Með nælu frá langömmu
Hin sjö ára Karlotta prinsessa af Wales bar nælu sem í laginu eins og skeifa. Langamma hennar hafði mikla unun af hestum og gaf Karlottu næluna. Hún setti einnig upp hatt í fyrsta skipti opinberlega en hatturinn var svartur með slaufu.
Með perlufesti frá Elísabetu
Móðir hennar, Katrín prinsessa af Wales, valdi að bera perlufesti drottningarinnar. Tengdamóðir hennar, Díana prinsessa, hefur einnig borið festina. Katrín hefur áður notað hana en hún bar festina fyrst við fögnuð brúðkaupsafmælis drottningarinnar og Filippusar hertoga af Edinborg, sem fór fram árið 2017. Hún bar hana aftur í útför hertogans sem fór fram í fyrra. Perlufestin er gerð úr perlum sem japanska ríkisstjórnin gaf bresku krúnunni að gjöf.

Auk perlufestarinnar bar Katrín prinsessa eyrnalokka sem Elísabet drottning átti. Lokkana fékk drottningin upphaflega í brúðkaupsgjöf.
Hertogaynjan heiðraði einnig drottninguna
Hertogaynjan Meghan Markle valdi einnig að heiðra drottninguna, með því að bera skartgripi sem hún hafði gefið henni. Hún bar demanta og perlu eyrnalokka sem hún sást fyrst vera með þegar hún hitti drottninguna opinberlega í fyrsta skipti árið 2018.
