Krefst þess ekki að „allir hafi upplifað allt sem þeir segja á sviðinu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. september 2022 20:00 Sviðshöfundur með fötlun telur að sleppa hefði átt umdeildri persónu í nýjasta stórsöngleik Þjóðleikhússins. Þá sé leikaravalið ekki stóra málið, heldur hvernig fatlað fólk sé ítrekað smættað niður í staðalímyndir. Söngleikurinn Sem á himni var frumsýndur hér í Þjóðleikhúsinu á föstudag, hugljúf saga sem hverfist um kórstarf í smábæ, en hefur óvænt hrundið af stað áleitinni umræðu um fötlunarfordóma. Allt hófst þetta með óvæginni gagnrýni Nínu Hjálmarsdóttur í Víðsjá á Rás 1, sem fötlunaraktivistar og fleiri hafa tekið undir. Nína fann einkum einni persónu sýningarinnar allt til foráttu; Dodda. Þar væri um að ræða svokallað „cripface“, þegar ófötluð manneskja leikur fatlaða manneskju. Neikvæðar staðalímyndir í forgrunni. Af hverju fann leikhúsið ekki fatlaðan leikara til að túlka Dodda? spurði Nína. Og inntur eftir þessu sama segir Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri raunar allt opið þegar kemur að ráðningum leikara. En: „Við gerum ekki þá kröfu að allir hafi upplifað allt sem þeir segja á sviðinu heldur hafa þeir hæfni til að setja sig í spor annarra og miðla því á sem árangursríkastan hátt, til þess að sagan skili sér og hafi tilætluð áhrif.“ Edda Björgvinsdóttir leikkona, sem fer með hlutverk í téðri sýningu, stígur skrefinu lengra á Facebook. Spyr hvort menntun skipti engu. „Það sem við erum að gera á Sólheimum er samt áhugamennska í leiklist. Ekki atvinnumennska,“ skrifar Edda. Fagnar allri umræðu Og Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir sviðshöfundur, sem einnig er með fötlun, bendir á að fatlaðir leikarar með tilskilda menntun séu einmitt af skornum skammti. Þá er hún ekki endilega á því að æskilegt væri að fá fatlaðan leikara í verkið. „En miðað við hvernig fatlað fólk birtist í verkinu þá held ég að það hefði kannski verið betra að sleppa þessari persónu, miðað við tímana í dag. Ég sá myndina 2004, þá sló mig hvernig þessi fatlaði einstaklingur birtist, sem barn að eilífu. Og spurningin er, af hverju er hann hafður í myndinni? Til þess að þjóna hvaða hlutverki?“ segir Kolbrún. „Þjóðleikhúsið þarf að geta tekið gagnrýni og ég skil alveg af hverju hún spyr: Hvernig gat þetta gerst og af hverju er þetta svona.“ En finnst Þjóðleikhússtjóra gagnrýnin sanngjörn? „Ég bara fagna allri umræðu og það er öllum frjálst að hafa sínar skoðanir á öllu sem við erum að gera hér. Og við bara fögnum því að það sé til umræðu,“ segir Magnús Geir. Mannréttindi Málefni fatlaðs fólks Leikhús Menning Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira
Söngleikurinn Sem á himni var frumsýndur hér í Þjóðleikhúsinu á föstudag, hugljúf saga sem hverfist um kórstarf í smábæ, en hefur óvænt hrundið af stað áleitinni umræðu um fötlunarfordóma. Allt hófst þetta með óvæginni gagnrýni Nínu Hjálmarsdóttur í Víðsjá á Rás 1, sem fötlunaraktivistar og fleiri hafa tekið undir. Nína fann einkum einni persónu sýningarinnar allt til foráttu; Dodda. Þar væri um að ræða svokallað „cripface“, þegar ófötluð manneskja leikur fatlaða manneskju. Neikvæðar staðalímyndir í forgrunni. Af hverju fann leikhúsið ekki fatlaðan leikara til að túlka Dodda? spurði Nína. Og inntur eftir þessu sama segir Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri raunar allt opið þegar kemur að ráðningum leikara. En: „Við gerum ekki þá kröfu að allir hafi upplifað allt sem þeir segja á sviðinu heldur hafa þeir hæfni til að setja sig í spor annarra og miðla því á sem árangursríkastan hátt, til þess að sagan skili sér og hafi tilætluð áhrif.“ Edda Björgvinsdóttir leikkona, sem fer með hlutverk í téðri sýningu, stígur skrefinu lengra á Facebook. Spyr hvort menntun skipti engu. „Það sem við erum að gera á Sólheimum er samt áhugamennska í leiklist. Ekki atvinnumennska,“ skrifar Edda. Fagnar allri umræðu Og Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir sviðshöfundur, sem einnig er með fötlun, bendir á að fatlaðir leikarar með tilskilda menntun séu einmitt af skornum skammti. Þá er hún ekki endilega á því að æskilegt væri að fá fatlaðan leikara í verkið. „En miðað við hvernig fatlað fólk birtist í verkinu þá held ég að það hefði kannski verið betra að sleppa þessari persónu, miðað við tímana í dag. Ég sá myndina 2004, þá sló mig hvernig þessi fatlaði einstaklingur birtist, sem barn að eilífu. Og spurningin er, af hverju er hann hafður í myndinni? Til þess að þjóna hvaða hlutverki?“ segir Kolbrún. „Þjóðleikhúsið þarf að geta tekið gagnrýni og ég skil alveg af hverju hún spyr: Hvernig gat þetta gerst og af hverju er þetta svona.“ En finnst Þjóðleikhússtjóra gagnrýnin sanngjörn? „Ég bara fagna allri umræðu og það er öllum frjálst að hafa sínar skoðanir á öllu sem við erum að gera hér. Og við bara fögnum því að það sé til umræðu,“ segir Magnús Geir.
Mannréttindi Málefni fatlaðs fólks Leikhús Menning Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira