Löng biðröð er sögð hafa myndast við landamæri Rússlands eftir herkvaðninguna en karlmenn voru sagðir hræddir um það landamærin myndu loka og þeir ekki ná yfir þau í tæka tíð. Einhverjir hefðu beðið í bílum sínum við landamæri Rússlands og Georgíu í meira en sólarhring. Aðrir hefðu gripið til þess að koma sér yfir landamærin á reiðhjólum eða rafskútum.
Samkvæmt fréttaveitunni RIA, sem er í eigu rússneska ríkisins hefur forsetinn undirritað lagabreytingu sem geti meðal annars haft í för með sér að þeir sem flýi land vegna herkvaðningarinnar muni eiga yfir höfði sér fangelsisdóm.
Fimm til tíu ára fangelsisdómur geti fylgt því að flýja herkvaðninguna og fyrir liðhlaup.
Also just signed into law:
— Francis Scarr (@francis_scarr) September 24, 2022
- Up to 10 yrs for refusing to fight
- Up to 10 yrs for desertion
- Up to 15 yrs for pillage
- Up to 10 yrs for failing to meet state defence order contracts pic.twitter.com/f44ZbBMDWB