Ætlar að ná metinu af Tryggva Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2022 09:30 Steven Lennon er einn af aðeins fimm mönnum sem skorað hafa hundrað mörk í efstu deild á Íslandi. Stöð 2 Steven Lennon vonast til þess að stífla hafi brostið þegar hann skoraði sitt hundraðasta mark í efstu deild á Íslandi á sunnudaginn, fyrstur erlendra knattspyrnumanna. Lennon hefur búið á Íslandi og spilað hér í efstu deild frá árinu 2011, fyrstu þrjú tímabilin með Fram en svo með FH. Á sunnudaginn kom hann inn á af varamannabekknum og skoraði í 6-1 sigri gegn ÍA. Það var þó aðeins þriðja mark Lennons í sumar sem er eitthvað sem hann er alls ekki vanur. Hann hafði beðið í sextíu daga frá því að hann skoraði 99. markið sitt og meðal annars brennt af tveimur vítaspyrnum. Sat það svona í honum að næsta mark yrði það hundraðasta? „Kannski dálítið. Það er stór áfangi fyrir hvern sem er að skora hundrað mörk. Auðvitað hugsaði ég mikið um það en það hélt ekki aftur af mér eða setti mig undir þrýsting. Þessi leiktíð hefur ekki verið sú besta hjá mér hvað markaskorun varðar en nú þegar markið er komið vonast ég til að geta skorað mörg fleiri,“ segir Lennon í Sportpakkanum á Stöð 2. Lennon er einn af aðeins fimm leikmönnum sem skorað hafa hundrað mörk í efstu deild á Íslandi. Hann er einu marki á eftir Guðmundi Steinssyni og þrettán á eftir Atla Viðari Björnssyni, en efstir eru Tryggvi Guðmundsson með 131 mark og Ingi Björn Albertsson með 126 mörk. Lennon ætlar sér að slá þeim við: „Ég er enn 34 ára og á nokkur ár eftir, og er enn í formi. Ég þarf bara að eiga betri leiktíð en ég hef átt á þessu ári, en ég veit að svo verður. Þetta er bara eitt af þessum árum. Vonandi næ ég að saxa á þessa stráka á næstu árum.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla FH Mest lesið Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Lennon hefur búið á Íslandi og spilað hér í efstu deild frá árinu 2011, fyrstu þrjú tímabilin með Fram en svo með FH. Á sunnudaginn kom hann inn á af varamannabekknum og skoraði í 6-1 sigri gegn ÍA. Það var þó aðeins þriðja mark Lennons í sumar sem er eitthvað sem hann er alls ekki vanur. Hann hafði beðið í sextíu daga frá því að hann skoraði 99. markið sitt og meðal annars brennt af tveimur vítaspyrnum. Sat það svona í honum að næsta mark yrði það hundraðasta? „Kannski dálítið. Það er stór áfangi fyrir hvern sem er að skora hundrað mörk. Auðvitað hugsaði ég mikið um það en það hélt ekki aftur af mér eða setti mig undir þrýsting. Þessi leiktíð hefur ekki verið sú besta hjá mér hvað markaskorun varðar en nú þegar markið er komið vonast ég til að geta skorað mörg fleiri,“ segir Lennon í Sportpakkanum á Stöð 2. Lennon er einn af aðeins fimm leikmönnum sem skorað hafa hundrað mörk í efstu deild á Íslandi. Hann er einu marki á eftir Guðmundi Steinssyni og þrettán á eftir Atla Viðari Björnssyni, en efstir eru Tryggvi Guðmundsson með 131 mark og Ingi Björn Albertsson með 126 mörk. Lennon ætlar sér að slá þeim við: „Ég er enn 34 ára og á nokkur ár eftir, og er enn í formi. Ég þarf bara að eiga betri leiktíð en ég hef átt á þessu ári, en ég veit að svo verður. Þetta er bara eitt af þessum árum. Vonandi næ ég að saxa á þessa stráka á næstu árum.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla FH Mest lesið Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira