til rafrænir fundir og um tíma var svonefndur edrú-gangur í fangelsinu á Hólmsheiði þangað sem Afstaða fékk sjálfboðaliða frá AA til þess að taka þátt í daglegu starfi á borð við morgunleikfimi og eldamennsku. Það starf var rétt að slíta barnsskónum þegar heimsfaraldur reið yfir og á enn eftir að endurreisa það að fullu. Nýverið leituðu samtökin enn á ný til Afstöðu en þau höfðu um nokkurn tíma falast eftir því að bæta enn við starfsemi sína í fangelsunum, bæta við þriðja fundinum í viku og fá að auki lengri tíma í hvert skipti í fangelsunum til þess að auka þjónustu við fangana, spjalla óformlega saman fyrir og eftir fundi og drekka saman kaffi. Fyrir tilstuðlan Afstöðu hafa AA-samtökin fengið leyfið. Afstaða er þess fullviss að AA-starf og áfengis- og vímuefnameðferðir innan fangelsanna séu einn af lyklum endurhæfingar og stuðli að betri líðan bæði í fangelsi og þegar út í frelsið er komið. Við munum því halda áfram að tryggja að AA-starf verði alltaf hluti af fangavist á Íslandi og gera það sem við getum til að auka vægi starfseminnar og fá í gegn að þátttaka í AA-starfi verði metið að verðleikum þegar teknar eru ákvarðanir um framgang fólks í afplánun, til dæmis þegar kemur að vistun í opnu úrræði, reynslulausn og fleira í þeim dúr. Á sama tíma hvetjum við ættingja og vini fólks sem afplánar í fangelsi að gefa starfi AA-samtakanna tækifæri. Það eitt getur orðið til þess að breyta lífi þeirra til betri framtíðar. Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Allt frá stofnun Afstöðu árið 2005 hefur eitt af höfuðmarkmiðum félagsins verið að hvetja fanga til þess að taka þátt í starfi AA-samtakanna. Upp úr aldamótum voru ekki margir sem nýttu sér úrræðið og horfðum við forsvarsmenn Afstöðu upp á hvern AA-fund á fætur öðrum þar sem enginn fangi mætti. Okkur þótti mikið til þess koma að sjálfboðaliðar gerðu sér ferð í fangelsin til þess eins að aðstoða fanga við að halda sér edrú og það þrátt fyrir að dræmar undirtektir. Þegar við spurðum sjálfboðaliðana hvers vegna þeir gæfust ekki hreinlega upp svöruðu þeir því til að ef þeim tækist að halda einum fanga edrú væri það kraftaverki líkast. Við komum á samstarfi á milli Afstöðu og AA-samtakanna sem fólst í því að efla starfið í fangelsunum. Forsvarsmenn Afstöðu mættu sjálfir á fundina og fengu til liðs við sig eins konar áhrifavalda innan fangelsanna til þess að mæta einnig. Árangurinn lét ekki á sér standa og afskaplega ánægjulegt var að sjá mætinguna aukast jafnt og þétt þar til herbergið sem AA-samtökin höfðu til umráða var troðfullt. Á þessum tíma voru reglur í fangelsinu Litla-Hrauni á þann veg að blátt bann var lagt við því að fangar færu á milli bygginga til þess að sækja fundi og því þurftu sjálfboðaliðar AA-samtakanna að halda tvo fundi í röð. Þessu fékk Afstaða breytt til þess auka áhrifamátt fundanna enn frekar og gafst það afskaplega vel. Undanfarin ár hafa fundir AA-samtakanna verið í sömu mynd og starfsemin með ágætum. Árið 2018 leituðust samtökin svo eftir því að fjölga fundum sínum á Litla-Hrauni úr einum í tvo og tók Afstaða þá að sjálfsögðu að sér að hafa milligöngu um að reyna ná því í gegn. Sem gekk eftir. Starfsemi AA-samtakanna varð öflugri fyrir vikið og urðu til hópar innan AA sem mönnuðu fundi í öllum fangelsum landsins. Fljótlega komu til rafrænir fundir og um tíma var svonefndur edrú-gangur í fangelsinu á Hólmsheiði þangað sem Afstaða fékk sjálfboðaliða frá AA til þess að taka þátt í daglegu starfi á borð við morgunleikfimi og eldamennsku. Það starf var rétt að slíta barnsskónum þegar heimsfaraldur reið yfir og á enn eftir að endurreisa það að fullu. Nýverið leituðu samtökin enn á ný til Afstöðu en þau höfðu um nokkurn tíma falast eftir því að bæta enn við starfsemi sína í fangelsunum, bæta við þriðja fundinum í viku og fá að auki lengri tíma í hvert skipti í fangelsunum til þess að auka þjónustu við fangana, spjalla óformlega saman fyrir og eftir fundi og drekka saman kaffi. Fyrir tilstuðlan Afstöðu hafa AA-samtökin fengið leyfið. Afstaða er þess fullviss að AA-starf og áfengis- og vímuefnameðferðir innan fangelsanna séu einn af lyklum endurhæfingar og stuðli að betri líðan bæði í fangelsi og þegar út í frelsið er komið. Við munum því halda áfram að tryggja að AA-starf verði alltaf hluti af fangavist á Íslandi og gera það sem við getum til að auka vægi starfseminnar og fá í gegn að þátttaka í AA-starfi verði metið að verðleikum þegar teknar eru ákvarðanir um framgang fólks í afplánun, til dæmis þegar kemur að vistun í opnu úrræði, reynslulausn og fleira í þeim dúr. Á sama tíma hvetjum við ættingja og vini fólks sem afplánar í fangelsi að gefa starfi AA-samtakanna tækifæri. Það eitt getur orðið til þess að breyta lífi þeirra til betri framtíðar. Höfundur er formaður Afstöðu.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun