„Er mjög stolt af því að geta gefið fyndnum konum pláss“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 30. október 2022 14:00 Kolbrún María Másdóttir er handritshöfundur og leikstjóri Verzló sýningarinnar Það sem gerist í Verzló, ásamt kærasta sínum Arnóri Björnssyni. Instagram „Okkur fannst mikilvægt að búa til pláss fyrir fyndnar kvenpersónur og ég held að það hafi tekist mjög vel hjá okkur,“ segir Kolbrún María Másdóttir, annar handritshöfundur og leikstjóri sýningarinnar Það sem gerist í Verzló. Um er að ræða árlega sýningu Listafélags Verzlunarskóla Íslands sem frumsýnd verður 4. nóvember. Kolbrún samdi handritið ásamt kærasta sínum Arnóri Björnssyni og sjá þau einnig um leikstjórn. Kolbrún og Arnór eru bæði fyrrverandi Verzlingar og voru þau bæði áberandi í leiklistasenu skólans. Það lá því vel fyrir þeim að semja leikrit um skólann. Um er að ræða frumsaminn farsa sem fjallar um átta einstaklinga sem mæta í Verzló að nóttu til, öll í sitthvoru lagi en með svipaðan tilgang - að gera eitthvað sem er bannað. Stuldur á lokaprófi byggir á raunverulegum atburði „Við byggðum handritið á eigin reynslu og viðtölum sem við tókum við núverandi, fyrrverandi og verðandi Verzlinga. Sumir atburðirnir eru byggðir á raunverulegum uppátækjum. Til dæmis er ein persóna sem mætir til þess að stela lokaprófi. Það gerðist í alvörunni fyrir nokkrum árum.“ Kolbrún segir að það atvik hafi einmitt verið kveikjan að hugmyndinni að handritinu sem var skrifað fyrir ári síðan í Skapandi sumarstörfum í Hafnarfirði. „Þetta er gamanleikur sem inniheldur margskonar misskilning og fisískt grín. Við erum svolítið að brjóta niður þessa Verzló glansmynd. Okkur finnst svo fyndið hvað allir hafa sterkar hugmyndir um það hvernig Verzlingar eru og við erum svolítið að gera grín að þeirri ímynd,“ segir Kolbrún. Það sem gerist í Verzló er frumsaminn farsi sem fjallar um átta einstaklinga sem öll mæta í sitthvoru lagi upp í skóla að nóttu til í ólíkum tilgangi. Öll eiga þau það þó sameiginlegt að ætla að gera eitthvað sem er bannað og vita þau ekki af hvort öðru. Nóttin fer svo ekki alveg eins og þau höfðu séð fyrir sér þegar þau uppgötva að þau eru alls ekki ein á ferli í skólanum.Listafélag Verzlunarskóla Íslands Persónurnar í leikritinu eru allar byggðar á viðtölum sem Kolbrún og Arnór tóku við Verzlinga. Áhorfendur fá meðal annars að kynnast áhrifavaldatýpunni, djammaranum, „sjomlanum“ og 10. bekkingnum sem elskar Verzló. „Við erum að búa til þessar Verzló stereótýpur og svo brjótum við þær niður.“ Kostur að geta sett sig í spor leikaranna Kolbrún og Arnór kynntust í Verzló og útskrifuðust úr skólanum fyrir nokkrum árum síðan. Þau voru bæði mjög virk í félagslífinu og tóku bæði þátt í Nemendamótssýningum skólans. Því segir Kolbrún það vera einstaklega skemmtilegt að vera komin í þetta nýja hlutverk innan skólans. „Við erum náttúrlega bæði með rosalega mikinn skilning fyrir því hvað það er mikið að gera hjá leikurunum, að vera að leika í leikriti samhliða fullu námi. Við höfum bæði verið þarna, þannig við skiljum þau svo rosalega vel.“ Stolt af því að geta veitt ungum konum fyndnar fyrirmyndir Þá segist hún vera sérstaklega stolt af sýningunni fyrir þær sakir að í henni fái ungar konur að láta ljós sitt skína í grínhlutverkum. Leikhópurinn samanstendur af átta nemendum og þar af eru fimm ungar konur. „Þegar ég var yngri þá fannst mér vera mikill skortur á fyndnum kvenhlutverkum. Þannig ég er mjög stolt af því að geta þarna veitt ungum konum fyrirmyndir og þær fái að sjá fyndnar konur taka pláss.“ Sýningin verður frumsýnd í Bláa sal Verzlunarskólans þann 4. nóvember og verður hún sýnd út nóvember. Nánari upplýsingar má finna hér. Leikhús Framhaldsskólar Mest lesið „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Lífið Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Lífið Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Lífið Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Lífið Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Lífið Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Lífið Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Lífið Bryan Adams til Íslands Lífið Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Lífið Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf Sjá meira
Um er að ræða árlega sýningu Listafélags Verzlunarskóla Íslands sem frumsýnd verður 4. nóvember. Kolbrún samdi handritið ásamt kærasta sínum Arnóri Björnssyni og sjá þau einnig um leikstjórn. Kolbrún og Arnór eru bæði fyrrverandi Verzlingar og voru þau bæði áberandi í leiklistasenu skólans. Það lá því vel fyrir þeim að semja leikrit um skólann. Um er að ræða frumsaminn farsa sem fjallar um átta einstaklinga sem mæta í Verzló að nóttu til, öll í sitthvoru lagi en með svipaðan tilgang - að gera eitthvað sem er bannað. Stuldur á lokaprófi byggir á raunverulegum atburði „Við byggðum handritið á eigin reynslu og viðtölum sem við tókum við núverandi, fyrrverandi og verðandi Verzlinga. Sumir atburðirnir eru byggðir á raunverulegum uppátækjum. Til dæmis er ein persóna sem mætir til þess að stela lokaprófi. Það gerðist í alvörunni fyrir nokkrum árum.“ Kolbrún segir að það atvik hafi einmitt verið kveikjan að hugmyndinni að handritinu sem var skrifað fyrir ári síðan í Skapandi sumarstörfum í Hafnarfirði. „Þetta er gamanleikur sem inniheldur margskonar misskilning og fisískt grín. Við erum svolítið að brjóta niður þessa Verzló glansmynd. Okkur finnst svo fyndið hvað allir hafa sterkar hugmyndir um það hvernig Verzlingar eru og við erum svolítið að gera grín að þeirri ímynd,“ segir Kolbrún. Það sem gerist í Verzló er frumsaminn farsi sem fjallar um átta einstaklinga sem öll mæta í sitthvoru lagi upp í skóla að nóttu til í ólíkum tilgangi. Öll eiga þau það þó sameiginlegt að ætla að gera eitthvað sem er bannað og vita þau ekki af hvort öðru. Nóttin fer svo ekki alveg eins og þau höfðu séð fyrir sér þegar þau uppgötva að þau eru alls ekki ein á ferli í skólanum.Listafélag Verzlunarskóla Íslands Persónurnar í leikritinu eru allar byggðar á viðtölum sem Kolbrún og Arnór tóku við Verzlinga. Áhorfendur fá meðal annars að kynnast áhrifavaldatýpunni, djammaranum, „sjomlanum“ og 10. bekkingnum sem elskar Verzló. „Við erum að búa til þessar Verzló stereótýpur og svo brjótum við þær niður.“ Kostur að geta sett sig í spor leikaranna Kolbrún og Arnór kynntust í Verzló og útskrifuðust úr skólanum fyrir nokkrum árum síðan. Þau voru bæði mjög virk í félagslífinu og tóku bæði þátt í Nemendamótssýningum skólans. Því segir Kolbrún það vera einstaklega skemmtilegt að vera komin í þetta nýja hlutverk innan skólans. „Við erum náttúrlega bæði með rosalega mikinn skilning fyrir því hvað það er mikið að gera hjá leikurunum, að vera að leika í leikriti samhliða fullu námi. Við höfum bæði verið þarna, þannig við skiljum þau svo rosalega vel.“ Stolt af því að geta veitt ungum konum fyndnar fyrirmyndir Þá segist hún vera sérstaklega stolt af sýningunni fyrir þær sakir að í henni fái ungar konur að láta ljós sitt skína í grínhlutverkum. Leikhópurinn samanstendur af átta nemendum og þar af eru fimm ungar konur. „Þegar ég var yngri þá fannst mér vera mikill skortur á fyndnum kvenhlutverkum. Þannig ég er mjög stolt af því að geta þarna veitt ungum konum fyrirmyndir og þær fái að sjá fyndnar konur taka pláss.“ Sýningin verður frumsýnd í Bláa sal Verzlunarskólans þann 4. nóvember og verður hún sýnd út nóvember. Nánari upplýsingar má finna hér.
Leikhús Framhaldsskólar Mest lesið „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Lífið Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Lífið Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Lífið Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Lífið Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Lífið Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Lífið Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Lífið Bryan Adams til Íslands Lífið Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Lífið Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf Sjá meira