Íslenska er aðgengismál! Vaida Bražiūnaitė skrifar 15. september 2022 08:31 Hér er Fjallkona Ísafjarðar að borða banana. Ég er fyrst og fremst mjög þakklát fyrir þann heiður að hafa fengið að vera fjallkona bæjarins í ár, en núna vil ég nota tækifærið og þessa óvenjulegu mynd til að taka þátt í heitu umræðunni um íslensku tunguna og útlendinga. Ég byrjaði að skamma sjálfa mig fyrir að kunna ekki reiprennandi íslensku um leið og ég kom til Íslands, fyrir að vera löt, fyrir að vera ekki nógu klár. En fyrir mér hefur íslenskan verið mjög flókin og ég hef oft verið feimin við að tala og gera mistök. Þó hef ég notað hana frá því að ég kom fyrst til Íslands: ég vann á leikskóla, í grunnskóla, í búð, hóteli, bókasafni, banka og bjó til mörg skapandi verkefni. Þar hef ég oftast talað bara íslensku. En það sem truflaði mig mikið við að bæta íslenskukunnáttuna í gegnum árin var að reyna að skilja rökfræði tungumálsins og fá rými til að komast að kjarnanum. Ég þurfti að skilja málfræðina betur en að eitthvað væri einhvern veginn bara „af því bara“. Þá ákvað ég að byrja á grunni, að fjárfesta í tungumálinu og byrjaði í íslensku sem öðru máli við Háskóla Íslands í fyrra, eftir að hafa búið á Íslandi í átta ár. Þetta var ekki sérstaklega auðveld skráning ef ég á að vera alveg hreinskilin. Ég þurfti að sannfæra þau um að hleypa mér inn vegna þess að ég var ekki búsett á höfuðborgarsvæðinu heldur á Vestfjörðum (þar sem einmitt í kringum 15% íbúa eru skilgreindir sem innflytjendur). Eins furðulega og það hljómar bjargaði Covid mér því þá loksins varð námið aðgengilegt í fjarkennslu. Ég var svo sannarlega ánægð með þetta tækifæri til að læra í Háskóla Íslands, loksins! Ég legg mikið upp úr því að læra og tók námslán til að geta gert þetta að fullu starfi. Þetta nám er greiðasta leiðin mín að fullri samfélagslegri þátttöku. Ég verð að fjárfesta í framtíðinni, hugsaði ég. Tíminn mun leiða í ljós hvernig ég mun geta borgað þetta upp eftir nokkur ár - og með hvaða starfi. Vonandi get ég sameinað menntun mína og íslenskukunnáttu. Í lok síðustu annar fékk ég aðeins jákvæð viðbrögð frá kennurunum mínum varðandi það að ég héldi áfram náminu næsta vetur. Ég fékk fallega hvatningu frá kennara eins námskeiðsins, um að ég væri í fyrsti nemandinn í sögu þess námskeiðs sem fékk fullt stiga fyrir munnlegt lokaverkefni. Þetta fannst mér mikil hvatning til að halda áfram. Nokkrum vikum síðar var mér boðið að vera fjallkona á Ísafirði og í tilefni dagsins samdi ég mitt eigið ljóð og las upp fyrir hundruð manns. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég var ánægð eftir bara eitt ár á fullum fókus í náminu að geta skrifað mitt eigið ljóð á þessu flókna tungumáli og hafa tilfinningu fyrir því, fyrir íslenskunni. En það er meira. Ég hef heyrt að það sé stórt vandamál að íslenskukunnátta barna sem eiga erlenda foreldra sé ekki nógu góð. Ég á syni sem þurfa virka íslenska málörvun samhliða kennslu í litháísku, sem er mitt móðurmál. Þeirra nám verður flóknara með árunum og ég vil skilja þá og leiðbeina þeim. Ég er hluti af menningu og samfélagi sem fer að mestu fram á íslensku og þátttaka mín veltur að miklu leyti á íslenskukunnáttu. Núna