Neytendur finna vel fyrir verðhækkunum: „Þetta er orðinn ansi dýr pakki“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. september 2022 22:31 Fréttastofa ræddi við nokkra einstaklinga sem voru að versla í matinn. Stöð 2 Útlit er fyrir að verðbólgan hjaðni hægt á næstu mánuðum en verði þó enn mikil. Neytendur finna vel fyrir mikilli verðhækkun á matarkörfunni samhliða hækkunum á öðrum kostnaðarliðum. Fyrir foreldra með börn sé þetta til að mynda orðinn ansi dýr pakki. Í upphafi árs mældist tólf mánaða verðbólga 5,7 prósent en í júlí var hún komin upp í 9,9 prósentustig og hafði ekki verið meiri í tæp þrettán ár. Þrátt fyrir spár viðskiptabankanna um að verðbólgan færi yfir tíu prósent í ágúst minnkaði hún milli mánaða og mældist 9,7 prósent. Greiningadeild Landsbankans spáir því nú að verðbólga í september minnki enn frekar, fari niður í 9,6 prósent, og verði komin niður í 8,8 prósent í desember. Fasteignamarkaðurinn hefur keyrt verðbólguna áfram undanfarna mánuði en í ágúst var vægi húsnæðiskostnaðar um fjögur prósent af 9,7 prósentustigum. Ferðir og flutningar voru næst stærsti hlutinn eða 1,6 prósent. Þriðji stærsti flokkurinn var síðan matur og drykkjavörur og átti sá flokkur 1,3 prósent í verðbólgunni. Skipting verðbólgunnar eftir flokkum. En hafa neytendur fundið fyrir því að matarkarfan hafi hækkað? „Já ég myndi nú segja það, alveg töluvert. Einn poki kannski fer úr því að vera fimm þúsund í það að vera sjö þúsund kall,“ segir Svava Marín Óskarsdóttir. „Aðeins en kannski ekki svo ýkja mikið,“ segir Sveinn Ragnar Jónsson. „Já, það geri ég alveg helling, mjög mikið á þessu ári,“ segir Hildur Margrét Einarsdóttir. „Já, ég finn fyrir því. Ég er svona að versla inn á heimili í fyrsta skiptið núna á ævinni, ungur maður. Þannig já,“ segir Egill Örnuson Hermannsson. „Ég verð vör við það já. Ég finn bara fyrir því þegar ég kem að kassanum að almennt hafa vörur hækkað,“ segir Hrafnhildur Helgadóttir. Bætist ofan á aðrar verðhækkanir Kaffi, te og kakó hefur hækkað mest í verði, eða um 14,2 prósent frá því í upphafi árs. Þá hefur kjöt hækkað um 9,2 prósent frá upphafi árs, fiskur um 7,2 prósent, olíur og feitmeti um 6,9 prósent, og mjólkurvörur og egg um 5,7 prósent. Frá því að heimsfaraldurinn hófst hefur hækkunin verið enn meiri, eða allt að 25 prósent. Samkvæmt upplýsingum frá verðlagseftirliti Alþýðusambandsins er ekki mikið tilefni til frekari hækkana en neytendur finna vel fyrir þeirri hækkun sem hefur þegar átt sér stað. Það bætist síðan ofan á hækkanir á öðrum sviðum, til að mynda hærra bensínverð og aukinn húsnæðiskostnað. „Auðvitað hangir þetta allt á sömu spýtunni, það eru launin og það sem maður hefur í vasanum, það tekur á því. Mér finnst þetta bara ömurlegt fyrir fólk sem er með börn og svona,“ segir Hrafnhildur. „Þetta fylgir allt saman. Líka bara fyrir börn í fótbolta og fimleikum og svoleiðis þá er þetta orðinn ansi dýr pakki, getur maður sagt,“ segir Svava. Neytendur Matur Verslun Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Þau sömu og finni mest fyrir verðbólgunni séu látin taka skellinn í baráttunni gegn henni Ríkisstjórnin ákveður með nýju fjárlagafrumvarpi að láta þau sömu og finna mest fyrir verðbólgunni taka skellinn í baráttunni gegn verðbólgunni að mati Jóhanns Páls Jóhannssonar, þingmanni Samfylkingarinnar. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, telur að ríkisstjórnin skjóti sig í báðar fætur með frumvarpinu. 