Hver vitleysan rekur aðra Hildur Björnsdóttir skrifar 4. október 2022 11:01 Starfsemi grunnskóla og leikskóla í Reykjavík er víða í uppnámi. Áralöng vanræksla innviða og innantóm fyrirheit um hvers kyns endurbætur skilja fjölskyldur eftir í þröngri stöðu. Leikskólastarf í uppnámi Á dögunum bárust fregnir af því að flytja þyrfti alla starfsemi leikskólans Grandaborgar á aðra leikskóla. Í ljós hafði komið að skólplögn undir húsinu hafði farið í sundur, með þeim afleiðingum að mengun barst í jarðveg. Kanna þarf hvort skólpmengun gæti hafa borist í loftræstikerfi hússins og skapað óheilnæmt umhverfi fyrir börn og starfsfólk. Einungis örfáum vikum fyrr hafði skólastarf í Grandaborg þegar orðið fyrir töluverðu raski vegna myglu sem upp kom í húsnæðinu. Ekki er langt síðan skólastarf komst í uppnám á leikskólunum Vesturborg og Ægisborg – sem tilheyra sama borgarhverfi – af sömu ástæðu. Athygli vekur að heildarúttekt á skólahúsnæði borgarinnar, sem framkvæmd var síðastliðið haust, leiddi ekki í ljós fyrirliggjandi skemmdir – og vekur upp spurningar um áreiðanleika úttektarinnar. Leikskólavandinn snýr nefnilega ekki aðeins að skorti á leikskólarýmum, heldur jafnframt áralöngu viðhaldsleysi. Til að kóróna vitleysuna - og fullkomna afneitun borgarstjóra á fyrirliggjandi vanda - veitti borgin sjálfri sér verðlaun á dögunum fyrir hálfkláraðar endurbætur á húsnæði sem nú hýsir leikskólann Brákaborg. Viðbrögð starfsmanna létu ekki á sér standa. Þarna var borgarstjóri að verðlauna sjálfan sig fyrir ófullnægjandi verk - á leikskóla sem ekki hefur verið fullkláraður og starfar nú við óviðunandi skilyrði. Skilyrði sem hvorki geta talist viðunandi fyrir börn né starfsfólk. Grunnskólastarf í uppnámi Melaskóli náði hámarksafkastagetu fyrir fjölmörgum árum og kosningar eftir kosningar lofa fulltrúar meirihlutans bót og betrun. Á liðnu kjörtímabili skilaði stýrihópur niðurstöðu forgangsröðunar vegna viðbygginga og endurbóta á skólahúsnæði í Reykjavík. Af fjórum verkefnum sem röðuðust í fyrsta forgang voru tveir skólar í Vesturbæ - Melaskóli og Hagaskóli - auk Réttarholtsskóla og skólanna í Laugardal. Nemendur og starfsfólk Hagaskóla hafa verið á vergangi vegna myglu sem upp kom í húsnæðinu. Tveir árgangar voru fluttir í Ármúla meðan viðgerðir standa yfir en á dögunum var þó ákveðið að senda einn árgang í Korpuskóla í Grafarvogi, vegna óviðunandi brunavarna í Ármúlanum. Hver vitleysan rekur aðra. Vandamálin eru víða og sannarlega ekki aðeins í Vesturbæ. Laugardalur glímir við erfiða stöðu vegna plássleysis. Skólastarf í Vogaskóla er nú í uppnámi vegna myglu. Öll þekkjum við vandræðaganginn úr Fossvogsskóla. Skólastarf var lagt niður í Staðarhverfi. Mygla hefur komið upp í skólum víða um borg og komið óviðunandi uppnámi á skólastarf. Gerum betur Starfsfólk grunnskóla og leikskóla borgarinnar á þakklæti og hrós skilið fyrir að starfa undir krefjandi aðstæðum við erfið skilyrði. Áralöng uppsöfnuð viðhaldsþörf á skólahúsnæði borgarinnar virðist nú hafa komið skólastarfi í uppnám víða um borg. Þúsundir barna fá ekki þann aðgang að menntun sem þau eiga rétt til. Á borgarstjórnarfundi í dag hefur Sjálfstæðisflokkur sett skóla- og íþróttamál í Vesturbæ á dagskrá. Áður höfum við fjallað um stöðuna í Laugardal – og munum á komandi mánuðum taka stöðuna innan sérhvers borgarhverfis. Málaflokkinn þarf að setja í forgang, því öll viljum við tryggja börnum í borginni aðgang að heilnæmu skólahúsnæði og framsæknu skólastarfi. Við getum gert betur. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Starfsemi grunnskóla og leikskóla í Reykjavík er víða í uppnámi. Áralöng vanræksla innviða og innantóm fyrirheit um hvers kyns endurbætur skilja fjölskyldur eftir í þröngri stöðu. Leikskólastarf í uppnámi Á dögunum bárust fregnir af því að flytja þyrfti alla starfsemi leikskólans Grandaborgar á aðra leikskóla. Í ljós hafði komið að skólplögn undir húsinu hafði farið í sundur, með þeim afleiðingum að mengun barst í jarðveg. Kanna þarf hvort skólpmengun gæti hafa borist í loftræstikerfi hússins og skapað óheilnæmt umhverfi fyrir börn og starfsfólk. Einungis örfáum vikum fyrr hafði skólastarf í Grandaborg þegar orðið fyrir töluverðu raski vegna myglu sem upp kom í húsnæðinu. Ekki er langt síðan skólastarf komst í uppnám á leikskólunum Vesturborg og Ægisborg – sem tilheyra sama borgarhverfi – af sömu ástæðu. Athygli vekur að heildarúttekt á skólahúsnæði borgarinnar, sem framkvæmd var síðastliðið haust, leiddi ekki í ljós fyrirliggjandi skemmdir – og vekur upp spurningar um áreiðanleika úttektarinnar. Leikskólavandinn snýr nefnilega ekki aðeins að skorti á leikskólarýmum, heldur jafnframt áralöngu viðhaldsleysi. Til að kóróna vitleysuna - og fullkomna afneitun borgarstjóra á fyrirliggjandi vanda - veitti borgin sjálfri sér verðlaun á dögunum fyrir hálfkláraðar endurbætur á húsnæði sem nú hýsir leikskólann Brákaborg. Viðbrögð starfsmanna létu ekki á sér standa. Þarna var borgarstjóri að verðlauna sjálfan sig fyrir ófullnægjandi verk - á leikskóla sem ekki hefur verið fullkláraður og starfar nú við óviðunandi skilyrði. Skilyrði sem hvorki geta talist viðunandi fyrir börn né starfsfólk. Grunnskólastarf í uppnámi Melaskóli náði hámarksafkastagetu fyrir fjölmörgum árum og kosningar eftir kosningar lofa fulltrúar meirihlutans bót og betrun. Á liðnu kjörtímabili skilaði stýrihópur niðurstöðu forgangsröðunar vegna viðbygginga og endurbóta á skólahúsnæði í Reykjavík. Af fjórum verkefnum sem röðuðust í fyrsta forgang voru tveir skólar í Vesturbæ - Melaskóli og Hagaskóli - auk Réttarholtsskóla og skólanna í Laugardal. Nemendur og starfsfólk Hagaskóla hafa verið á vergangi vegna myglu sem upp kom í húsnæðinu. Tveir árgangar voru fluttir í Ármúla meðan viðgerðir standa yfir en á dögunum var þó ákveðið að senda einn árgang í Korpuskóla í Grafarvogi, vegna óviðunandi brunavarna í Ármúlanum. Hver vitleysan rekur aðra. Vandamálin eru víða og sannarlega ekki aðeins í Vesturbæ. Laugardalur glímir við erfiða stöðu vegna plássleysis. Skólastarf í Vogaskóla er nú í uppnámi vegna myglu. Öll þekkjum við vandræðaganginn úr Fossvogsskóla. Skólastarf var lagt niður í Staðarhverfi. Mygla hefur komið upp í skólum víða um borg og komið óviðunandi uppnámi á skólastarf. Gerum betur Starfsfólk grunnskóla og leikskóla borgarinnar á þakklæti og hrós skilið fyrir að starfa undir krefjandi aðstæðum við erfið skilyrði. Áralöng uppsöfnuð viðhaldsþörf á skólahúsnæði borgarinnar virðist nú hafa komið skólastarfi í uppnám víða um borg. Þúsundir barna fá ekki þann aðgang að menntun sem þau eiga rétt til. Á borgarstjórnarfundi í dag hefur Sjálfstæðisflokkur sett skóla- og íþróttamál í Vesturbæ á dagskrá. Áður höfum við fjallað um stöðuna í Laugardal – og munum á komandi mánuðum taka stöðuna innan sérhvers borgarhverfis. Málaflokkinn þarf að setja í forgang, því öll viljum við tryggja börnum í borginni aðgang að heilnæmu skólahúsnæði og framsæknu skólastarfi. Við getum gert betur. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun