Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. mars 2025 21:02 Lísa Margrét Gunnarsdóttir, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta. Aðsend - Vísir/Vilhelm Forseti Landssambands íslenskra stúdenta segir skjóta skökku við að tugir milljarða hafi setið inni á bankabók Menntasjóðs á sama tíma og stúdentar borgi himinháa vexti af námslánum. Breytingar á lögum um Mennntasjóð séu skref í rétta átt en margt þurfi að gera svo hann þjóni tilgangi sínum sem félagslegur jöfnunarsjóður. Vorið 2019 samþykkti Alþingi frumvarp menntamálaráðherra um nýjan Menntasjóð námsmanna, MSNM, sem tók við af Lánasjóði íslenskra námsmanna. Lánasjóðurinn hætti þá að veita lán en fjöldi fólks er enn að endurgreiða lán sín til sjóðsins. Fjallað var um það á Vísi í dag að frá því að Menntasjóðurinn tók við árið 2020 hafa útlán sjóðsins verið fjármögnuð með endurgreiðslum lántaka LÍN. Á sama tíma hafa 30 milljarðar úr ríkissjóði safnast upp á reikningum Menntasjóðsins. „Auðvitað finnst okkur svolítið skrítið að það hafi verið til fleiri, fleiri milljarðar inni á bankabók hjá sjóði sem á að vera fjárhagslegt stuðningsnet stúdenta á sama tíma og við erum búin að vera að greiða 9% vexti á óverðtryggðum lánum og stöndum frammi fyrir mjög mikilli óvissu um greiðslubyrði og mjög mikilli skuldsetningu,“ segir Lísa Margrét Gunnarsdóttir forseti Landssambands íslenskra stúdenta. Skref í rétta átt Háskólaráðherra hefur lagt til breytingar á lögum til að skýra lögin og munu endurgreiðslur til LÍN nú renna til ríkissjóðs og útlán verða fjármögnuð úr ríkissjóði - eins og alltaf átti að gera. Í frumvarpinu eru einnig lagðar til breytingar, til dæmis á fyrirkomulagi á veitingu námsstyrks. Í stað þess að 30% af láninu falli niður í lok náms, sé það klárað á réttum tíma, þá falla 20% niður í lok hverrar annar og 10% að námi loknu. „Ef þú færð ekki þennan námsstyrk þá er greiðslubyrði 62 prósentum hærri og því finnst okkur þetta mjög þarft skref.“ Eins eru lagðar til breytingar á vaxtafyrirkomulaginu. Lagt er til að vexir reiknist frá námslokum og vaxtaviðmiðun lánanna byggi á þriggja ára meðaltali vaxta í stað eins mánaðar. „Þetta er klárlega skref í rétta átt en það er ljóst að það þarf að ráðast í miklu, miklu umfangsmeiri breytingar,“ segir Lísa. Hagsmunir stúdenta Háskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Neytendur Tengdar fréttir 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Fjörutíu milljarðar af endurgreiddu lánsfé Lánasjóðs námsmanna, sem lagður var niður árið 2020, hafa farið í útlán Menntasjóðs námsmanna, sem tók við af LÍN. Á sama tíma hafa þrjátíu milljarðar safnast upp á reikningum MSNM. Háskólaráðherra kannaðist ekki við það þegar fréttastofa spurði hann út í málið föstudaginn 28. febrúar. 6. mars 2025 10:15 Stúdentar á milli steins og sleggju Í kosningabaráttu er allt stjórnmálafólk sammála um mikilvægi æðri menntunar til að tryggja bjarta framtíð lýðræðissamfélagsins Íslands. Þrátt fyrir það berjast íslenskir stúdentar í bökkum við að mennta sig og eru við það að sligast undan leiguverði, jafnvægi á milli vinnu og skóla og ósveigjanlegu, markaðsvæddu námslánakerfi. 16. desember 2024 07:33 Námslán og ný ríkisstjórn Í aðdraganda nýafstaðinna Alþingiskosninga sendi BHM fjórar spurningar til stjórnmálaflokka um málefni námslánakerfisins. Svör bárust frá átta flokkum, meðal þeirra voru þeir þrír flokkar sem hyggjast nú láta reyna á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Nú er spurningin; mun ný ríkisstjórn taka á vanda námslánakerfisins? 6. desember 2024 11:33 Mest lesið „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Vorið 2019 samþykkti Alþingi frumvarp menntamálaráðherra um nýjan Menntasjóð námsmanna, MSNM, sem tók við af Lánasjóði íslenskra námsmanna. Lánasjóðurinn hætti þá að veita lán en fjöldi fólks er enn að endurgreiða lán sín til sjóðsins. Fjallað var um það á Vísi í dag að frá því að Menntasjóðurinn tók við árið 2020 hafa útlán sjóðsins verið fjármögnuð með endurgreiðslum lántaka LÍN. Á sama tíma hafa 30 milljarðar úr ríkissjóði safnast upp á reikningum Menntasjóðsins. „Auðvitað finnst okkur svolítið skrítið að það hafi verið til fleiri, fleiri milljarðar inni á bankabók hjá sjóði sem á að vera fjárhagslegt stuðningsnet stúdenta á sama tíma og við erum búin að vera að greiða 9% vexti á óverðtryggðum lánum og stöndum frammi fyrir mjög mikilli óvissu um greiðslubyrði og mjög mikilli skuldsetningu,“ segir Lísa Margrét Gunnarsdóttir forseti Landssambands íslenskra stúdenta. Skref í rétta átt Háskólaráðherra hefur lagt til breytingar á lögum til að skýra lögin og munu endurgreiðslur til LÍN nú renna til ríkissjóðs og útlán verða fjármögnuð úr ríkissjóði - eins og alltaf átti að gera. Í frumvarpinu eru einnig lagðar til breytingar, til dæmis á fyrirkomulagi á veitingu námsstyrks. Í stað þess að 30% af láninu falli niður í lok náms, sé það klárað á réttum tíma, þá falla 20% niður í lok hverrar annar og 10% að námi loknu. „Ef þú færð ekki þennan námsstyrk þá er greiðslubyrði 62 prósentum hærri og því finnst okkur þetta mjög þarft skref.“ Eins eru lagðar til breytingar á vaxtafyrirkomulaginu. Lagt er til að vexir reiknist frá námslokum og vaxtaviðmiðun lánanna byggi á þriggja ára meðaltali vaxta í stað eins mánaðar. „Þetta er klárlega skref í rétta átt en það er ljóst að það þarf að ráðast í miklu, miklu umfangsmeiri breytingar,“ segir Lísa.
Hagsmunir stúdenta Háskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Neytendur Tengdar fréttir 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Fjörutíu milljarðar af endurgreiddu lánsfé Lánasjóðs námsmanna, sem lagður var niður árið 2020, hafa farið í útlán Menntasjóðs námsmanna, sem tók við af LÍN. Á sama tíma hafa þrjátíu milljarðar safnast upp á reikningum MSNM. Háskólaráðherra kannaðist ekki við það þegar fréttastofa spurði hann út í málið föstudaginn 28. febrúar. 6. mars 2025 10:15 Stúdentar á milli steins og sleggju Í kosningabaráttu er allt stjórnmálafólk sammála um mikilvægi æðri menntunar til að tryggja bjarta framtíð lýðræðissamfélagsins Íslands. Þrátt fyrir það berjast íslenskir stúdentar í bökkum við að mennta sig og eru við það að sligast undan leiguverði, jafnvægi á milli vinnu og skóla og ósveigjanlegu, markaðsvæddu námslánakerfi. 16. desember 2024 07:33 Námslán og ný ríkisstjórn Í aðdraganda nýafstaðinna Alþingiskosninga sendi BHM fjórar spurningar til stjórnmálaflokka um málefni námslánakerfisins. Svör bárust frá átta flokkum, meðal þeirra voru þeir þrír flokkar sem hyggjast nú láta reyna á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Nú er spurningin; mun ný ríkisstjórn taka á vanda námslánakerfisins? 6. desember 2024 11:33 Mest lesið „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Fjörutíu milljarðar af endurgreiddu lánsfé Lánasjóðs námsmanna, sem lagður var niður árið 2020, hafa farið í útlán Menntasjóðs námsmanna, sem tók við af LÍN. Á sama tíma hafa þrjátíu milljarðar safnast upp á reikningum MSNM. Háskólaráðherra kannaðist ekki við það þegar fréttastofa spurði hann út í málið föstudaginn 28. febrúar. 6. mars 2025 10:15
Stúdentar á milli steins og sleggju Í kosningabaráttu er allt stjórnmálafólk sammála um mikilvægi æðri menntunar til að tryggja bjarta framtíð lýðræðissamfélagsins Íslands. Þrátt fyrir það berjast íslenskir stúdentar í bökkum við að mennta sig og eru við það að sligast undan leiguverði, jafnvægi á milli vinnu og skóla og ósveigjanlegu, markaðsvæddu námslánakerfi. 16. desember 2024 07:33
Námslán og ný ríkisstjórn Í aðdraganda nýafstaðinna Alþingiskosninga sendi BHM fjórar spurningar til stjórnmálaflokka um málefni námslánakerfisins. Svör bárust frá átta flokkum, meðal þeirra voru þeir þrír flokkar sem hyggjast nú láta reyna á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Nú er spurningin; mun ný ríkisstjórn taka á vanda námslánakerfisins? 6. desember 2024 11:33