Enginn með sjúkrabörurnar hjá KR í gær: „Rosalega margt sem mér finnst að“ Sindri Sverrisson skrifar 19. september 2022 07:58 Rebekka Sverrisdóttir er fyrirliði KR og hún er óánægð með þá umgjörð sem félagið hefur verið með í kringum liðið. vísir/vilhelm Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR í knattspyrnu, segir vanta vilja og metnað í umgjörðina hjá félaginu. Metnaðarleysið hafi til að mynda kristallast í því þegar leikmaður meiddist í leik í gær en enginn verið viðbúinn að koma inn á með sjúkrabörur. KR féll úr Bestu deildinni í gær þegar liðið tapaði á heimavelli sínum í Frostaskjóli gegn Selfossi, 5-3. Þó að tvær umferðir séu eftir af deildinni er KR aðeins með sjö stig og getur ekki náð liðinu í 8. sæti, Keflavík, sem er með 16 stig. Í viðtali við RÚV eftir leik sagði Rebekka það ömurlegt og leiðinlegt að fallið væri orðið staðreynd, eftir óvenjulegt sumar þar sem langar pásur og þjálfaraskipti hafi meðal annars truflað takt liðsins. Rebekka gagnrýndi jafnframt umgjörðina í kringum kvennalið KR, sem hefur rambað á milli deilda síðustu ár, en fyrr á tímabilinu var fjallað um það þegar KR var ekki með vallarklukku og vallarþul á heimaleik sínum. Í gær virðist hafa vantað mannskap til að sjá um að koma með sjúkrabörur inn á völlinn þegar Hannah Lynne Tillett meiddist. Hún lá á vellinum í nokkrar mínútur en enginn kom með börurnar og á endanum héldu liðsfélagar hennar á henni út af vellinum. „Litlu atriðin sem að mér þykir ótrúlega sárt að KR geti ekki staðið undir“ „Yfir höfuð finnst mér vanta vilja og metnað til að gera hlutina vel. Mér finnst mikið talað og lítið gert. Þetta eru allir litlu hlutirnir. Aðstæður sem við höfum hérna í KR,“ sagði Rebekka við RÚV og nefndi eitt dæmi: „Það er ekki búið að manna börur hér í dag þar sem leikmaður meiðist illa og er sárþjáð inni á vellinum og það tekur ótrúlegan tíma. Þetta eru litlu atriðin sem að mér þykir ótrúlega sárt að KR geti ekki staðið undir. Það er rosalega margt sem mér finnst að. Hugarfar og mér finnst vanta að það sé staðið við orðin að þau vilji allt fyrir okkur gera,“ sagði Rebekka. KR skipti um þjálfara snemma á tímabilinu þegar að Jóhannes Karl Sigursteinsson kaus að hætta en hann var meðal annars óánægður með að félagið skyldi ekki ganga frá því að fá félagaskipti fyrir erlenda leikmenn áður en tímabilið hófst. Christopher Harrington, annar af þjálfurunum sem tóku við af Jóhannesi Karli, talaði á sömu nótum og Rebekka eftir tapið í gær. „Ákveðnir hlutir í kringum kvennalið KR þurfa að breytast,“ sagði Harrington í viðtali við Vísi og bætti við: „Allir litlu hlutirnir, eins og í dag voru engar sjúkrabörur fyrir meiddan leikmann. Ef þetta væri karlabolti, þá væri þetta ekki vandamál. Það eru ýmsir litlir hlutir sem að í kvennabolta skipta miklu máli. Ef þú lætur konur líða eins og þær skipti máli og að þær finni fyrir virðingu þá skilar það sér á vellinum. Aðstæðurnar sem okkar stelpur eru í og miðað við það sem þær gefa á vellinum, vitandi það sem ég veit, þá er frábært að sjá það sem þær gera. Þær skora þrjú mörk á móti Selfossi. Það dugir ekki til að vinna leikinn en þær gáfu allt og að lokum finn ég til með þeim því þær eiga skilið meira frá félaginu,“ sagði Harrington. Besta deild kvenna KR Fótbolti Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira
KR féll úr Bestu deildinni í gær þegar liðið tapaði á heimavelli sínum í Frostaskjóli gegn Selfossi, 5-3. Þó að tvær umferðir séu eftir af deildinni er KR aðeins með sjö stig og getur ekki náð liðinu í 8. sæti, Keflavík, sem er með 16 stig. Í viðtali við RÚV eftir leik sagði Rebekka það ömurlegt og leiðinlegt að fallið væri orðið staðreynd, eftir óvenjulegt sumar þar sem langar pásur og þjálfaraskipti hafi meðal annars truflað takt liðsins. Rebekka gagnrýndi jafnframt umgjörðina í kringum kvennalið KR, sem hefur rambað á milli deilda síðustu ár, en fyrr á tímabilinu var fjallað um það þegar KR var ekki með vallarklukku og vallarþul á heimaleik sínum. Í gær virðist hafa vantað mannskap til að sjá um að koma með sjúkrabörur inn á völlinn þegar Hannah Lynne Tillett meiddist. Hún lá á vellinum í nokkrar mínútur en enginn kom með börurnar og á endanum héldu liðsfélagar hennar á henni út af vellinum. „Litlu atriðin sem að mér þykir ótrúlega sárt að KR geti ekki staðið undir“ „Yfir höfuð finnst mér vanta vilja og metnað til að gera hlutina vel. Mér finnst mikið talað og lítið gert. Þetta eru allir litlu hlutirnir. Aðstæður sem við höfum hérna í KR,“ sagði Rebekka við RÚV og nefndi eitt dæmi: „Það er ekki búið að manna börur hér í dag þar sem leikmaður meiðist illa og er sárþjáð inni á vellinum og það tekur ótrúlegan tíma. Þetta eru litlu atriðin sem að mér þykir ótrúlega sárt að KR geti ekki staðið undir. Það er rosalega margt sem mér finnst að. Hugarfar og mér finnst vanta að það sé staðið við orðin að þau vilji allt fyrir okkur gera,“ sagði Rebekka. KR skipti um þjálfara snemma á tímabilinu þegar að Jóhannes Karl Sigursteinsson kaus að hætta en hann var meðal annars óánægður með að félagið skyldi ekki ganga frá því að fá félagaskipti fyrir erlenda leikmenn áður en tímabilið hófst. Christopher Harrington, annar af þjálfurunum sem tóku við af Jóhannesi Karli, talaði á sömu nótum og Rebekka eftir tapið í gær. „Ákveðnir hlutir í kringum kvennalið KR þurfa að breytast,“ sagði Harrington í viðtali við Vísi og bætti við: „Allir litlu hlutirnir, eins og í dag voru engar sjúkrabörur fyrir meiddan leikmann. Ef þetta væri karlabolti, þá væri þetta ekki vandamál. Það eru ýmsir litlir hlutir sem að í kvennabolta skipta miklu máli. Ef þú lætur konur líða eins og þær skipti máli og að þær finni fyrir virðingu þá skilar það sér á vellinum. Aðstæðurnar sem okkar stelpur eru í og miðað við það sem þær gefa á vellinum, vitandi það sem ég veit, þá er frábært að sjá það sem þær gera. Þær skora þrjú mörk á móti Selfossi. Það dugir ekki til að vinna leikinn en þær gáfu allt og að lokum finn ég til með þeim því þær eiga skilið meira frá félaginu,“ sagði Harrington.
Besta deild kvenna KR Fótbolti Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira