Hlakkar til á kvöldin að drekka kaffið í góðu skapi á morgnana Rakel Sveinsdóttir skrifar 8. október 2022 10:01 Eflaust eru þær jafn glaðar alla morgna, Sigríður Dögg Auðunsdóttir fréttamaður á RÚV og formaður Blaðamannafélags Íslands og tíkin Myrra, því Sigríður segist hreinlega oft verða spennt fyrir því á kvöldin að vakna og drekka fyrsta kaffibollann sinn. Og auðvitað vaknar Myrra alltaf hress. Vísir/Vilhelm Morgunhaninn Sigríður Dögg Auðunsdóttir fréttamaður á RÚV og formaður Blaðamannafélags Íslands, viðurkennir að hafa forðast ljósvakamiðla í mörg ár af ótta við að mistakast í beinni útsendingu. Öryggið kom þó á endanum en að fara í sjónvarp var áskorun. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna kl. 6.45 á virkum dögum en næ að sofa aðeins lengur um helgar þegar ég vakna oft í kringum klukkan átta þótt ég fari kannski ekki á fætur alveg strax. Ég hef aldrei getað sofið mikið út á morgnana og hef alltaf verið mikill morgunhani. Ég er samt svo heppin að ég vakna eiginlega alltaf glöð.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég held að ég sé svona morgunhani þess að ég vakna með höfuðið stútfullt af hugmyndum að verkefnum sem mér hreinlega finnst algjörlega nauðsynlegt að koma í verk strax í dag. Um helgar vakna ég til dæmis með frábærar og að mati mannsins míns, of margar hugmyndir um hvernig við getum varið helginni ef hún er ekki þegar skipulögð út í ystu æstar. Hugmyndirnar fela ósjaldan í sér notkun hvers kyns verkfæra á borð við málningarpensla, skóflu, borvélar eða jafnvel stórvirkra vinnuvéla. Ég verð eiginlega ómöguleg ef ég get ekki áorkað einhverju um helgar. Ég er sem betur fer aðeins yfirvegaðri á virkum dögum þegar ég er í vinnuham. Þá byrja ég daginn með góðum kaffibolla. Mér finnst morgunbollinn svo góður að ég fyllist oft tilhlökkunar þegar ég fer að sofa yfir tilhugsuninni um að fá kaffi þegar ég vakna. Ég renni yfir það helsta í fréttum á meðan ég drekk morgunkaffið í rúminu og tek mér góðan tíma í að vakna. Ég fer og gef unglingunum smá morgunknús til að vekja þau; með misjákvæðum undirtektum. Ég skutla einni dóttur í Verslunarskólann á leið í vinnu, sem er mjög hentugt því RÚV er í næsta húsi. Við hlustum samviskusamlega á fréttir og flökkum á milli morgunútvarpsþátta saman og ræðum það sem þar ber helst á góma. Fyrir vikið truflar það mig ekkert að vera hálftíma til fjörutíu mínútur í bíl á leið í vinnuna morgnana því sá tími er eiginlega bara gæðatími okkar mæðgna.“ Verður fréttamaður/fréttaþulur einhvern tíma það sjóaður að sviðskrekkur hverfur áður en farið er í loftið í sjónvarpi? „Að vera í beinni útsendingu er eitt það skemmtilegasta við sjónvarp. Það skiptir að sjálfsögðu höfuðmáli að vera vel undirbúin og er bein tenging á milli öryggis fyrir útsendingu og undirbúnings. Ég hef unnið frekar stutt í sjónvarpi, fimm ár, en var á undan því í tæp tuttugu ár með hléum á prentmiðlum. Ástæðan fyrir því að ég forðaðist ljósvakamiðlana var ekki síst sú hve hrædd ég varð við tilhugsunina um að vera í beinni útsendingu vegna ótta við að gera mistök. Öryggið í beinni útsendingu kom alls ekki af sjálfu sér og mér fannst mjög erfitt fyrst í stað að vera í beinni og mér leið aldrei vel. En til þess að reyna að sigrast á óttanum tók ég að mér að vera í Morgunútvarpinu einn vetur þar sem ég var í beinni útsendingu í tvo klukkutíma daglega og fékk þannig dýrmæta þjálfun. Svo ákvað ég líka að hætta að vera hrædd við að gera mistök þar sem það hefur komið á daginn að við gerum þau flest.“ Sigríður segir að henni líði best þegar hún nær að vera skipulögð og sér fyrir sér mun einfaldara og betra líf ef allir lifðu lífinu eftir excelskjali. Hún viðurkennir samt að eiga oft erfitt með að fylgja eftir skipulaginu; líka því sem hún setur sjálfri sér. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég er hluti af frábæru teymi Kastljóss og er svo heppin að fá ekki bara að vinna með faglegu og skemmtilegu fólki heldur einni að taka viðtöl og vinna fréttir og fréttaskýringar um allt það sem mér þykir áhugavert og forvitnilegt. Ég þarf stöðugt nýjar áskoranir í lífinu en þetta starf er mögulega það starf sem hentar fólki eins og mér best því maður veit aldrei hvað dagurinn ber í skauti sér og er stöðugt að takast á við nýja hluti, fá svör við nýjum spurningum, hitta nýtt fólk og finna nýjar leiðir til þess að gera viðfangsefnin áhugaverð og upplýsandi fyrir áhorfendur. En ég er líka formaður Blaðamannafélags Íslands, sem er afskaplega gefandi og áhugavert að sinna. Um þessar mundir erum við að undirbúa kjaraviðræður, líkt og mörg stéttarfélög í landinu, en við erum einnig stöðugt að vinna að því að efla umræðu um blaðamennsku í landinu og að leita leiða til þess að efla skilning almennings á starfinu og mikilvægi þess fyrir lýðræðislega umræðu í landinu.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Mér líður best þegar ég næ að vera skipulögð. Helst vildi ég lifa lífinu eftir excel skjali og að allir í kring um mig gerðu að líka. En það er víst ekki hægt og ég á sjálf oft erfitt með að fylgja eigin skipulagi. Kannski þrái ég skipulag vegna þess að ég er kaótísk að eðlisfari og mjög hvatvís og fæ alls konar hugmyndir sem ég bara VERÐ að láta verða að veruleika STRAX! En í vinnu gengur mér best að hella mér í verkefnin og vinna þau af metnaði og ástríðu því það skilar sér í enda-afurðinni og veitir mér sjálfri ánægju.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég hef alltaf verið frekar kvöldsvæf og fer helst ekki seinna að sofa en klukkan ellefu, helst fyrr. Ég hef alla tíð lesið mikið en hef dregið úr því á síðustu árum og hlusta því meira á hljóðbækur og hlaðvörp. Ég enda hvern einasta dag á að hlusta á hljóðbók og tæmi þannig hugann og næ góðri slökun fyrir nóttina og vonast til að fleiri hugmyndir fæðist.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Kynntist konunni dansandi við lagið „Killing in the Name“ Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir að í einhverjum brjálæðislegum draumi sæi hann frekar fyrir sér að vera rokkari en poppari. Aðalsteinn segist vakna seint og syfjaður enda fari hann of seint að sofa. Í skipulagi reynir hann að afgreiða flóknari mál á morgnana. 1. október 2022 10:01 Útivistarkonan sem byrjar daginn á hugleiðslu í rúminu eða í baðinu Bára Mjöll Þórðardóttir, meðeigandi hjá Langbrók, byrjaði fyrir stuttu í jákvæðri sálfræði í EHÍ og segir það bestu ákvörðun sem hún hefur tekið um ævina. Bára er nátthrafn í svefnátaki sem finnst gott að hefja daginn með hugleiðslu. 24. september 2022 10:00 Velur oftast rangt nesti eða takkaskó til að setja í skólatöskurnar Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri segir mikla stemningu ríkja yfir komandi leikhúsvetri. Enda í fyrsta sinn í þrjú ár sem leikárið hefst án samkomutakmarkana. 17. september 2022 10:01 Forstjóri RB í hláturskasti yfir Snapchat myndbandi með filter Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Reiknistofu bankanna (RB) byrjar daginn á morgungöngu með Eldi hundinum sínum. Stundum hefur hún þó þá þegar þurft að fara yfir eitthvað vinnutengd ef eitthvað hefur gerst um nóttina. 10. september 2022 10:00 Skemmtilegt hvernig sextugsaldurinn einkennist af virkni, lífsgleði og rómantík Það er af gefnu tilefni sem Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda heldur vel utan um dagbókina sína en almennt segir Ólafur um lífið að mjög margt hafi komið honum skemmtilega á óvart við að verða 50+. 28. maí 2022 10:30 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna kl. 6.45 á virkum dögum en næ að sofa aðeins lengur um helgar þegar ég vakna oft í kringum klukkan átta þótt ég fari kannski ekki á fætur alveg strax. Ég hef aldrei getað sofið mikið út á morgnana og hef alltaf verið mikill morgunhani. Ég er samt svo heppin að ég vakna eiginlega alltaf glöð.