„Viljum reyna efla fótboltann eins mikið og við getum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. október 2022 20:45 Jörundur Áki tók nýverið við nýrri stöðu hjá KSÍ. Stöð 2 Jörundur Áki Sveinsson, nýráðinn sviðsstjóri knattspyrnusviðs hjá Knattspyrnusambandi Íslands, segir íslenskan fótbolta á fínum stað og hlutir séu á réttri leið. Ákveðin verkefni séu komin í farveg sem munu styrkja hann enn frekar. „Við viljum reyna efla fótboltann eins mikið og við getum. Höfum farið af stað með ákveðin verkefni, reynum að fjölga leikjum og jafningjaleikjum þá helst í ákveðnum flokkum. Stefnum að því að gera það í fleiri flokkum,“ sagði Jörundur Áki í viðtali við Stöð 2 og Vísi í dag. „Fjölga verkefni yngri landsliða er líka eitt af okkar markmiðum. Efla innra starfið okkar. Það er fjölmargt á dagskrá hjá okkur til að efla starfið enn frekar.“ Ákveðnir erfiðleikar hafi fylgt skandalnum sem skók sambandið síðasta haust en Jörundur Áki segir KSÍ og landslið Íslands á góðri vegferð. „Við höfum verið í mikilli endurnýjun, sérstaklega karla megin. Nú finnst okkur við vera komin á nokkuð rétta braut með það landslið. Fullt af spennandi strákum á leiðinni, U-21 árs landsliðið hefur verið að gera mjög vel.“ „Vissulega vorum við nálægt því að fara á HM [kvenna megin], megum ekki gleyma því. Við erum í ákveðinni vegferð þar líka, að efla okkur kvenna megin. Við erum bara nokkuð brött og lítum björtum augum á framtíðina.“ Er eitthvað sem Jörundi Áka finnst að mætti fara betur hjá KSÍ? „Ég veit ekki alveg hvort það sé hægt að fara svo djúpt í það en við höfum áhuga á að fara af stað með það sem ég kalla „Knattspyrnu-vísindasvið“ til að efla þann hluta fótboltans: Greiningar og líkamlega þáttinn.“ „Við erum komin í samstarf við Háskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands hvað þetta varðar. Það eru spennandi tímar inn í þennan hluta fótboltans. Það er eitt af því sem ég mun skoða vel í vetur og vonandi getum við sett þetta á laggirnar,“ sagði Jörundur Áki að endingu. Klippa: Jörundur Áki, sviðsstjóri knattspyrnusviðs KSÍ: Viljum reyna efla fótboltann eins mikið og við getum Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
„Við viljum reyna efla fótboltann eins mikið og við getum. Höfum farið af stað með ákveðin verkefni, reynum að fjölga leikjum og jafningjaleikjum þá helst í ákveðnum flokkum. Stefnum að því að gera það í fleiri flokkum,“ sagði Jörundur Áki í viðtali við Stöð 2 og Vísi í dag. „Fjölga verkefni yngri landsliða er líka eitt af okkar markmiðum. Efla innra starfið okkar. Það er fjölmargt á dagskrá hjá okkur til að efla starfið enn frekar.“ Ákveðnir erfiðleikar hafi fylgt skandalnum sem skók sambandið síðasta haust en Jörundur Áki segir KSÍ og landslið Íslands á góðri vegferð. „Við höfum verið í mikilli endurnýjun, sérstaklega karla megin. Nú finnst okkur við vera komin á nokkuð rétta braut með það landslið. Fullt af spennandi strákum á leiðinni, U-21 árs landsliðið hefur verið að gera mjög vel.“ „Vissulega vorum við nálægt því að fara á HM [kvenna megin], megum ekki gleyma því. Við erum í ákveðinni vegferð þar líka, að efla okkur kvenna megin. Við erum bara nokkuð brött og lítum björtum augum á framtíðina.“ Er eitthvað sem Jörundi Áka finnst að mætti fara betur hjá KSÍ? „Ég veit ekki alveg hvort það sé hægt að fara svo djúpt í það en við höfum áhuga á að fara af stað með það sem ég kalla „Knattspyrnu-vísindasvið“ til að efla þann hluta fótboltans: Greiningar og líkamlega þáttinn.“ „Við erum komin í samstarf við Háskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands hvað þetta varðar. Það eru spennandi tímar inn í þennan hluta fótboltans. Það er eitt af því sem ég mun skoða vel í vetur og vonandi getum við sett þetta á laggirnar,“ sagði Jörundur Áki að endingu. Klippa: Jörundur Áki, sviðsstjóri knattspyrnusviðs KSÍ: Viljum reyna efla fótboltann eins mikið og við getum
Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira