Fulltrúar Íslands komu í veg fyrir atkvæðagreiðslu um griðasvæði hvala Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2022 10:58 Stuðningsfólk griðasvæðis fyrir hvali í Suður-Atlantshafi fyrir utan ársfund Alþjóðahvalveiðiráðsins í Brasilíu árið 2018. Vísir/EPA Sendinefnd Íslands hjá Alþjóðahvalveiðiráðinu gekk út af fundi ásamt hópi annarra ríkja til þess að koma í veg fyrir að atkvæðagreiðsla um griðasvæði hvala í Suður-Atlantshafi gæti farið fram. Íslensk stjórnvöld segjast telja að ólýðræðislegt hefði verið að halda atkvæðagreiðsluna. Tillaga um stofnun griðasvæðis hvala í Suður-Atlantshafi hefur velkst um innan Alþjóðahvalveiðiráðsins um árabil. Einfaldur meirihluti aðildarríkjanna styður tillöguna og hefur greitt henni atkvæði sitt áður en aukinn meirihluta þarf til þess að samþykkja hana. Til stóð að taka hana til atkvæðagreiðslu á ársfundi ráðsins í Portoroz í Slóveníu í gær en þá bar svo til að sendinefndir Íslands og fjórtán annarra ríkja gengu út. Fyrir vikið var ekki ákvörðunarbær meirihluti á fundinum til þess að atkvæðagreiðslan gæti farið fram. Íslenska nefndin er skipuð fjórum fulltrúum. Þrír koma frá matvælaráðuneytinu, utanríkisráðuneytinu og Hafrannsóknastofnun en sá fjórði er Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. Dagurinn í gær á ársfundinum er sagður hafa verið „snúinn“ í samantekt á vef Alþjóðahvalveiðiráðsins. Þar er talað um „fjarveru sumra ríkisstjórna“ við umræðu um tillöguna um griðasvæðið sem hafi komið í veg fyrir atkvæðagreiðslu. Matt Collis, varaforseti náttúruverndarsamtakanna IFAW, tísti um að ríkin sem gengu út hafi óttast að tapa atkvæðagreiðslunni um griðasvæðið. Hann segir að auk Íslands hafi fulltrúar Antígva og Barbúda, Beníns, Kambódíu, Fílabeinsstrandarinnar, Gana, Kíríbatí, Laos, Líberíu, Máritaníu, Marokkó, Nárú, Palá, St Lúsíu og Salomoneyja verið fjarstaddir. breaking news: pro-whaling nations at #IWC68 refuse to join sessions, breaking quorum required for any decision-making. This is all because they fear losing a vote on establishing a South Atlantic Whale Sanctuary (where none of them hunt or want to hunt whales)— Matt Collis (@MattCollisIFAW) October 20, 2022 Óeðlilegt að greiða atkvæði um tillöguna Dúi Landmark, upplýsingafulltrúi matvælaráðuneytisins, staðfestir við Vísi að íslenska sendinefndin hafi yfirgefið fundinn þegar atkvæðagreiðslan átti að fara fram. Í skriflegu svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis og fleiri fjölmiðla kemur fram að innan við tvö af hverjum þremur aðildarríkjum ráðsins hafi verið með fulltrúa á fundinum í ár af ýmsum ástæðum. Fulltrúar þróunarríkja í Afríku og eyríkja í Karíbahafi hafi bent á að óeðlilegt væri að taka mikilvægar ákvarðanir á fundinum í því ljósi. Hópur ríkja hafi reynt að þvinga fram atkvæðagreiðslu um tillöguna um griðasvæðið þrátt fyrir þetta. Íslensk stjórnvöld telji hana ekki fullnægja skilyrðum í stofnsamningi Alþjóðahvalveiðiráðsins. „Þar af leiðandi telur Ísland óeðlilegt að gengið sé til atkvæða um slíka tillögu þegar skilyrðum stofnsamningsins er ekki fullnægt og fjöldi aðildarríkja hefur ekki tök á því að tjá sig efnislega um viðkomandi tillögu með þátttöku og umræðum á ársfundinum,“ segir í svari ráðuneytisins. Engu að síður hélt ársfundurinn áfram eftir að tillagan var tekin af dagskrá í gær og samþykkti ráðið ályktun um plastmengun í hafi. Á vefsíðu Alþjóðahvalveiðiráðsins kemur fram að eftir umræður um ályktunarhæfni funda og ákvörðunarbæran meirihluta hafi verið ákveðið að reglur um það verði fyrsta mál á dagskrá áður en nokkrar aðrar ákvarðanir verða teknar á næsta ársfundi ráðsins. Hvalveiðar Hvalir Utanríkismál Sjávarútvegur Umhverfismál Dýr Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Tillaga um stofnun griðasvæðis hvala í Suður-Atlantshafi hefur velkst um innan Alþjóðahvalveiðiráðsins um árabil. Einfaldur meirihluti aðildarríkjanna styður tillöguna og hefur greitt henni atkvæði sitt áður en aukinn meirihluta þarf til þess að samþykkja hana. Til stóð að taka hana til atkvæðagreiðslu á ársfundi ráðsins í Portoroz í Slóveníu í gær en þá bar svo til að sendinefndir Íslands og fjórtán annarra ríkja gengu út. Fyrir vikið var ekki ákvörðunarbær meirihluti á fundinum til þess að atkvæðagreiðslan gæti farið fram. Íslenska nefndin er skipuð fjórum fulltrúum. Þrír koma frá matvælaráðuneytinu, utanríkisráðuneytinu og Hafrannsóknastofnun en sá fjórði er Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. Dagurinn í gær á ársfundinum er sagður hafa verið „snúinn“ í samantekt á vef Alþjóðahvalveiðiráðsins. Þar er talað um „fjarveru sumra ríkisstjórna“ við umræðu um tillöguna um griðasvæðið sem hafi komið í veg fyrir atkvæðagreiðslu. Matt Collis, varaforseti náttúruverndarsamtakanna IFAW, tísti um að ríkin sem gengu út hafi óttast að tapa atkvæðagreiðslunni um griðasvæðið. Hann segir að auk Íslands hafi fulltrúar Antígva og Barbúda, Beníns, Kambódíu, Fílabeinsstrandarinnar, Gana, Kíríbatí, Laos, Líberíu, Máritaníu, Marokkó, Nárú, Palá, St Lúsíu og Salomoneyja verið fjarstaddir. breaking news: pro-whaling nations at #IWC68 refuse to join sessions, breaking quorum required for any decision-making. This is all because they fear losing a vote on establishing a South Atlantic Whale Sanctuary (where none of them hunt or want to hunt whales)— Matt Collis (@MattCollisIFAW) October 20, 2022 Óeðlilegt að greiða atkvæði um tillöguna Dúi Landmark, upplýsingafulltrúi matvælaráðuneytisins, staðfestir við Vísi að íslenska sendinefndin hafi yfirgefið fundinn þegar atkvæðagreiðslan átti að fara fram. Í skriflegu svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis og fleiri fjölmiðla kemur fram að innan við tvö af hverjum þremur aðildarríkjum ráðsins hafi verið með fulltrúa á fundinum í ár af ýmsum ástæðum. Fulltrúar þróunarríkja í Afríku og eyríkja í Karíbahafi hafi bent á að óeðlilegt væri að taka mikilvægar ákvarðanir á fundinum í því ljósi. Hópur ríkja hafi reynt að þvinga fram atkvæðagreiðslu um tillöguna um griðasvæðið þrátt fyrir þetta. Íslensk stjórnvöld telji hana ekki fullnægja skilyrðum í stofnsamningi Alþjóðahvalveiðiráðsins. „Þar af leiðandi telur Ísland óeðlilegt að gengið sé til atkvæða um slíka tillögu þegar skilyrðum stofnsamningsins er ekki fullnægt og fjöldi aðildarríkja hefur ekki tök á því að tjá sig efnislega um viðkomandi tillögu með þátttöku og umræðum á ársfundinum,“ segir í svari ráðuneytisins. Engu að síður hélt ársfundurinn áfram eftir að tillagan var tekin af dagskrá í gær og samþykkti ráðið ályktun um plastmengun í hafi. Á vefsíðu Alþjóðahvalveiðiráðsins kemur fram að eftir umræður um ályktunarhæfni funda og ákvörðunarbæran meirihluta hafi verið ákveðið að reglur um það verði fyrsta mál á dagskrá áður en nokkrar aðrar ákvarðanir verða teknar á næsta ársfundi ráðsins.
Hvalveiðar Hvalir Utanríkismál Sjávarútvegur Umhverfismál Dýr Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira