Rússar slíta sig frá kornsamkomulaginu vegna árásar við Krímskaga Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2022 08:24 Tilefni þess að Rússar slitu sigi frá samkomulaginu er drónaárás Úkraínumanna á nýtt flaggskip Rússa í Svartahafi og önnur skip við Krímskaga í gærmorgun. Getty/Ahmad Said Yfirvöld í Rússlandi lýstu því yfir í gærkvöldi að ríkið myndi ekki langur taka þátt í samkomulagi sem hefur orðið til þess að rúm níu milljón tonn af korni hafa verið flutt frá Úkraínu frá því innrás Rússa hófst. Úkraínumenn saka Rússa um að reyna að beita hungri sem vopni. Korn-samkomulagið mun renna út þann 19. nóvember en Rússar hafa verið hvattir til að framlengja það. Meðal annars af Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, en samkomulagið er talið hafa átt stóran hlut í lækkandi matvælaverði á heimsvísu síðustu mánuði. Sameinuðu þjóðirnar og ríkisstjórn Tyrklands leiddu viðræðurnar um samkomulagið en talsmaður Guterres sagði AP fréttaveitunni að það hefði haft jákvæð áhrif á milljarða manna um heim allan. Sameinuðu þjóðirnar segjast í samskiptum við yfirvöld í Rússlandi vegna ákvörðunarinnar. Tilefni þess að Rússar slitu sigi frá samkomulaginu er drónaárás Úkraínumanna á nýtt flaggskip Rússa í Svartahafi og önnur skip við Krímskaga í gærmorgun. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir ákvörðun Rússa hafa verið fyrirsjáanlega og sakar þá um að hafa haldið aftur af kornflutningum frá því í september. Um 176 skip full af korni komist ekki leiðar sinnar og þau beri meira en tvær milljónir tonna af korni. Úkraínumenn hafa ekki viljað tjá sig enn um drónaárásina í gær og neita í raun að hafa gert hana. Þess í stað hafa þeir sagt að Rússar hljóti að hafa misst stjórn á eigin vopnum. Yfirvöld í Úkraínu neita iðulega að tjá sig um árásir sem þessar. Myndbönd af árásinni má sjá í fréttinni hér að neðan. Fregnir af árásinni eru enn nokkuð óljósar en Rússar sögðu í gær að sextán drónar hefðu verið notaðir við árásina og að minnst tvö skip hefðu skemmst í henni. Þar á meðal væru skip sem hannað er til að finna tundurdufl og freigátan Makarov aðmírál, flaggskip svartahafsflota Rússa. Makarov var gert að flaggskipi Rússa í Svartahafi eftir að Moskva sökk í kjölfar eldflaugaárásar Úkraínumanna. Freigátan var ekki sögð hafa orðið fyrir miklum skemmdum. Útlit er fyrir að hitt skipið, sem heitir Grigorovich aðmíráll, hafi orðið fyrir meiri skemmdum en það er enn óstaðfest. Eftir að Rússar sögðu tvö skip hafa skemmst sögðu þeir að bara eitt hefði orðið fyrir skemmdum. Myndbönd af árásinni sýna þó að einn dróni virðist hafa komist nokkuð nálægt Makarov en drónarnir eru hannaðir til að springa í loft upp. Rússar halda því fram að breskir sérfræðingar hafi komið að árásinni, sem þeir lýsa sem „hryðjuverkaárás“. Rússar saka Breta einnig um að hafa sprengt upp Nord Stream gasleiðslurnar í síðasta mánuði. Yfirvöld Í Moskvu hafa farið fram á það að árásin verði rædd í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á morgun, mánudag. Úkraína Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Korn-samkomulagið mun renna út þann 19. nóvember en Rússar hafa verið hvattir til að framlengja það. Meðal annars af Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, en samkomulagið er talið hafa átt stóran hlut í lækkandi matvælaverði á heimsvísu síðustu mánuði. Sameinuðu þjóðirnar og ríkisstjórn Tyrklands leiddu viðræðurnar um samkomulagið en talsmaður Guterres sagði AP fréttaveitunni að það hefði haft jákvæð áhrif á milljarða manna um heim allan. Sameinuðu þjóðirnar segjast í samskiptum við yfirvöld í Rússlandi vegna ákvörðunarinnar. Tilefni þess að Rússar slitu sigi frá samkomulaginu er drónaárás Úkraínumanna á nýtt flaggskip Rússa í Svartahafi og önnur skip við Krímskaga í gærmorgun. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir ákvörðun Rússa hafa verið fyrirsjáanlega og sakar þá um að hafa haldið aftur af kornflutningum frá því í september. Um 176 skip full af korni komist ekki leiðar sinnar og þau beri meira en tvær milljónir tonna af korni. Úkraínumenn hafa ekki viljað tjá sig enn um drónaárásina í gær og neita í raun að hafa gert hana. Þess í stað hafa þeir sagt að Rússar hljóti að hafa misst stjórn á eigin vopnum. Yfirvöld í Úkraínu neita iðulega að tjá sig um árásir sem þessar. Myndbönd af árásinni má sjá í fréttinni hér að neðan. Fregnir af árásinni eru enn nokkuð óljósar en Rússar sögðu í gær að sextán drónar hefðu verið notaðir við árásina og að minnst tvö skip hefðu skemmst í henni. Þar á meðal væru skip sem hannað er til að finna tundurdufl og freigátan Makarov aðmírál, flaggskip svartahafsflota Rússa. Makarov var gert að flaggskipi Rússa í Svartahafi eftir að Moskva sökk í kjölfar eldflaugaárásar Úkraínumanna. Freigátan var ekki sögð hafa orðið fyrir miklum skemmdum. Útlit er fyrir að hitt skipið, sem heitir Grigorovich aðmíráll, hafi orðið fyrir meiri skemmdum en það er enn óstaðfest. Eftir að Rússar sögðu tvö skip hafa skemmst sögðu þeir að bara eitt hefði orðið fyrir skemmdum. Myndbönd af árásinni sýna þó að einn dróni virðist hafa komist nokkuð nálægt Makarov en drónarnir eru hannaðir til að springa í loft upp. Rússar halda því fram að breskir sérfræðingar hafi komið að árásinni, sem þeir lýsa sem „hryðjuverkaárás“. Rússar saka Breta einnig um að hafa sprengt upp Nord Stream gasleiðslurnar í síðasta mánuði. Yfirvöld Í Moskvu hafa farið fram á það að árásin verði rædd í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á morgun, mánudag.
Úkraína Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira