Ríki ESB fleygja rúmlega 150 milljónum tonna af mat á ári Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 24. september 2022 14:30 GettyImages Ríki Evrópusambandsins sóa meiri mat en þau flytja inn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu umhverfissamtakanna Feedback EU. Stefnt er að því að draga úr matarsóun um helming á næstu 8 árum. Um það bil 153 milljónir tonna af mat enda öskuhaugunum á ári hverju í ríkjum Evrópusambandsins. Það er 15 milljónum tonnum meira en ríkin 27 flytja inn frá öðrum löndum. Þá endar helmingurinn af öllu hveiti sem flutt er inn frá Úkraínu í ruslinu. Nauðsynlegt að minnka matarsóun um a.m.k. 50% Frank Mechielsen, forstjóri Feedback EU, segir í samtali við breska blaðið Guardian, að það sé ekkert minna en hneyksli að á sama tíma og verð matvæla hækki í öllum löndum Evrópu og verðbólgan fari með himinskautum, þá séu ríki Evrópu að fleygja svona miklum mat. Evrópusambandið þurfi að setja sér að markmiði að draga úr matarsóun um helming fram til ársins 2030. Þetta sé einnig nauðsynlegt til bæta matvælaöryggi, en ekki síður til að stemma stigu við loftslagsbreytingum. Verð á matvöru hækkar mikið og hratt Samkvæmt tölum fra Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, hefur matvara hækkað um 8% á heimsvísu á síðustu 12 mánuðum. Abdolreza Abbassian, fyrrverandi hagfræðingur FAO, segir ljóst að tími ódýrrar matvöru sé liðinn og að matvara verði áfram dýr og enn dýrari, líka eftir að stríði Rússlands og Úkraínu ljúki. Margir þættir spili þar inn í, segir Abbassian, orkukreppan, skortur á áburði fyrir ræktarland, óvissuástand mjög víða í heiminum sem leiði af sér óöryggi í vöruflutningum, svo ekki sé minnst á loftslagsbreytingarnar. Ódýrara að fleygja mat en auka skilvirkni Olivier De Schutter, sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í fátækt og mannréttindum, segir að landbúnaðurinn sé uppbyggður með þeim ósköpum að það sé í raun ódýrara að fleygja mat en að auka skilvirkni í landbúnaði. „Á báðum endum fæðukeðjunnar er dýrt að draga úr matarsóun og það er hagstætt að selja fólki meiri mat en það hefur þörf fyrir,“ segir De Schutter. Þá sé fyrirkomulagið um síðasta söludag á matvælum hannað með það fyrir augum að fólk kaupi í raun alltaf meira en það hafi þörf fyrir. Lítið þokast í rétta átt Evrópusambandið hyggst leggja fram tillögu og áætlun um að draga úr matvælasóun um 50% fram til ársins 2030. Talsmaður þess bendir á að öll aðildarríki ESB hafi skuldbundið sig til að gera slíkt hið sama þegar heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna voru samþykkt fyrir tæpum áratug. Þrátt fyrir þær skuldbindingar hafi lítið sem ekkert þokast í rétta átt. Matur Evrópusambandið Matvælaframleiðsla Umhverfismál Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira
Um það bil 153 milljónir tonna af mat enda öskuhaugunum á ári hverju í ríkjum Evrópusambandsins. Það er 15 milljónum tonnum meira en ríkin 27 flytja inn frá öðrum löndum. Þá endar helmingurinn af öllu hveiti sem flutt er inn frá Úkraínu í ruslinu. Nauðsynlegt að minnka matarsóun um a.m.k. 50% Frank Mechielsen, forstjóri Feedback EU, segir í samtali við breska blaðið Guardian, að það sé ekkert minna en hneyksli að á sama tíma og verð matvæla hækki í öllum löndum Evrópu og verðbólgan fari með himinskautum, þá séu ríki Evrópu að fleygja svona miklum mat. Evrópusambandið þurfi að setja sér að markmiði að draga úr matarsóun um helming fram til ársins 2030. Þetta sé einnig nauðsynlegt til bæta matvælaöryggi, en ekki síður til að stemma stigu við loftslagsbreytingum. Verð á matvöru hækkar mikið og hratt Samkvæmt tölum fra Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, hefur matvara hækkað um 8% á heimsvísu á síðustu 12 mánuðum. Abdolreza Abbassian, fyrrverandi hagfræðingur FAO, segir ljóst að tími ódýrrar matvöru sé liðinn og að matvara verði áfram dýr og enn dýrari, líka eftir að stríði Rússlands og Úkraínu ljúki. Margir þættir spili þar inn í, segir Abbassian, orkukreppan, skortur á áburði fyrir ræktarland, óvissuástand mjög víða í heiminum sem leiði af sér óöryggi í vöruflutningum, svo ekki sé minnst á loftslagsbreytingarnar. Ódýrara að fleygja mat en auka skilvirkni Olivier De Schutter, sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í fátækt og mannréttindum, segir að landbúnaðurinn sé uppbyggður með þeim ósköpum að það sé í raun ódýrara að fleygja mat en að auka skilvirkni í landbúnaði. „Á báðum endum fæðukeðjunnar er dýrt að draga úr matarsóun og það er hagstætt að selja fólki meiri mat en það hefur þörf fyrir,“ segir De Schutter. Þá sé fyrirkomulagið um síðasta söludag á matvælum hannað með það fyrir augum að fólk kaupi í raun alltaf meira en það hafi þörf fyrir. Lítið þokast í rétta átt Evrópusambandið hyggst leggja fram tillögu og áætlun um að draga úr matvælasóun um 50% fram til ársins 2030. Talsmaður þess bendir á að öll aðildarríki ESB hafi skuldbundið sig til að gera slíkt hið sama þegar heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna voru samþykkt fyrir tæpum áratug. Þrátt fyrir þær skuldbindingar hafi lítið sem ekkert þokast í rétta átt.
Matur Evrópusambandið Matvælaframleiðsla Umhverfismál Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira