„Viljum reyna efla fótboltann eins mikið og við getum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. október 2022 20:45 Jörundur Áki tók nýverið við nýrri stöðu hjá KSÍ. Stöð 2 Jörundur Áki Sveinsson, nýráðinn sviðsstjóri knattspyrnusviðs hjá Knattspyrnusambandi Íslands, segir íslenskan fótbolta á fínum stað og hlutir séu á réttri leið. Ákveðin verkefni séu komin í farveg sem munu styrkja hann enn frekar. „Við viljum reyna efla fótboltann eins mikið og við getum. Höfum farið af stað með ákveðin verkefni, reynum að fjölga leikjum og jafningjaleikjum þá helst í ákveðnum flokkum. Stefnum að því að gera það í fleiri flokkum,“ sagði Jörundur Áki í viðtali við Stöð 2 og Vísi í dag. „Fjölga verkefni yngri landsliða er líka eitt af okkar markmiðum. Efla innra starfið okkar. Það er fjölmargt á dagskrá hjá okkur til að efla starfið enn frekar.“ Ákveðnir erfiðleikar hafi fylgt skandalnum sem skók sambandið síðasta haust en Jörundur Áki segir KSÍ og landslið Íslands á góðri vegferð. „Við höfum verið í mikilli endurnýjun, sérstaklega karla megin. Nú finnst okkur við vera komin á nokkuð rétta braut með það landslið. Fullt af spennandi strákum á leiðinni, U-21 árs landsliðið hefur verið að gera mjög vel.“ „Vissulega vorum við nálægt því að fara á HM [kvenna megin], megum ekki gleyma því. Við erum í ákveðinni vegferð þar líka, að efla okkur kvenna megin. Við erum bara nokkuð brött og lítum björtum augum á framtíðina.“ Er eitthvað sem Jörundi Áka finnst að mætti fara betur hjá KSÍ? „Ég veit ekki alveg hvort það sé hægt að fara svo djúpt í það en við höfum áhuga á að fara af stað með það sem ég kalla „Knattspyrnu-vísindasvið“ til að efla þann hluta fótboltans: Greiningar og líkamlega þáttinn.“ „Við erum komin í samstarf við Háskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands hvað þetta varðar. Það eru spennandi tímar inn í þennan hluta fótboltans. Það er eitt af því sem ég mun skoða vel í vetur og vonandi getum við sett þetta á laggirnar,“ sagði Jörundur Áki að endingu. Klippa: Jörundur Áki, sviðsstjóri knattspyrnusviðs KSÍ: Viljum reyna efla fótboltann eins mikið og við getum Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
„Við viljum reyna efla fótboltann eins mikið og við getum. Höfum farið af stað með ákveðin verkefni, reynum að fjölga leikjum og jafningjaleikjum þá helst í ákveðnum flokkum. Stefnum að því að gera það í fleiri flokkum,“ sagði Jörundur Áki í viðtali við Stöð 2 og Vísi í dag. „Fjölga verkefni yngri landsliða er líka eitt af okkar markmiðum. Efla innra starfið okkar. Það er fjölmargt á dagskrá hjá okkur til að efla starfið enn frekar.“ Ákveðnir erfiðleikar hafi fylgt skandalnum sem skók sambandið síðasta haust en Jörundur Áki segir KSÍ og landslið Íslands á góðri vegferð. „Við höfum verið í mikilli endurnýjun, sérstaklega karla megin. Nú finnst okkur við vera komin á nokkuð rétta braut með það landslið. Fullt af spennandi strákum á leiðinni, U-21 árs landsliðið hefur verið að gera mjög vel.“ „Vissulega vorum við nálægt því að fara á HM [kvenna megin], megum ekki gleyma því. Við erum í ákveðinni vegferð þar líka, að efla okkur kvenna megin. Við erum bara nokkuð brött og lítum björtum augum á framtíðina.“ Er eitthvað sem Jörundi Áka finnst að mætti fara betur hjá KSÍ? „Ég veit ekki alveg hvort það sé hægt að fara svo djúpt í það en við höfum áhuga á að fara af stað með það sem ég kalla „Knattspyrnu-vísindasvið“ til að efla þann hluta fótboltans: Greiningar og líkamlega þáttinn.“ „Við erum komin í samstarf við Háskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands hvað þetta varðar. Það eru spennandi tímar inn í þennan hluta fótboltans. Það er eitt af því sem ég mun skoða vel í vetur og vonandi getum við sett þetta á laggirnar,“ sagði Jörundur Áki að endingu. Klippa: Jörundur Áki, sviðsstjóri knattspyrnusviðs KSÍ: Viljum reyna efla fótboltann eins mikið og við getum
Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira