Tekur við Keflavík eftir brottreksturinn úr Eyjum Sindri Sverrisson skrifar 31. október 2022 10:27 Jonathan Glenn hóf þjálfaraferil sinn hjá ÍBV en var óvænt látinn fara þaðan eftir eitt ár og er nú tekinn við Keflavík. Vísir/Vilhelm Jonathan Glenn hefur samið um að taka við sem þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í fótbolta og var því ekki lengi án starfs eftir að knattspyrnuráð ÍBV ákvað að láta hann fara fyrir hálfum mánuði. Gunnar Magnús Jónsson hafði stýrt Keflavík frá árinu 2016 og þar til að hann hætti nú í haust til að taka við Fylki. Undir hans stjórn endaði Keflavík í 8. sæti í Bestu deildinni í haust, fjórum stigum frá fallsæti. Uppfært: Glenn hefur verið formlega kynntur sem þjálfari Keflavíkur og skrifaði undir samning sem gildir út leiktíðina 2024. ÍBV ákvað fyrr í þessum mánuði að nýta uppsagnarákvæði í samningi við Glenn eftir að hann hafði stýrt liðinu í eitt ár, og kom sú ákvörðun Glenn og fleirum í opna skjöldu, enda hafði árangur liðsins verið umfram væntingar. Eiginkona Glenns og leikmaður ÍBV um árabil, Þórhildur Ólafsdóttir, ritaði kveðjupistil á Facebook eftir að Glenn var rekinn og gagnrýndi þar knattspyrnuráð ÍBV fyrir ákvörðunina og ýmiskonar skort á faglegri umgjörð um kvennalið ÍBV. Glenn sagðist í samtali við Vísi gruna að kröfur sínar um bættan aðbúnað hefðu valdið ákvörðun forráðamanna ÍBV: „Það er eina skýringin sem manni dettur í hug. Að þau hafi litið beiðnir mínar og leikmanna, um hluti sem við teljum ósköp eðlilega, sem byrði. Þau sögðu bara að á þessum tímapunkti vildu þau leita annað. Það var eina ástæðan,“ sagði Glenn. Knattspyrnuráð ÍBV sendi svo frá sér yfirlýsingu þar sem ítarlega var farið yfir þau atriði sem Þórhildur setti út á og því algjörlega hafnað að umgjörðinni um kvennaliðið væri með einhverjum óeðlilegum hætti ábótavant. Í yfirlýsingunni kom hins vegar ekkert fram um ástæður þess að Glenn var rekinn. Ekki liggur fyrir hvort að Þórhildur verður leikmaður Keflavíkur en hún lýsti því yfir í pistli sínum að hún myndi ekki spila áfram fyrir ÍBV. ÍBV Keflavík ÍF Besta deild kvenna Fótbolti Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Sjá meira
Gunnar Magnús Jónsson hafði stýrt Keflavík frá árinu 2016 og þar til að hann hætti nú í haust til að taka við Fylki. Undir hans stjórn endaði Keflavík í 8. sæti í Bestu deildinni í haust, fjórum stigum frá fallsæti. Uppfært: Glenn hefur verið formlega kynntur sem þjálfari Keflavíkur og skrifaði undir samning sem gildir út leiktíðina 2024. ÍBV ákvað fyrr í þessum mánuði að nýta uppsagnarákvæði í samningi við Glenn eftir að hann hafði stýrt liðinu í eitt ár, og kom sú ákvörðun Glenn og fleirum í opna skjöldu, enda hafði árangur liðsins verið umfram væntingar. Eiginkona Glenns og leikmaður ÍBV um árabil, Þórhildur Ólafsdóttir, ritaði kveðjupistil á Facebook eftir að Glenn var rekinn og gagnrýndi þar knattspyrnuráð ÍBV fyrir ákvörðunina og ýmiskonar skort á faglegri umgjörð um kvennalið ÍBV. Glenn sagðist í samtali við Vísi gruna að kröfur sínar um bættan aðbúnað hefðu valdið ákvörðun forráðamanna ÍBV: „Það er eina skýringin sem manni dettur í hug. Að þau hafi litið beiðnir mínar og leikmanna, um hluti sem við teljum ósköp eðlilega, sem byrði. Þau sögðu bara að á þessum tímapunkti vildu þau leita annað. Það var eina ástæðan,“ sagði Glenn. Knattspyrnuráð ÍBV sendi svo frá sér yfirlýsingu þar sem ítarlega var farið yfir þau atriði sem Þórhildur setti út á og því algjörlega hafnað að umgjörðinni um kvennaliðið væri með einhverjum óeðlilegum hætti ábótavant. Í yfirlýsingunni kom hins vegar ekkert fram um ástæður þess að Glenn var rekinn. Ekki liggur fyrir hvort að Þórhildur verður leikmaður Keflavíkur en hún lýsti því yfir í pistli sínum að hún myndi ekki spila áfram fyrir ÍBV.
ÍBV Keflavík ÍF Besta deild kvenna Fótbolti Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Sjá meira