Fór heim frá Portúgal með stjörnur í augunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. október 2022 07:31 Elísabet með treyjuna sem Glódís klæddist í 120 mínútur auk viðbótartíma í Portúgal. Grasgrænku mátti víða sjá og finna töluverða svitalykt, eðli máls samkvæmt. Vísir/Kolbeinn Tumi Það mátti sannarlega finna ljós í myrkrinu á flugvellinum í Porto í gærkvöldi eftir 4-1 tap gegn heimakonum í úrslitaleik um sæti á HM í fótbolta á næsta ári. Elísabet Ólafsdóttir, leikmaður á eldra ári í 5. flokki KR, var með poka í flugstöðinni. Í pokanum var að finna dýrmætan varning. Treyju og keppnisskó Glódísar Perlu Viggósdóttur. Glódís Perla var að öðrum ólöstuðum besti leikmaður Íslands í gærkvöldi. Batt saman vörnina og skoraði mark Íslands. Sannkallað fyrirliðamark þótt hún sé reyndar ekki fyrirliði. Sandra Sigurðardóttir, markvörður Íslands, kom færandi hendi með treyjuna og skóna til Elísabetar sem eðli máls samkvæmt var í skýjunum. Og foreldrarnir, líka. Elísabet var ekki búin að taka ákvörðun um hvort hún ætlaði að þvo treyjuna. Faðir hennar Ólafur Helgi Þorkelsson gerði henni þó fljótt ljóst að fara þyrfti yfir það allt saman með foreldrunum. Ekki var að sjá annað en að Gunnfríður Björnsdóttir, móðir Elísabetar og eiginkona Ólafs, væri á sama máli. En ein ung stelpa fór heim með dýrmæta gjöf til Íslands sem mun vafalítið gefa henni byr undir báða vængi á knattspyrnuvellinum enda vandfundin betri fyrirmynd en Glódís Perla. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Börn og uppeldi Portúgal Ferðalög Tengdar fréttir Þið tókuð af okkur HM Það var líkt og að sár grátur fyrirliðans Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, sitjandi í miðjuhringnum á Estádio da Mata Real, bergmálaði um leikvanginn og yfirgnæfði fagnaðaróp Portúgala í kvöld. Svo bersýnileg voru vonbrigðin. HM-draumurinn var úti og það með eins ósanngjörnum hætti og hugsast getur. 11. október 2022 22:54 Myndasyrpa: Sorg í Portúgal Draumur Íslands um sæti á HM kvenna í fótbolta á næsta ári varð að martröð þegar liðið tapaði 4-1 fyrir Portúgal í umspili ytra í kvöld. Tilfinningarnar voru miklar í leikslok. 11. október 2022 22:06 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Sjá meira
Elísabet Ólafsdóttir, leikmaður á eldra ári í 5. flokki KR, var með poka í flugstöðinni. Í pokanum var að finna dýrmætan varning. Treyju og keppnisskó Glódísar Perlu Viggósdóttur. Glódís Perla var að öðrum ólöstuðum besti leikmaður Íslands í gærkvöldi. Batt saman vörnina og skoraði mark Íslands. Sannkallað fyrirliðamark þótt hún sé reyndar ekki fyrirliði. Sandra Sigurðardóttir, markvörður Íslands, kom færandi hendi með treyjuna og skóna til Elísabetar sem eðli máls samkvæmt var í skýjunum. Og foreldrarnir, líka. Elísabet var ekki búin að taka ákvörðun um hvort hún ætlaði að þvo treyjuna. Faðir hennar Ólafur Helgi Þorkelsson gerði henni þó fljótt ljóst að fara þyrfti yfir það allt saman með foreldrunum. Ekki var að sjá annað en að Gunnfríður Björnsdóttir, móðir Elísabetar og eiginkona Ólafs, væri á sama máli. En ein ung stelpa fór heim með dýrmæta gjöf til Íslands sem mun vafalítið gefa henni byr undir báða vængi á knattspyrnuvellinum enda vandfundin betri fyrirmynd en Glódís Perla.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Börn og uppeldi Portúgal Ferðalög Tengdar fréttir Þið tókuð af okkur HM Það var líkt og að sár grátur fyrirliðans Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, sitjandi í miðjuhringnum á Estádio da Mata Real, bergmálaði um leikvanginn og yfirgnæfði fagnaðaróp Portúgala í kvöld. Svo bersýnileg voru vonbrigðin. HM-draumurinn var úti og það með eins ósanngjörnum hætti og hugsast getur. 11. október 2022 22:54 Myndasyrpa: Sorg í Portúgal Draumur Íslands um sæti á HM kvenna í fótbolta á næsta ári varð að martröð þegar liðið tapaði 4-1 fyrir Portúgal í umspili ytra í kvöld. Tilfinningarnar voru miklar í leikslok. 11. október 2022 22:06 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Sjá meira
Þið tókuð af okkur HM Það var líkt og að sár grátur fyrirliðans Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, sitjandi í miðjuhringnum á Estádio da Mata Real, bergmálaði um leikvanginn og yfirgnæfði fagnaðaróp Portúgala í kvöld. Svo bersýnileg voru vonbrigðin. HM-draumurinn var úti og það með eins ósanngjörnum hætti og hugsast getur. 11. október 2022 22:54
Myndasyrpa: Sorg í Portúgal Draumur Íslands um sæti á HM kvenna í fótbolta á næsta ári varð að martröð þegar liðið tapaði 4-1 fyrir Portúgal í umspili ytra í kvöld. Tilfinningarnar voru miklar í leikslok. 11. október 2022 22:06