12. september 2022 19:26 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Í upphafi árs mældist tólf mánaða verðbólga 5,7 prósent en í júlí var hún komin upp í 9,9 prósentustig og hafði ekki verið meiri í tæp þrettán ár. Þrátt fyrir spár viðskiptabankanna um að verðbólgan færi yfir tíu prósent í ágúst minnkaði hún milli mánaða og mældist 9,7 prósent. Greiningadeild Landsbankans spáir því nú að verðbólga í september minnki enn frekar, fari niður í 9,6 prósent, og verði komin niður í 8,8 prósent í desember. Fasteignamarkaðurinn hefur keyrt verðbólguna áfram undanfarna mánuði en í ágúst var vægi húsnæðiskostnaðar um fjögur prósent af 9,7 prósentustigum. Ferðir og flutningar voru næst stærsti hlutinn eða 1,6 prósent. Þriðji stærsti flokkurinn var síðan matur og drykkjavörur og átti sá flokkur 1,3 prósent í verðbólgunni. Skipting verðbólgunnar eftir flokkum. En hafa neytendur fundið fyrir því að matarkarfan hafi hækkað? „Já ég myndi nú segja það, alveg töluvert. Einn poki kannski fer úr því að vera fimm þúsund í það að vera sjö þúsund kall,“ segir Svava Marín Óskarsdóttir. „Aðeins en kannski ekki svo ýkja mikið,“ segir Sveinn Ragnar Jónsson. „Já, það geri ég alveg helling, mjög mikið á þessu ári,“ segir Hildur Margrét Einarsdóttir. „Já, ég finn fyrir því. Ég er svona að versla inn á heimili í fyrsta skiptið núna á ævinni, ungur maður. Þannig já,“ segir Egill Örnuson Hermannsson. „Ég verð vör við það já. Ég finn bara fyrir því þegar ég kem að kassanum að almennt hafa vörur hækkað,“ segir Hrafnhildur Helgadóttir. Bætist ofan á aðrar verðhækkanir Kaffi, te og kakó hefur hækkað mest í verði, eða um 14,2 prósent frá því í upphafi árs. Þá hefur kjöt hækkað um 9,2 prósent frá upphafi árs, fiskur um 7,2 prósent, olíur og feitmeti um 6,9 prósent, og mjólkurvörur og egg um 5,7 prósent. Frá því að heimsfaraldurinn hófst hefur hækkunin verið enn meiri, eða allt að 25 prósent. Samkvæmt upplýsingum frá verðlagseftirliti Alþýðusambandsins er ekki mikið tilefni til frekari hækkana en neytendur finna vel fyrir þeirri hækkun sem hefur þegar átt sér stað. Það bætist síðan ofan á hækkanir á öðrum sviðum, til að mynda hærra bensínverð og aukinn húsnæðiskostnað. „Auðvitað hangir þetta allt á sömu spýtunni, það eru launin og það sem maður hefur í vasanum, það tekur á því. Mér finnst þetta bara ömurlegt fyrir fólk sem er með börn og svona,“ segir Hrafnhildur. „Þetta fylgir allt saman. Líka bara fyrir börn í fótbolta og fimleikum og svoleiðis þá er þetta orðinn ansi dýr pakki, getur maður sagt,“ segir Svava.
Neytendur Matur Verslun Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Þau sömu og finni mest fyrir verðbólgunni séu látin taka skellinn í baráttunni gegn henni Ríkisstjórnin ákveður með nýju fjárlagafrumvarpi að láta þau sömu og finna mest fyrir verðbólgunni taka skellinn í baráttunni gegn verðbólgunni að mati Jóhanns Páls Jóhannssonar, þingmanni Samfylkingarinnar. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, telur að ríkisstjórnin skjóti sig í báðar fætur með frumvarpinu. 12. september 2022 19:26 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Þau sömu og finni mest fyrir verðbólgunni séu látin taka skellinn í baráttunni gegn henni Ríkisstjórnin ákveður með nýju fjárlagafrumvarpi að láta þau sömu og finna mest fyrir verðbólgunni taka skellinn í baráttunni gegn verðbólgunni að mati Jóhanns Páls Jóhannssonar, þingmanni Samfylkingarinnar. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, telur að ríkisstjórnin skjóti sig í báðar fætur með frumvarpinu. 12. september 2022 19:26