í haust fór námið aftur af stað - en í staðkennslu. Stemmningin nú er aðeins önnur. Nú er það undir hverjum og einum kennara komið hvort þau veita mér aðgang að kennslustundum. Sumir kennarar veita mér aðgang í gegnum Zoom en aðrir ekki. Það eru dagar sem ég velti fyrir mér hvar ég á að byrja að læra. Það er erfitt að stunda sjálfsnám án leiðsagnar í sumum námskeiðum og satt best að segja finnst mér eins og ég sé að skapa auka streitu og álag kennaranna með því að fá þessa sérmeðferð. Ég berst ekki bara fyrir sjálfa mig - vegna þess að ég er hálfnuð með námið og ætla mér að komast í gegnum það, heldur líka vegna þeirra frábæru kennara í HÍ sem berjast fyrir réttindum mínum. Ég berst fyrir því að þetta sé tekið alvarlega, að það séu sköpuð fjölbreytt og raunveruleg tækifæri til íslenskunáms og að það sé sniðið að þörfum ólíkra hópa. Ég óska þess að landsbyggðarfólk og aðrir sem hafa ekki aðgang að staðkennslu þyrftu ekki að fara bakdyramegin í íslenskunám við HÍ. Íslenskunám á að vera aðgengilegt öllum og ég veit að það eru fleiri nemendur sem myndu vilja fara í þetta nám en vegna ýmissa hindrana hafa ekki möguleika á því að mæta á staðinn. Ég vill sjá námskeið á öllum stigum: fjarkennslu og/eða staðkennslu fyrir alla innflytjendur. Á vinnutíma og utan vinnutíma. Með flókinni málfræði og án hennar. Nú þurfa ráðamenn að gera eins og ætlast er til af duglegu útlendingunum og drífa sig bara og laga þetta. Íslenska er aðgengismál! Höfundur er nemi við HÍ og annar stofnenda Hversdagssafnsins á Ísafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Innflytjendamál Ísafjarðarbær Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Hér er Fjallkona Ísafjarðar að borða banana. Ég er fyrst og fremst mjög þakklát fyrir þann heiður að hafa fengið að vera fjallkona bæjarins í ár, en núna vil ég nota tækifærið og þessa óvenjulegu mynd til að taka þátt í heitu umræðunni um íslensku tunguna og útlendinga. Ég byrjaði að skamma sjálfa mig fyrir að kunna ekki reiprennandi íslensku um leið og ég kom til Íslands, fyrir að vera löt, fyrir að vera ekki nógu klár. En fyrir mér hefur íslenskan verið mjög flókin og ég hef oft verið feimin við að tala og gera mistök. Þó hef ég notað hana frá því að ég kom fyrst til Íslands: ég vann á leikskóla, í grunnskóla, í búð, hóteli, bókasafni, banka og bjó til mörg skapandi verkefni. Þar hef ég oftast talað bara íslensku. En það sem truflaði mig mikið við að bæta íslenskukunnáttuna í gegnum árin var að reyna að skilja rökfræði tungumálsins og fá rými til að komast að kjarnanum. Ég þurfti að skilja málfræðina betur en að eitthvað væri einhvern veginn bara „af því bara“. Þá ákvað ég að byrja á grunni, að fjárfesta í tungumálinu og byrjaði í íslensku sem öðru máli við Háskóla Íslands í fyrra, eftir að hafa búið á Íslandi í átta ár. Þetta var ekki sérstaklega auðveld skráning ef ég á að vera alveg hreinskilin. Ég þurfti að sannfæra þau um að hleypa mér inn vegna þess að ég var ekki búsett á höfuðborgarsvæðinu heldur á Vestfjörðum (þar sem einmitt í kringum 15% íbúa eru skilgreindir sem innflytjendur). Eins furðulega og það hljómar bjargaði Covid mér því þá loksins varð námið aðgengilegt í fjarkennslu. Ég var svo sannarlega ánægð með þetta tækifæri til að læra í Háskóla Íslands, loksins! Ég legg mikið upp úr því að læra og tók námslán til að geta gert þetta að fullu starfi. Þetta nám er greiðasta leiðin mín að fullri samfélagslegri þátttöku. Ég verð að fjárfesta í framtíðinni, hugsaði ég. Tíminn mun leiða í ljós hvernig ég mun geta borgað þetta upp eftir nokkur ár - og með hvaða starfi. Vonandi get ég sameinað menntun mína og íslenskukunnáttu. Í lok síðustu annar fékk ég aðeins jákvæð viðbrögð frá kennurunum mínum varðandi það að ég héldi áfram náminu næsta vetur. Ég fékk fallega hvatningu frá kennara eins námskeiðsins, um að ég væri í fyrsti nemandinn í sögu þess námskeiðs sem fékk fullt stiga fyrir munnlegt lokaverkefni. Þetta fannst mér mikil hvatning til að halda áfram. Nokkrum vikum síðar var mér boðið að vera fjallkona á Ísafirði og í tilefni dagsins samdi ég mitt eigið ljóð og las upp fyrir hundruð manns. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég var ánægð eftir bara eitt ár á fullum fókus í náminu að geta skrifað mitt eigið ljóð á þessu flókna tungumáli og hafa tilfinningu fyrir því, fyrir íslenskunni. En það er meira. Ég hef heyrt að það sé stórt vandamál að íslenskukunnátta barna sem eiga erlenda foreldra sé ekki nógu góð. Ég á syni sem þurfa virka íslenska málörvun samhliða kennslu í litháísku, sem er mitt móðurmál. Þeirra nám verður flóknara með árunum og ég vil skilja þá og leiðbeina þeim. Ég er hluti af menningu og samfélagi sem fer að mestu fram á íslensku og þátttaka mín veltur að miklu leyti á íslenskukunnáttu. Núna í haust fór námið aftur af stað - en í staðkennslu. Stemmningin nú er aðeins önnur. Nú er það undir hverjum og einum kennara komið hvort þau veita mér aðgang að kennslustundum. Sumir kennarar veita mér aðgang í gegnum Zoom en aðrir ekki. Það eru dagar sem ég velti fyrir mér hvar ég á að byrja að læra. Það er erfitt að stunda sjálfsnám án leiðsagnar í sumum námskeiðum og satt best að segja finnst mér eins og ég sé að skapa auka streitu og álag kennaranna með því að fá þessa sérmeðferð. Ég berst ekki bara fyrir sjálfa mig - vegna þess að ég er hálfnuð með námið og ætla mér að komast í gegnum það, heldur líka vegna þeirra frábæru kennara í HÍ sem berjast fyrir réttindum mínum. Ég berst fyrir því að þetta sé tekið alvarlega, að það séu sköpuð fjölbreytt og raunveruleg tækifæri til íslenskunáms og að það sé sniðið að þörfum ólíkra hópa. Ég óska þess að landsbyggðarfólk og aðrir sem hafa ekki aðgang að staðkennslu þyrftu ekki að fara bakdyramegin í íslenskunám við HÍ. Íslenskunám á að vera aðgengilegt öllum og ég veit að það eru fleiri nemendur sem myndu vilja fara í þetta nám en vegna ýmissa hindrana hafa ekki möguleika á því að mæta á staðinn. Ég vill sjá námskeið á öllum stigum: fjarkennslu og/eða staðkennslu fyrir alla innflytjendur. Á vinnutíma og utan vinnutíma. Með flókinni málfræði og án hennar. Nú þurfa ráðamenn að gera eins og ætlast er til af duglegu útlendingunum og drífa sig bara og laga þetta. Íslenska er aðgengismál! Höfundur er nemi við HÍ og annar stofnenda Hversdagssafnsins á Ísafirði.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun