Kvennalið KR hafi ekki getað æft því karlaliðið var erlendis Valur Páll Eiríksson skrifar 20. september 2022 10:32 Kvennalið KR hefur verið mikið til umræðu síðustu daga þar sem stjórnendur félagsins eru sakaðir um metnaðarleysi gagnvart liðinu. Vísir/Hulda Margrét Kvennalið KR var til umræðu í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gær. Þar kom fram að liðið hafi ekki getað æft á meðan karlalið félagsins var erlendis í keppnisferð. Allir með lyklavöld að KR-heimilinu hafi verið ytra með körlunum. Töluvert hefur gustað um Knattspyrnufélag Reykjavíkur vegna meints skorts á metnaði knattspyrnudeildar félagsins fyrir kvennaliði KR sem féll um helgina úr Bestu deild kvenna. Umræðan fór á fullt eftir 5-3 tap KR fyrir Selfossi í Bestu deild kvenna á sunnudaginn en þar meiddist Hannah Tillett, leikmaður KR. Hún lá lengi á vellinum og beið eftir sjúkrabörum sem aldrei birtust og þurftu liðsfélagar hennar að bera hana af velli þar sem KR hafði ekki mannað börurnar. Fyrirliði KR, Rebekka Sverrisdóttir, gagnrýndi umgjörðina hjá liðinu eftir leik, sem og þjálfarinn Chris Harrington. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, svaraði fyrir málið í viðtali í gær þar sem hann kenndi um skorti á sjálfboðaliðum sem gerði félaginu erfitt fyrir. Þar hafi slakur árangur karla- og kvennaliðs KR í sumar sitt að segja. Erfiðlega hafi gengið að fylla í þau störf sem þurfi í kringum leiki liðsins. Hann segir þó nokkurn fjölda sjálfboðaliða hafa verið á leiknum sem um ræðir og segir ómaklegt að gagnrýna störf þeirra sem gefa vinnu sína. Umræða sem hefur varað lengi Þetta var hins vegar ekki í fyrsta sinn í sumar sem KR sætir gagnrýni vegna umgjarðar í kringum kvennaleiki þar sem vantaði vallarklukku og vallarþul í leik við Breiðablik í vor. „Þessi umræða er búin að eiga sér stað í allt sumar. En getum við sett þetta á sjálfboðaliða?“ spyr þáttastjórnandinn Helena Ólafsdóttir. „Nei. Þetta er búið að eiga sér stað miklu, miklu lengur en bara í sumar,“ segir Lilja Dögg Valþórsdóttir, fyrrum leikmaður KR. „Ég er líka KR-ingur og mér þykir þetta ofboðslega sárt. Þetta eru bara umræður sem hafa átt sér stað í miklu lengri tíma og það er eiginlega það sem manni finnst skammarlegt – að það hafi ekki verið hægt að taka á þessu fyrr,“ Klippa: Bestu mörkin: Umræða um KR Ódýrt að skella skuldinni á sjálfboðaliða „Það er svo margt sem er hægt að pikka í, í þessu ferli. Það er búið að vera að gagnrýna umgjörðina í allt sumar, svo það er ekki eins og Páll kemur inn á, að þetta endurspegli íþróttir á Íslandi í dag. Ef þetta gerði það, þá værum við ekki að tala bara um KR,“ segir fyrrum landsliðskonan Harpa Þorsteinsdóttir sem vísar þar til ummæla Páls Kristjánssonar, formanns knattspyrnudeildar KR, sem kenndi skorti á sjálfboðaliðum um stöðuna. „Í allri þessari umræðu í kringum KR finnst mér óþarflega oft verið að beina spjótum annað en heldur en þar sem ábyrgðin liggur,“ segir Harpa enn fremur. Lilja Dögg nefnir þá að umræðan um sjálfboðaliða sé á villigötum og sammælast þær þrjár um það. Gagnrýni leikmanna og þjálfara KR sé ekki beint að sjálfsboðaliðum eða skorti þar á heldur hvernig KR hagi málum tengdum kvennaliði félagsins í fótbolta. Æfing hafi fallið niður vegna þess að karlaliðið var erlendis Helena bendir þá á að flestir helstu stjórnendur KR séu allir innvinklaðir í karlalið félagsins. Það leiði af sér meiri áherslu á það lið sem hafi jafnvel haft þær afleiðingar að kvennaliðinu var ófært að æfa í sumar þegar karlalið KR fór til Póllands að keppa við Pogon Szczecin í Sambandsdeild Evrópu þann 7. júlí síðastliðinn. „Ég held að það þurfi að vera hugarfarsbreyting í Vesturbænum. Ég hef fylgst með þessu starfi lengi. Mér finnst leiðinlegt að finnast þetta en mér finnst stundum eins og kvennaboltinn sé bara fyrir. Ákveðið ykkur hvort þið ætlið að vera með þetta [kvennalið] eða ekki,“ sagði Helena. „Maður er búinn að lesa um að það að æfingar falli niður því það vanti lykla að húsinu. Ég spyr mig aðeins um stjórnarhætti þarna. Framkvæmdastjórinn er aðstoðarþjálfari [í meistaraflokki karla], yfirmaður yngri flokka er aðstoðarþjálfari í meistaraflokki karla, íþróttastjórinn er fyrirliði meistaraflokks karla. Þegar Evrópukeppnin var þá komst [kvenna] liðið ekki á æfingu af því þessir menn voru í burtu og húsvörðurinn í sumarfríi,“ spurði Helena jafnframt. Bjarni Guðjónsson er framkvæmdastjóri KR og aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki karla hjá félaginu.Vísir/Diego Helena vísar þarna til Bjarna Guðjónssonar, sem er framkvæmdastjóri og aðstoðarþjálfari karlaliðsins, Viktors Bjarka Arnarssonar, sem er yfirþjálfari yngri flokka og aðstoðarþjálfari karlaliðs KR, og Pálma Rafns Pálmasonar sem er íþróttastjóri og fyrirliði. „Þjálfarar meistaraflokks kvenna fá ekki lykil og æfingin gat ekki verið. Hvaða rugl er í gangi? Við vitum þetta öll, það eru allir búnir að vera að tala um þetta og þetta þarf bara að laga,“ segir Helena. Fleira kemur fram í umræðu þeirra um KR-liðið sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. KR Besta deild kvenna Jafnréttismál Tengdar fréttir Segir formanninum að mæta á leiki áður en hann tjáir sig Hildur Björg Kristjánsdóttir, leikmaður KR, virðist vera ósátt við ummæli Páls Kristjánssonar, formann knattspyrnudeildar KR. Hildur segir Páli að mæta á leiki KR áður en hann tjáir sig um mál liðsins. 19. september 2022 23:30 Lá sárþjáð en fékk engar börur: „Takið mig út af“ Hannah Tillett lá sárþjáð á grasinu á Meistaravöllum, heimavelli KR-inga, í tæpar fjórar mínútur í gær áður en liðsfélagar hennar héldu á henni af vellinum. Vonir standa til þess að hún hafi ekki slitið krossband í hné. 19. september 2022 11:31 Enginn með sjúkrabörurnar hjá KR í gær: „Rosalega margt sem mér finnst að“ Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR í knattspyrnu, segir vanta vilja og metnað í umgjörðina hjá félaginu. Metnaðarleysið hafi til að mynda kristallast í því þegar leikmaður meiddist í leik í gær en enginn verið viðbúinn að koma inn á með sjúkrabörur. 19. september 2022 07:58 Umfjöllun og viðtöl: KR-Selfoss 3-5 | Gestirnir felldu heimakonur KR er fallið niður í Lengjudeild eftir tap gegn Selfossi í Bestu deildinni í dag. Lokatölur í miklum marka leik 5-3 gestunum í vil. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. september 2022 17:25 Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Fleiri fréttir Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Sjá meira
Töluvert hefur gustað um Knattspyrnufélag Reykjavíkur vegna meints skorts á metnaði knattspyrnudeildar félagsins fyrir kvennaliði KR sem féll um helgina úr Bestu deild kvenna. Umræðan fór á fullt eftir 5-3 tap KR fyrir Selfossi í Bestu deild kvenna á sunnudaginn en þar meiddist Hannah Tillett, leikmaður KR. Hún lá lengi á vellinum og beið eftir sjúkrabörum sem aldrei birtust og þurftu liðsfélagar hennar að bera hana af velli þar sem KR hafði ekki mannað börurnar. Fyrirliði KR, Rebekka Sverrisdóttir, gagnrýndi umgjörðina hjá liðinu eftir leik, sem og þjálfarinn Chris Harrington. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, svaraði fyrir málið í viðtali í gær þar sem hann kenndi um skorti á sjálfboðaliðum sem gerði félaginu erfitt fyrir. Þar hafi slakur árangur karla- og kvennaliðs KR í sumar sitt að segja. Erfiðlega hafi gengið að fylla í þau störf sem þurfi í kringum leiki liðsins. Hann segir þó nokkurn fjölda sjálfboðaliða hafa verið á leiknum sem um ræðir og segir ómaklegt að gagnrýna störf þeirra sem gefa vinnu sína. Umræða sem hefur varað lengi Þetta var hins vegar ekki í fyrsta sinn í sumar sem KR sætir gagnrýni vegna umgjarðar í kringum kvennaleiki þar sem vantaði vallarklukku og vallarþul í leik við Breiðablik í vor. „Þessi umræða er búin að eiga sér stað í allt sumar. En getum við sett þetta á sjálfboðaliða?“ spyr þáttastjórnandinn Helena Ólafsdóttir. „Nei. Þetta er búið að eiga sér stað miklu, miklu lengur en bara í sumar,“ segir Lilja Dögg Valþórsdóttir, fyrrum leikmaður KR. „Ég er líka KR-ingur og mér þykir þetta ofboðslega sárt. Þetta eru bara umræður sem hafa átt sér stað í miklu lengri tíma og það er eiginlega það sem manni finnst skammarlegt – að það hafi ekki verið hægt að taka á þessu fyrr,“ Klippa: Bestu mörkin: Umræða um KR Ódýrt að skella skuldinni á sjálfboðaliða „Það er svo margt sem er hægt að pikka í, í þessu ferli. Það er búið að vera að gagnrýna umgjörðina í allt sumar, svo það er ekki eins og Páll kemur inn á, að þetta endurspegli íþróttir á Íslandi í dag. Ef þetta gerði það, þá værum við ekki að tala bara um KR,“ segir fyrrum landsliðskonan Harpa Þorsteinsdóttir sem vísar þar til ummæla Páls Kristjánssonar, formanns knattspyrnudeildar KR, sem kenndi skorti á sjálfboðaliðum um stöðuna. „Í allri þessari umræðu í kringum KR finnst mér óþarflega oft verið að beina spjótum annað en heldur en þar sem ábyrgðin liggur,“ segir Harpa enn fremur. Lilja Dögg nefnir þá að umræðan um sjálfboðaliða sé á villigötum og sammælast þær þrjár um það. Gagnrýni leikmanna og þjálfara KR sé ekki beint að sjálfsboðaliðum eða skorti þar á heldur hvernig KR hagi málum tengdum kvennaliði félagsins í fótbolta. Æfing hafi fallið niður vegna þess að karlaliðið var erlendis Helena bendir þá á að flestir helstu stjórnendur KR séu allir innvinklaðir í karlalið félagsins. Það leiði af sér meiri áherslu á það lið sem hafi jafnvel haft þær afleiðingar að kvennaliðinu var ófært að æfa í sumar þegar karlalið KR fór til Póllands að keppa við Pogon Szczecin í Sambandsdeild Evrópu þann 7. júlí síðastliðinn. „Ég held að það þurfi að vera hugarfarsbreyting í Vesturbænum. Ég hef fylgst með þessu starfi lengi. Mér finnst leiðinlegt að finnast þetta en mér finnst stundum eins og kvennaboltinn sé bara fyrir. Ákveðið ykkur hvort þið ætlið að vera með þetta [kvennalið] eða ekki,“ sagði Helena. „Maður er búinn að lesa um að það að æfingar falli niður því það vanti lykla að húsinu. Ég spyr mig aðeins um stjórnarhætti þarna. Framkvæmdastjórinn er aðstoðarþjálfari [í meistaraflokki karla], yfirmaður yngri flokka er aðstoðarþjálfari í meistaraflokki karla, íþróttastjórinn er fyrirliði meistaraflokks karla. Þegar Evrópukeppnin var þá komst [kvenna] liðið ekki á æfingu af því þessir menn voru í burtu og húsvörðurinn í sumarfríi,“ spurði Helena jafnframt. Bjarni Guðjónsson er framkvæmdastjóri KR og aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki karla hjá félaginu.Vísir/Diego Helena vísar þarna til Bjarna Guðjónssonar, sem er framkvæmdastjóri og aðstoðarþjálfari karlaliðsins, Viktors Bjarka Arnarssonar, sem er yfirþjálfari yngri flokka og aðstoðarþjálfari karlaliðs KR, og Pálma Rafns Pálmasonar sem er íþróttastjóri og fyrirliði. „Þjálfarar meistaraflokks kvenna fá ekki lykil og æfingin gat ekki verið. Hvaða rugl er í gangi? Við vitum þetta öll, það eru allir búnir að vera að tala um þetta og þetta þarf bara að laga,“ segir Helena. Fleira kemur fram í umræðu þeirra um KR-liðið sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
KR Besta deild kvenna Jafnréttismál Tengdar fréttir Segir formanninum að mæta á leiki áður en hann tjáir sig Hildur Björg Kristjánsdóttir, leikmaður KR, virðist vera ósátt við ummæli Páls Kristjánssonar, formann knattspyrnudeildar KR. Hildur segir Páli að mæta á leiki KR áður en hann tjáir sig um mál liðsins. 19. september 2022 23:30 Lá sárþjáð en fékk engar börur: „Takið mig út af“ Hannah Tillett lá sárþjáð á grasinu á Meistaravöllum, heimavelli KR-inga, í tæpar fjórar mínútur í gær áður en liðsfélagar hennar héldu á henni af vellinum. Vonir standa til þess að hún hafi ekki slitið krossband í hné. 19. september 2022 11:31 Enginn með sjúkrabörurnar hjá KR í gær: „Rosalega margt sem mér finnst að“ Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR í knattspyrnu, segir vanta vilja og metnað í umgjörðina hjá félaginu. Metnaðarleysið hafi til að mynda kristallast í því þegar leikmaður meiddist í leik í gær en enginn verið viðbúinn að koma inn á með sjúkrabörur. 19. september 2022 07:58 Umfjöllun og viðtöl: KR-Selfoss 3-5 | Gestirnir felldu heimakonur KR er fallið niður í Lengjudeild eftir tap gegn Selfossi í Bestu deildinni í dag. Lokatölur í miklum marka leik 5-3 gestunum í vil. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. september 2022 17:25 Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Fleiri fréttir Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Sjá meira
Segir formanninum að mæta á leiki áður en hann tjáir sig Hildur Björg Kristjánsdóttir, leikmaður KR, virðist vera ósátt við ummæli Páls Kristjánssonar, formann knattspyrnudeildar KR. Hildur segir Páli að mæta á leiki KR áður en hann tjáir sig um mál liðsins. 19. september 2022 23:30
Lá sárþjáð en fékk engar börur: „Takið mig út af“ Hannah Tillett lá sárþjáð á grasinu á Meistaravöllum, heimavelli KR-inga, í tæpar fjórar mínútur í gær áður en liðsfélagar hennar héldu á henni af vellinum. Vonir standa til þess að hún hafi ekki slitið krossband í hné. 19. september 2022 11:31
Enginn með sjúkrabörurnar hjá KR í gær: „Rosalega margt sem mér finnst að“ Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR í knattspyrnu, segir vanta vilja og metnað í umgjörðina hjá félaginu. Metnaðarleysið hafi til að mynda kristallast í því þegar leikmaður meiddist í leik í gær en enginn verið viðbúinn að koma inn á með sjúkrabörur. 19. september 2022 07:58
Umfjöllun og viðtöl: KR-Selfoss 3-5 | Gestirnir felldu heimakonur KR er fallið niður í Lengjudeild eftir tap gegn Selfossi í Bestu deildinni í dag. Lokatölur í miklum marka leik 5-3 gestunum í vil. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. september 2022 17:25
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn