„Fyrst og fremst er ég rosalega spenntur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. október 2022 19:30 Arnar Grétarsson mun taka við þjálfun Vals að tímabilinu loknu. Vísir/Hulda Margrét „Valur er það lið sem vill alltaf vera í efsta sætinu. Það er alveg klárt að síðustu tvö ár hafa verið vonbrigði,“ sagði Arnar Grétarsson, nýráðinn þjálfari knattspyrnuliðs Vals í Bestu deildinni í viðtali við Stöð 2 og Vísi. Í dag staðfesti Valur að Arnar Grétarsson myndi taka við þjálfun liðsins frá og með 1. nóvember. Eftir að Arnar yfirgaf KA nýverið þar sem hann hafði þegar náð munnlegu samkomulagi við annað lið grunaði flest öllum að hann yrði næsti þjálfari Vals, það var svo staðfest í gær. „Ég held að á síðustu sex árum hefur Valur orðið þrisvar sinnum Íslandsmeistari, það sýnir hvar félagið er. Ef maður horfir á aðrar íþróttagreinar, handbolta og körfubolta, þau lið eru í fremstu röð og það er þar sem fótboltinn vill líka vera,“ sagði Arnar um íþróttafélagið Val. „Fyrst og fremst er ég rosalega spenntur. Það er allt til alls þarna, mikið af frábærum fótboltamönnum og aðstaðan frábær. Allir í kringum félagið eru hálf-ofvirkir, ef maður má segja það. Ég er það sjálfur. Það vilja allir ná árangri, virkilega gaman að vinna með þannig fólki.“ „Að ná árangri er gríðarleg vinna, menn þurfa að leggja mikið á sig og það eru engar tilviljanir í þessu. Þeir sem ná árangri eru búnir að leggja mest á sig. Það er eitthvað sem við þurfum að gera að vana. Eins og ég segi, ég er gríðarlega spenntur að byrja,“ bætti Arnar við. Um nýja leikmenn „Held að það sé líka eðlilegt þegar maður horfir á síðustu tvö ár. Þau hafa ekki verið eins og Valsmenn hafa viljað. Þeir vilja vera í fyrsta sæti, eða kannski öðru sæti, það er alveg klárt. Það eru leikmenn að renna út á samning og þá verða einhverjar breytingar.“ „Mér finnst aðalatriðið vera að við erum að reyna festa þá sem eru að renna út á samning sem við viljum halda og það gengur ágætlega. Svo viljum við bæta við einhverjum leikmönnum, aðalatriðið er að taka inn góða leikmenn sem geta hjálpað okkur. Þess vegna ætlum við ekki að flýta okkur,“ sagði Arnar en fyrr í dag greindi Valur frá því að Birkir Heimisson hefði skrifað undir nýjan samning. „Ég hef verið hjá klúbbum þar sem þú þarft ekki að spyrja að því hvað er verið að stefna á. Ef þú ætlar að spyrja hvað er markmið Vals á næsta ári, ég held þú þurfir ekkert að spyrja að því. Valur er eitt af þessum liðum sem vilja keppa um báðar dollur og það þarf ekkert að segja fyrir fram hvað við ætlum að gera, það er klár krafa á það,“ sagði Arnar að endingu en viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Viðtal: Arnar Grétarsson Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Sjá meira
Í dag staðfesti Valur að Arnar Grétarsson myndi taka við þjálfun liðsins frá og með 1. nóvember. Eftir að Arnar yfirgaf KA nýverið þar sem hann hafði þegar náð munnlegu samkomulagi við annað lið grunaði flest öllum að hann yrði næsti þjálfari Vals, það var svo staðfest í gær. „Ég held að á síðustu sex árum hefur Valur orðið þrisvar sinnum Íslandsmeistari, það sýnir hvar félagið er. Ef maður horfir á aðrar íþróttagreinar, handbolta og körfubolta, þau lið eru í fremstu röð og það er þar sem fótboltinn vill líka vera,“ sagði Arnar um íþróttafélagið Val. „Fyrst og fremst er ég rosalega spenntur. Það er allt til alls þarna, mikið af frábærum fótboltamönnum og aðstaðan frábær. Allir í kringum félagið eru hálf-ofvirkir, ef maður má segja það. Ég er það sjálfur. Það vilja allir ná árangri, virkilega gaman að vinna með þannig fólki.“ „Að ná árangri er gríðarleg vinna, menn þurfa að leggja mikið á sig og það eru engar tilviljanir í þessu. Þeir sem ná árangri eru búnir að leggja mest á sig. Það er eitthvað sem við þurfum að gera að vana. Eins og ég segi, ég er gríðarlega spenntur að byrja,“ bætti Arnar við. Um nýja leikmenn „Held að það sé líka eðlilegt þegar maður horfir á síðustu tvö ár. Þau hafa ekki verið eins og Valsmenn hafa viljað. Þeir vilja vera í fyrsta sæti, eða kannski öðru sæti, það er alveg klárt. Það eru leikmenn að renna út á samning og þá verða einhverjar breytingar.“ „Mér finnst aðalatriðið vera að við erum að reyna festa þá sem eru að renna út á samning sem við viljum halda og það gengur ágætlega. Svo viljum við bæta við einhverjum leikmönnum, aðalatriðið er að taka inn góða leikmenn sem geta hjálpað okkur. Þess vegna ætlum við ekki að flýta okkur,“ sagði Arnar en fyrr í dag greindi Valur frá því að Birkir Heimisson hefði skrifað undir nýjan samning. „Ég hef verið hjá klúbbum þar sem þú þarft ekki að spyrja að því hvað er verið að stefna á. Ef þú ætlar að spyrja hvað er markmið Vals á næsta ári, ég held þú þurfir ekkert að spyrja að því. Valur er eitt af þessum liðum sem vilja keppa um báðar dollur og það þarf ekkert að segja fyrir fram hvað við ætlum að gera, það er klár krafa á það,“ sagði Arnar að endingu en viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Viðtal: Arnar Grétarsson
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Sjá meira