Voru trúlofuð í leyni þegar hann barnaði aðra konu Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 30. september 2022 14:00 Tristan Thompson og Khloé Kardashian voru trúlofuð þegar Tristan barnaði aðra konu á síðasta ári. GETTY/JOSEPH OKPAKO/ RB/BAUER-GRIFFIN Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian var trúlofuð barnsföður sínum Tristan Thompson án þess að nokkur vissi. Parið var trúlofað í níu mánuði áður en kom í ljós að Tristan hefði eignast barn eftir framhjáhald með annarri konu. Í nýjasta þætti af raunveruleikaþáttunum The Kardashians kom fram að Khloé hefði hafnað bónorði frá Tristan. Hún sagðist ekki hafa getað sagt já við bónorðinu, þar sem hún vilji geta borið trúlofunarhringinn með stolti en ekki skömm. Þetta bónorð átti sér stað í desember árið 2019 eftir að mikið hafði gengið á í sambandinu. Khloé og Tristan eignuðust dótturina True árið 2018. Nokkrum dögum fyrir fæðinguna hafði komið í ljós að Tristan hafði haldið framhjá Khloé á meðan hún var ólétt. Náðu aftur saman eftir framhjáhaldið Þeim tókst þó að vinna úr framhjáhaldinu og náðu þau aftur saman. Khloé virðist þó ekki hafa verið tilbúin til þess að trúlofast honum vegna alls sem gengið hefði á. Nú hefur tímaritið People greint frá því að Khloé og Tristan hafi svo trúlofað sig í laumi í febrúar árið 2021, eða rúmu ári eftir að Khloé hafnaði fyrsta bónorðinu. Eins og sjá mátti í fyrstu þáttaröð af The Kardashians voru Khloé og Tristan að vinna úr sínum málum og virtist sambandið ganga vel. Ákváðu þau að reyna að eignast annað barn saman með aðstoð staðgöngumóður. Sleit trúlofuninni eftir enn eitt framhjáhaldið Nokkrum dögum eftir að þau komust að því að þau ættu von á barni, komst Khloé að því að Tristan einnig ætti von á barni með annarri konu. Hann hafði haldið framhjá Khloé fljótlega eftir að þau trúlofuðust. Hjákona Tristans fæddi dreng í desember árið 2021. Þegar faðernispróf staðfesti að Tristan væri í raun faðirinn virðist Khloé hafa slitið leynilegu trúlofuninni. Khloé og Tristan eru ekki saman í dag. Þau eignuðust þó son saman í júlí á þessu ári með aðstoð staðgöngumóður. Hollywood Tengdar fréttir Khloé hafnaði bónorði Tristans Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian segist hafa hafnað bónorði frá barnsföður sínum Tristan Thompson. Hún segist ekki hafa getað sagt já við spurningunni á þeim tímapunkti þar sem hún vilji vera stolt af slíkum tíðindum. 29. september 2022 15:30 Khloé Kardashian sýndi frá fæðingu sonarins Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian deildi fæðingu sonar síns með áhorfendum þáttanna The Kardashians. Soninn eignaðist hún með aðstoð staðgöngumóður. Barnsfaðir hennar Tristan Thompson fékk að koma og hitta nýfædda soninn þrátt fyrir allt sem gengið hefur á þeirra á milli. 23. september 2022 12:30 Tristan viðurkennir að hafa feðrað barn framhjá Khloé Körfuboltamaðurinn Tristan Thompson hefur beðið Khloé Kardashian, fyrrverandi kærustu sína og barnsmóður, afsökunar eftir að hafa feðrað barn með annarri konu á meðan þau voru enn í sambandi. 4. janúar 2022 15:07 Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira
Í nýjasta þætti af raunveruleikaþáttunum The Kardashians kom fram að Khloé hefði hafnað bónorði frá Tristan. Hún sagðist ekki hafa getað sagt já við bónorðinu, þar sem hún vilji geta borið trúlofunarhringinn með stolti en ekki skömm. Þetta bónorð átti sér stað í desember árið 2019 eftir að mikið hafði gengið á í sambandinu. Khloé og Tristan eignuðust dótturina True árið 2018. Nokkrum dögum fyrir fæðinguna hafði komið í ljós að Tristan hafði haldið framhjá Khloé á meðan hún var ólétt. Náðu aftur saman eftir framhjáhaldið Þeim tókst þó að vinna úr framhjáhaldinu og náðu þau aftur saman. Khloé virðist þó ekki hafa verið tilbúin til þess að trúlofast honum vegna alls sem gengið hefði á. Nú hefur tímaritið People greint frá því að Khloé og Tristan hafi svo trúlofað sig í laumi í febrúar árið 2021, eða rúmu ári eftir að Khloé hafnaði fyrsta bónorðinu. Eins og sjá mátti í fyrstu þáttaröð af The Kardashians voru Khloé og Tristan að vinna úr sínum málum og virtist sambandið ganga vel. Ákváðu þau að reyna að eignast annað barn saman með aðstoð staðgöngumóður. Sleit trúlofuninni eftir enn eitt framhjáhaldið Nokkrum dögum eftir að þau komust að því að þau ættu von á barni, komst Khloé að því að Tristan einnig ætti von á barni með annarri konu. Hann hafði haldið framhjá Khloé fljótlega eftir að þau trúlofuðust. Hjákona Tristans fæddi dreng í desember árið 2021. Þegar faðernispróf staðfesti að Tristan væri í raun faðirinn virðist Khloé hafa slitið leynilegu trúlofuninni. Khloé og Tristan eru ekki saman í dag. Þau eignuðust þó son saman í júlí á þessu ári með aðstoð staðgöngumóður.
Hollywood Tengdar fréttir Khloé hafnaði bónorði Tristans Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian segist hafa hafnað bónorði frá barnsföður sínum Tristan Thompson. Hún segist ekki hafa getað sagt já við spurningunni á þeim tímapunkti þar sem hún vilji vera stolt af slíkum tíðindum. 29. september 2022 15:30 Khloé Kardashian sýndi frá fæðingu sonarins Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian deildi fæðingu sonar síns með áhorfendum þáttanna The Kardashians. Soninn eignaðist hún með aðstoð staðgöngumóður. Barnsfaðir hennar Tristan Thompson fékk að koma og hitta nýfædda soninn þrátt fyrir allt sem gengið hefur á þeirra á milli. 23. september 2022 12:30 Tristan viðurkennir að hafa feðrað barn framhjá Khloé Körfuboltamaðurinn Tristan Thompson hefur beðið Khloé Kardashian, fyrrverandi kærustu sína og barnsmóður, afsökunar eftir að hafa feðrað barn með annarri konu á meðan þau voru enn í sambandi. 4. janúar 2022 15:07 Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira
Khloé hafnaði bónorði Tristans Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian segist hafa hafnað bónorði frá barnsföður sínum Tristan Thompson. Hún segist ekki hafa getað sagt já við spurningunni á þeim tímapunkti þar sem hún vilji vera stolt af slíkum tíðindum. 29. september 2022 15:30
Khloé Kardashian sýndi frá fæðingu sonarins Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian deildi fæðingu sonar síns með áhorfendum þáttanna The Kardashians. Soninn eignaðist hún með aðstoð staðgöngumóður. Barnsfaðir hennar Tristan Thompson fékk að koma og hitta nýfædda soninn þrátt fyrir allt sem gengið hefur á þeirra á milli. 23. september 2022 12:30
Tristan viðurkennir að hafa feðrað barn framhjá Khloé Körfuboltamaðurinn Tristan Thompson hefur beðið Khloé Kardashian, fyrrverandi kærustu sína og barnsmóður, afsökunar eftir að hafa feðrað barn með annarri konu á meðan þau voru enn í sambandi. 4. janúar 2022 15:07