Hér að neðan má sjá helstu atvikin úr leiknum og sigurmark Svisslendingsins sem kom eftir undirbúning japanska bakvarðarins Takehiro Tomiyasu.
Leiknum hafði verið frestað í tengslum við andlát Elísabetar Englandsdrottningar. Arsenal hefur nú unnið alla fjóra leiki sína í A-riðli og er fimm stigum fyrir ofan PSV þegar tvær umferðir eru eftir.
Alfons Sampsted og félagar í Bodö/Glimt eru í 3. sæti með 4 stig og Zürich neðst án stiga. Sigurlið riðilsins kemst beint í 16-liða úrslit en liðið í 2. sæti fer í umspil um að komast þangað. Liðið í 3. sæti fer í Sambandsdeildina.