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég held að ég sé svona morgunhani þess að ég vakna með höfuðið stútfullt af hugmyndum að verkefnum sem mér hreinlega finnst algjörlega nauðsynlegt að koma í verk strax í dag. Um helgar vakna ég til dæmis með frábærar og að mati mannsins míns, of margar hugmyndir um hvernig við getum varið helginni ef hún er ekki þegar skipulögð út í ystu æstar. Hugmyndirnar fela ósjaldan í sér notkun hvers kyns verkfæra á borð við málningarpensla, skóflu, borvélar eða jafnvel stórvirkra vinnuvéla. Ég verð eiginlega ómöguleg ef ég get ekki áorkað einhverju um helgar. Ég er sem betur fer aðeins yfirvegaðri á virkum dögum þegar ég er í vinnuham. Þá byrja ég daginn með góðum kaffibolla. Mér finnst morgunbollinn svo góður að ég fyllist oft tilhlökkunar þegar ég fer að sofa yfir tilhugsuninni um að fá kaffi þegar ég vakna. Ég renni yfir það helsta í fréttum á meðan ég drekk morgunkaffið í rúminu og tek mér góðan tíma í að vakna. Ég fer og gef unglingunum smá morgunknús til að vekja þau; með misjákvæðum undirtektum. Ég skutla einni dóttur í Verslunarskólann á leið í vinnu, sem er mjög hentugt því RÚV er í næsta húsi. Við hlustum samviskusamlega á fréttir og flökkum á milli morgunútvarpsþátta saman og ræðum það sem þar ber helst á góma. Fyrir vikið truflar það mig ekkert að vera hálftíma til fjörutíu mínútur í bíl á leið í vinnuna morgnana því sá tími er eiginlega bara gæðatími okkar mæðgna.“ Verður fréttamaður/fréttaþulur einhvern tíma það sjóaður að sviðskrekkur hverfur áður en farið er í loftið í sjónvarpi? „Að vera í beinni útsendingu er eitt það skemmtilegasta við sjónvarp. Það skiptir að sjálfsögðu höfuðmáli að vera vel undirbúin og er bein tenging á milli öryggis fyrir útsendingu og undirbúnings. Ég hef unnið frekar stutt í sjónvarpi, fimm ár, en var á undan því í tæp tuttugu ár með hléum á prentmiðlum. Ástæðan fyrir því að ég forðaðist ljósvakamiðlana var ekki síst sú hve hrædd ég varð við tilhugsunina um að vera í beinni útsendingu vegna ótta við að gera mistök. Öryggið í beinni útsendingu kom alls ekki af sjálfu sér og mér fannst mjög erfitt fyrst í stað að vera í beinni og mér leið aldrei vel. En til þess að reyna að sigrast á óttanum tók ég að mér að vera í Morgunútvarpinu einn vetur þar sem ég var í beinni útsendingu í tvo klukkutíma daglega og fékk þannig dýrmæta þjálfun. Svo ákvað ég líka að hætta að vera hrædd við að gera mistök þar sem það hefur komið á daginn að við gerum þau flest.“ Sigríður segir að henni líði best þegar hún nær að vera skipulögð og sér fyrir sér mun einfaldara og betra líf ef allir lifðu lífinu eftir excelskjali. Hún viðurkennir samt að eiga oft erfitt með að fylgja eftir skipulaginu; líka því sem hún setur sjálfri sér. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég er hluti af frábæru teymi Kastljóss og er svo heppin að fá ekki bara að vinna með faglegu og skemmtilegu fólki heldur einni að taka viðtöl og vinna fréttir og fréttaskýringar um allt það sem mér þykir áhugavert og forvitnilegt. Ég þarf stöðugt nýjar áskoranir í lífinu en þetta starf er mögulega það starf sem hentar fólki eins og mér best því maður veit aldrei hvað dagurinn ber í skauti sér og er stöðugt að takast á við nýja hluti, fá svör við nýjum spurningum, hitta nýtt fólk og finna nýjar leiðir til þess að gera viðfangsefnin áhugaverð og upplýsandi fyrir áhorfendur. En ég er líka formaður Blaðamannafélags Íslands, sem er afskaplega gefandi og áhugavert að sinna. Um þessar mundir erum við að undirbúa kjaraviðræður, líkt og mörg stéttarfélög í landinu, en við erum einnig stöðugt að vinna að því að efla umræðu um blaðamennsku í landinu og að leita leiða til þess að efla skilning almennings á starfinu og mikilvægi þess fyrir lýðræðislega umræðu í landinu.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Mér líður best þegar ég næ að vera skipulögð. Helst vildi ég lifa lífinu eftir excel skjali og að allir í kring um mig gerðu að líka. En það er víst ekki hægt og ég á sjálf oft erfitt með að fylgja eigin skipulagi. Kannski þrái ég skipulag vegna þess að ég er kaótísk að eðlisfari og mjög hvatvís og fæ alls konar hugmyndir sem ég bara VERÐ að láta verða að veruleika STRAX! En í vinnu gengur mér best að hella mér í verkefnin og vinna þau af metnaði og ástríðu því það skilar sér í enda-afurðinni og veitir mér sjálfri ánægju.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég hef alltaf verið frekar kvöldsvæf og fer helst ekki seinna að sofa en klukkan ellefu, helst fyrr. Ég hef alla tíð lesið mikið en hef dregið úr því á síðustu árum og hlusta því meira á hljóðbækur og hlaðvörp. Ég enda hvern einasta dag á að hlusta á hljóðbók og tæmi þannig hugann og næ góðri slökun fyrir nóttina og vonast til að fleiri hugmyndir fæðist.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Kynntist konunni dansandi við lagið „Killing in the Name“ Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir að í einhverjum brjálæðislegum draumi sæi hann frekar fyrir sér að vera rokkari en poppari. Aðalsteinn segist vakna seint og syfjaður enda fari hann of seint að sofa. Í skipulagi reynir hann að afgreiða flóknari mál á morgnana. 1. október 2022 10:01 Útivistarkonan sem byrjar daginn á hugleiðslu í rúminu eða í baðinu Bára Mjöll Þórðardóttir, meðeigandi hjá Langbrók, byrjaði fyrir stuttu í jákvæðri sálfræði í EHÍ og segir það bestu ákvörðun sem hún hefur tekið um ævina. Bára er nátthrafn í svefnátaki sem finnst gott að hefja daginn með hugleiðslu. 24. september 2022 10:00 Velur oftast rangt nesti eða takkaskó til að setja í skólatöskurnar Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri segir mikla stemningu ríkja yfir komandi leikhúsvetri. Enda í fyrsta sinn í þrjú ár sem leikárið hefst án samkomutakmarkana. 17. september 2022 10:01 Forstjóri RB í hláturskasti yfir Snapchat myndbandi með filter Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Reiknistofu bankanna (RB) byrjar daginn á morgungöngu með Eldi hundinum sínum. Stundum hefur hún þó þá þegar þurft að fara yfir eitthvað vinnutengd ef eitthvað hefur gerst um nóttina. 10. september 2022 10:00 Skemmtilegt hvernig sextugsaldurinn einkennist af virkni, lífsgleði og rómantík Það er af gefnu tilefni sem Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda heldur vel utan um dagbókina sína en almennt segir Ólafur um lífið að mjög margt hafi komið honum skemmtilega á óvart við að verða 50+. 28. maí 2022 10:30 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum Sjá meira
Kynntist konunni dansandi við lagið „Killing in the Name“ Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir að í einhverjum brjálæðislegum draumi sæi hann frekar fyrir sér að vera rokkari en poppari. Aðalsteinn segist vakna seint og syfjaður enda fari hann of seint að sofa. Í skipulagi reynir hann að afgreiða flóknari mál á morgnana. 1. október 2022 10:01
Útivistarkonan sem byrjar daginn á hugleiðslu í rúminu eða í baðinu Bára Mjöll Þórðardóttir, meðeigandi hjá Langbrók, byrjaði fyrir stuttu í jákvæðri sálfræði í EHÍ og segir það bestu ákvörðun sem hún hefur tekið um ævina. Bára er nátthrafn í svefnátaki sem finnst gott að hefja daginn með hugleiðslu. 24. september 2022 10:00
Velur oftast rangt nesti eða takkaskó til að setja í skólatöskurnar Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri segir mikla stemningu ríkja yfir komandi leikhúsvetri. Enda í fyrsta sinn í þrjú ár sem leikárið hefst án samkomutakmarkana. 17. september 2022 10:01
Forstjóri RB í hláturskasti yfir Snapchat myndbandi með filter Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Reiknistofu bankanna (RB) byrjar daginn á morgungöngu með Eldi hundinum sínum. Stundum hefur hún þó þá þegar þurft að fara yfir eitthvað vinnutengd ef eitthvað hefur gerst um nóttina. 10. september 2022 10:00
Skemmtilegt hvernig sextugsaldurinn einkennist af virkni, lífsgleði og rómantík Það er af gefnu tilefni sem Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda heldur vel utan um dagbókina sína en almennt segir Ólafur um lífið að mjög margt hafi komið honum skemmtilega á óvart við að verða 50+. 28. maí 2022 10:30