Enginn með sjúkrabörurnar hjá KR í gær: „Rosalega margt sem mér finnst að“ Sindri Sverrisson skrifar 19. september 2022 07:58 Rebekka Sverrisdóttir er fyrirliði KR og hún er óánægð með þá umgjörð sem félagið hefur verið með í kringum liðið. vísir/vilhelm Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR í knattspyrnu, segir vanta vilja og metnað í umgjörðina hjá félaginu. Metnaðarleysið hafi til að mynda kristallast í því þegar leikmaður meiddist í leik í gær en enginn verið viðbúinn að koma inn á með sjúkrabörur. KR féll úr Bestu deildinni í gær þegar liðið tapaði á heimavelli sínum í Frostaskjóli gegn Selfossi, 5-3. Þó að tvær umferðir séu eftir af deildinni er KR aðeins með sjö stig og getur ekki náð liðinu í 8. sæti, Keflavík, sem er með 16 stig. Í viðtali við RÚV eftir leik sagði Rebekka það ömurlegt og leiðinlegt að fallið væri orðið staðreynd, eftir óvenjulegt sumar þar sem langar pásur og þjálfaraskipti hafi meðal annars truflað takt liðsins. Rebekka gagnrýndi jafnframt umgjörðina í kringum kvennalið KR, sem hefur rambað á milli deilda síðustu ár, en fyrr á tímabilinu var fjallað um það þegar KR var ekki með vallarklukku og vallarþul á heimaleik sínum. Í gær virðist hafa vantað mannskap til að sjá um að koma með sjúkrabörur inn á völlinn þegar Hannah Lynne Tillett meiddist. Hún lá á vellinum í nokkrar mínútur en enginn kom með börurnar og á endanum héldu liðsfélagar hennar á henni út af vellinum. „Litlu atriðin sem að mér þykir ótrúlega sárt að KR geti ekki staðið undir“ „Yfir höfuð finnst mér vanta vilja og metnað til að gera hlutina vel. Mér finnst mikið talað og lítið gert. Þetta eru allir litlu hlutirnir. Aðstæður sem við höfum hérna í KR,“ sagði Rebekka við RÚV og nefndi eitt dæmi: „Það er ekki búið að manna börur hér í dag þar sem leikmaður meiðist illa og er sárþjáð inni á vellinum og það tekur ótrúlegan tíma. Þetta eru litlu atriðin sem að mér þykir ótrúlega sárt að KR geti ekki staðið undir. Það er rosalega margt sem mér finnst að. Hugarfar og mér finnst vanta að það sé staðið við orðin að þau vilji allt fyrir okkur gera,“ sagði Rebekka. KR skipti um þjálfara snemma á tímabilinu þegar að Jóhannes Karl Sigursteinsson kaus að hætta en hann var meðal annars óánægður með að félagið skyldi ekki ganga frá því að fá félagaskipti fyrir erlenda leikmenn áður en tímabilið hófst. Christopher Harrington, annar af þjálfurunum sem tóku við af Jóhannesi Karli, talaði á sömu nótum og Rebekka eftir tapið í gær. „Ákveðnir hlutir í kringum kvennalið KR þurfa að breytast,“ sagði Harrington í viðtali við Vísi og bætti við: „Allir litlu hlutirnir, eins og í dag voru engar sjúkrabörur fyrir meiddan leikmann. Ef þetta væri karlabolti, þá væri þetta ekki vandamál. Það eru ýmsir litlir hlutir sem að í kvennabolta skipta miklu máli. Ef þú lætur konur líða eins og þær skipti máli og að þær finni fyrir virðingu þá skilar það sér á vellinum. Aðstæðurnar sem okkar stelpur eru í og miðað við það sem þær gefa á vellinum, vitandi það sem ég veit, þá er frábært að sjá það sem þær gera. Þær skora þrjú mörk á móti Selfossi. Það dugir ekki til að vinna leikinn en þær gáfu allt og að lokum finn ég til með þeim því þær eiga skilið meira frá félaginu,“ sagði Harrington. Besta deild kvenna KR Fótbolti Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íslenski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Fleiri fréttir Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ Sjá meira
KR féll úr Bestu deildinni í gær þegar liðið tapaði á heimavelli sínum í Frostaskjóli gegn Selfossi, 5-3. Þó að tvær umferðir séu eftir af deildinni er KR aðeins með sjö stig og getur ekki náð liðinu í 8. sæti, Keflavík, sem er með 16 stig. Í viðtali við RÚV eftir leik sagði Rebekka það ömurlegt og leiðinlegt að fallið væri orðið staðreynd, eftir óvenjulegt sumar þar sem langar pásur og þjálfaraskipti hafi meðal annars truflað takt liðsins. Rebekka gagnrýndi jafnframt umgjörðina í kringum kvennalið KR, sem hefur rambað á milli deilda síðustu ár, en fyrr á tímabilinu var fjallað um það þegar KR var ekki með vallarklukku og vallarþul á heimaleik sínum. Í gær virðist hafa vantað mannskap til að sjá um að koma með sjúkrabörur inn á völlinn þegar Hannah Lynne Tillett meiddist. Hún lá á vellinum í nokkrar mínútur en enginn kom með börurnar og á endanum héldu liðsfélagar hennar á henni út af vellinum. „Litlu atriðin sem að mér þykir ótrúlega sárt að KR geti ekki staðið undir“ „Yfir höfuð finnst mér vanta vilja og metnað til að gera hlutina vel. Mér finnst mikið talað og lítið gert. Þetta eru allir litlu hlutirnir. Aðstæður sem við höfum hérna í KR,“ sagði Rebekka við RÚV og nefndi eitt dæmi: „Það er ekki búið að manna börur hér í dag þar sem leikmaður meiðist illa og er sárþjáð inni á vellinum og það tekur ótrúlegan tíma. Þetta eru litlu atriðin sem að mér þykir ótrúlega sárt að KR geti ekki staðið undir. Það er rosalega margt sem mér finnst að. Hugarfar og mér finnst vanta að það sé staðið við orðin að þau vilji allt fyrir okkur gera,“ sagði Rebekka. KR skipti um þjálfara snemma á tímabilinu þegar að Jóhannes Karl Sigursteinsson kaus að hætta en hann var meðal annars óánægður með að félagið skyldi ekki ganga frá því að fá félagaskipti fyrir erlenda leikmenn áður en tímabilið hófst. Christopher Harrington, annar af þjálfurunum sem tóku við af Jóhannesi Karli, talaði á sömu nótum og Rebekka eftir tapið í gær. „Ákveðnir hlutir í kringum kvennalið KR þurfa að breytast,“ sagði Harrington í viðtali við Vísi og bætti við: „Allir litlu hlutirnir, eins og í dag voru engar sjúkrabörur fyrir meiddan leikmann. Ef þetta væri karlabolti, þá væri þetta ekki vandamál. Það eru ýmsir litlir hlutir sem að í kvennabolta skipta miklu máli. Ef þú lætur konur líða eins og þær skipti máli og að þær finni fyrir virðingu þá skilar það sér á vellinum. Aðstæðurnar sem okkar stelpur eru í og miðað við það sem þær gefa á vellinum, vitandi það sem ég veit, þá er frábært að sjá það sem þær gera. Þær skora þrjú mörk á móti Selfossi. Það dugir ekki til að vinna leikinn en þær gáfu allt og að lokum finn ég til með þeim því þær eiga skilið meira frá félaginu,“ sagði Harrington.
Besta deild kvenna KR Fótbolti Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íslenski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Fleiri fréttir Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ Sjá meira