Ákærð fyrir að láta vin sinn myrða föður sinn Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 10. október 2022 08:00 Getty Images Réttarhöld hófust á Spáni í vikunni yfir 19 ára stúlku sem er ákærð fyrir að hafa ginnt rúmlega tvítugan mann til þess að myrða föður sinn. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi í tvö ár, en er ekki ákærður þrátt fyrir að játa að hafa orðið föður sínum að bana. Drap föður sinn og kveikti í líkinu Fyrir þremur árum varð Ismael föður sínum að bana í Barcelona, daginn sem hann varð 21 árs. Hann kveikti í líkinu og slökkviliðsmönnum tókst með naumindum að bjarga byggingu frá því að brenna. Við yfirheyrslur sagði Isma að hann hafi ekki séð aðra lausn á ógninni sem honum og fjölskyldunni stafaði af föðurnum. Hann væri ekki öryggisvörður eins og allir héldu, heldur væri hann meðlimur í glæpagengi, hálfgerðri mafíu, og hann hefði hótað því að myrða fjölskylduna, eiginkonu og tvö börn. Ekki nóg með það, sagði Ismael, heldur hefði hann líka hótað því að drepa Júlíu, kærustu Ismaels, og tvíburana sem þau ættu saman. Réttarhöldin hefjast, en ekki yfir þeim sem beitti hnífnum Rannsókn málsins hefur tekið langan tíma, en í þessari viku hófust réttarhöldin. Það sem Ismael vissi ekki fyrir þremur árum, og fjölskylda hans reyndar ekki heldur, er að hann er haldinn alvarlegum geðklofa. Pabbi hans var ekki glæpamaður, hann átti enga unnustu, hvað þá börn. Rannsókn málsins bendir hins vegar til þess að vinkona Ismaels, Alba, hafi á einu ári sem hún þekkti hann, tekist að ná svo stórkostlegri stjórn á tilveru hans að hún gat fengið hann til þess að gera hvað sem var. Meira að segja að drepa pabba sinn, sem var vænsti maður. Það er því ekki Ismael sem situr á sakamannabekk í réttarhöldunum, heldur hin 19 ára gamla Alba og fer saksóknari fram á að hún verði dæmd til 34 ára fangelsisvistar. Ismael hefur verið í gæsluvarðhaldi í þrjú ár, en saksóknari fer fram á að hann verði leystur úr haldi og vistaður á sjúkrastofnun. Við upphaf réttarhaldanna neitaði Alba allri sök með grátstafinn í kverkunum. Vitni segja hana sjúklegan lygara Fjölmiðlar hafa flutt ítarlegar fréttir af réttarhöldunum og vitnisburði vitna. Þau draga heilt yfir upp mynd af Ölbu sem sjúklegum lygara. Móðir hennar segir hins vegar að hún sé ekki fær um að vefja fólki um fingur sér með þeim hætti sem henni er gefið að sök. Öðru nær, hún sé vanþroskað barn sem þurfi sárlega á aðstoð að halda. Þetta styðja sálfræðiskýrslur sem verjandi Ölbu hefur lagt fram. Þar kemur fram að hún hafi verið lögð í einelti í skóla og að hún sé í mikilli hættu á að verða viljalaust verkfæri annarra. Engin bein sönnunargögn liggja fyrir um sekt eða sakleysi málsaðila, einungis vitnisburður og mat lögreglu og saksóknara á því sem í raun gerðist. Spánn Erlend sakamál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Drap föður sinn og kveikti í líkinu Fyrir þremur árum varð Ismael föður sínum að bana í Barcelona, daginn sem hann varð 21 árs. Hann kveikti í líkinu og slökkviliðsmönnum tókst með naumindum að bjarga byggingu frá því að brenna. Við yfirheyrslur sagði Isma að hann hafi ekki séð aðra lausn á ógninni sem honum og fjölskyldunni stafaði af föðurnum. Hann væri ekki öryggisvörður eins og allir héldu, heldur væri hann meðlimur í glæpagengi, hálfgerðri mafíu, og hann hefði hótað því að myrða fjölskylduna, eiginkonu og tvö börn. Ekki nóg með það, sagði Ismael, heldur hefði hann líka hótað því að drepa Júlíu, kærustu Ismaels, og tvíburana sem þau ættu saman. Réttarhöldin hefjast, en ekki yfir þeim sem beitti hnífnum Rannsókn málsins hefur tekið langan tíma, en í þessari viku hófust réttarhöldin. Það sem Ismael vissi ekki fyrir þremur árum, og fjölskylda hans reyndar ekki heldur, er að hann er haldinn alvarlegum geðklofa. Pabbi hans var ekki glæpamaður, hann átti enga unnustu, hvað þá börn. Rannsókn málsins bendir hins vegar til þess að vinkona Ismaels, Alba, hafi á einu ári sem hún þekkti hann, tekist að ná svo stórkostlegri stjórn á tilveru hans að hún gat fengið hann til þess að gera hvað sem var. Meira að segja að drepa pabba sinn, sem var vænsti maður. Það er því ekki Ismael sem situr á sakamannabekk í réttarhöldunum, heldur hin 19 ára gamla Alba og fer saksóknari fram á að hún verði dæmd til 34 ára fangelsisvistar. Ismael hefur verið í gæsluvarðhaldi í þrjú ár, en saksóknari fer fram á að hann verði leystur úr haldi og vistaður á sjúkrastofnun. Við upphaf réttarhaldanna neitaði Alba allri sök með grátstafinn í kverkunum. Vitni segja hana sjúklegan lygara Fjölmiðlar hafa flutt ítarlegar fréttir af réttarhöldunum og vitnisburði vitna. Þau draga heilt yfir upp mynd af Ölbu sem sjúklegum lygara. Móðir hennar segir hins vegar að hún sé ekki fær um að vefja fólki um fingur sér með þeim hætti sem henni er gefið að sök. Öðru nær, hún sé vanþroskað barn sem þurfi sárlega á aðstoð að halda. Þetta styðja sálfræðiskýrslur sem verjandi Ölbu hefur lagt fram. Þar kemur fram að hún hafi verið lögð í einelti í skóla og að hún sé í mikilli hættu á að verða viljalaust verkfæri annarra. Engin bein sönnunargögn liggja fyrir um sekt eða sakleysi málsaðila, einungis vitnisburður og mat lögreglu og saksóknara á því sem í raun gerðist.
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira