Passar inn í Fléttulínuna
Slaufan passar inn í Fléttulínuna sem hefur verið vinsæl hjá OrriFinn í gegnum árin. Hún er úr bronsi og skreytt bleikri perlu. Slagorð átaksins í ár er: Sýnum lit.
„Það var algjör hugljómun að vinna Bleiku slaufuna eins og hún væri hluti af Fléttu skartgripalínunni okkar. Merking Fléttu talar tungumál Bleiku slaufunnar fullkomlega, hún stendur fyrir umhyggju og vináttu," segir Helga.

Helga er sjálf með BRCA genið og stendur málstaðurinn henni því nærri. Að vera með genið eykur líkur á krabbameini.
Hér að neðan má sjá myndband þar sem Orri og Helga lýsa sköpunarferlinu á bak við slaufuna.
Fjöldi fyrirtækja styður við málefnið
Fjöldi fyrirtækja býður upp á að kaupa varning þar sem hluti eða allur ágóði sölunnar rennur til Krabbameinsfélagsins. Þar má nefna Blush, Urð, Misty, Hagkaup og Blómaval sem ræktar fagurbleika októberstjörnu sérstaklega til styrktar átaksins.
Bleiki dagurinn fer fram 14. október og þá eru einstaklingar hvattir til þess að sýna lit, klæðast bleiku, bera slaufuna og sýna samstöðu.

Um þriðjungur Íslendinga fær krabbamein á lífsleiðinni
Einn af hverjum þremur Íslendingum má búast við að greinast með krabbamein á lífsleiðinni og árlega greinist að meðaltali 871 konur og 299 konur falla frá. Ár hvert bjarga skimanir fyrir krabbameini í leghálsi og brjóstum lífi fjölda kvenna. Því fyrr sem krabbamein eða forstig þess greinist því betri eru horfurnar.
Hér er hægt að nálgast kennslumyndband og leiðbeiningar um brjóstaþreifingu.