„Göngugrindahlaup og hjólastólarallý“ á vinsælum böllum Hrafnistu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. október 2022 19:40 Hjördís Geirsdóttir syngur reglulega fyrir heimilismenn sem dansa við ljúfa tóna. Svokallað göngugrindahlaup og hjólastólarallý eru vikulegir viðburðir á Hrafnistu að sögn söngkonu sem syngur reglulega fyrir heimilismenn. Hún segir söng og dans færa eldra fólki ómælda hamingju. DAS-bandið hefur verið að störfum í yfir tuttugu ár en forsprakki þess er Böðvar Guðmundsson. Hann skipaði bandið ásamt Kristjáni Þorkelssyni í upphafi en síðan hafa bæst við bæði heimilismenn Hrafnistu og gamlir kunningjar Böðvars. Bandið hefur líklega aldrei verið jafn fjölmennt og nú. Söngkonan Hjördís Geirsdóttir bættist við þetta vinsælasta band eldri kynslóðarinnar í faraldri kórónuveirunnar en bandið spilar reglulega á Hrafnistuheimilunum og við öll tilefnefni eins og sést í fréttinni hér að neðan. DAS-bandið er eitt af fáum hljómsveitum sem ná eldri kynslóðinni út á dansgólfið í trylltum dansi. Hjördís segir að þeir sem ekki geta stigið dans vegna heilsubrests noti aðrar leiðir til að hreyfa sig um í takt við tónlistina. „Það er göngugrindahlaup og hjólastólarallý. Fólkið er sumt því miður ekki lengur fært um að dansa. Ég er búin að syngja fyrir dansi svo lengi að þetta er það eina sem ég kann, að stjórna töktunum. Það er allt í lagi að hafa hjólastólarallý og göngugrindahlaupið, það er dásamlegt. Fólkið hreyfir sig og svo situr það í stólunum og syngur með, ég kalla það líka stólaleikfimi og stóladans,“ segir Hjördís Geirsdóttir, söngkona. Hún segir sérstaklega gefandi að syngja fyrir þennan hóp fólks. Hanga ekki í nútímanum Það er algjör stemning hérna? „Já það er það, þetta er mjög skemmtilegt. Við erum að spila og syngja lögin sem fólkið kann. Við erum ekkert að hanga í nútímanum í dag.. Nýjasta lagið er óbyggðirnar kalla,“ segir Hjördís og hlær. Eldri borgarar Tónlist Dans Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Þórhildur greinir frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Sjá meira
DAS-bandið hefur verið að störfum í yfir tuttugu ár en forsprakki þess er Böðvar Guðmundsson. Hann skipaði bandið ásamt Kristjáni Þorkelssyni í upphafi en síðan hafa bæst við bæði heimilismenn Hrafnistu og gamlir kunningjar Böðvars. Bandið hefur líklega aldrei verið jafn fjölmennt og nú. Söngkonan Hjördís Geirsdóttir bættist við þetta vinsælasta band eldri kynslóðarinnar í faraldri kórónuveirunnar en bandið spilar reglulega á Hrafnistuheimilunum og við öll tilefnefni eins og sést í fréttinni hér að neðan. DAS-bandið er eitt af fáum hljómsveitum sem ná eldri kynslóðinni út á dansgólfið í trylltum dansi. Hjördís segir að þeir sem ekki geta stigið dans vegna heilsubrests noti aðrar leiðir til að hreyfa sig um í takt við tónlistina. „Það er göngugrindahlaup og hjólastólarallý. Fólkið er sumt því miður ekki lengur fært um að dansa. Ég er búin að syngja fyrir dansi svo lengi að þetta er það eina sem ég kann, að stjórna töktunum. Það er allt í lagi að hafa hjólastólarallý og göngugrindahlaupið, það er dásamlegt. Fólkið hreyfir sig og svo situr það í stólunum og syngur með, ég kalla það líka stólaleikfimi og stóladans,“ segir Hjördís Geirsdóttir, söngkona. Hún segir sérstaklega gefandi að syngja fyrir þennan hóp fólks. Hanga ekki í nútímanum Það er algjör stemning hérna? „Já það er það, þetta er mjög skemmtilegt. Við erum að spila og syngja lögin sem fólkið kann. Við erum ekkert að hanga í nútímanum í dag.. Nýjasta lagið er óbyggðirnar kalla,“ segir Hjördís og hlær.
Eldri borgarar Tónlist Dans Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Þórhildur greinir frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Sjá meira