Ástsælasta matarstell Iittala sjötíu ára Vogue fyrir heimilið 7. nóvember 2022 15:21 Sjötíu ár eru síðan matarstellið Teema úr smiðju Iittala leit dagsins ljós. Teema nýtur mikilla vinsælda á Íslandi og fæst í Vogue fyrir heimilið. Við fengum Jonna Lukkarinen, yfir vörustjóra og Matti Puomio hönnunarstjóra til að segja frá sögu línunnar og hvernig haldið verður upp á tímamótin. „Við fögnum sjötíu ára afmæli Teema meðal annars með þremur nýjum litum í línunni: vintage bláum og vintage brúnum, báðir innblásnir af upprunalegu litavali línunnar, og með nýjum, hlutlausum hörtón. Gljáinn í vintage litunum er hálfgagnsær, rétt eins og í upprunalegu línunni, en breytilegur eftir lögun hlutarins sem gerir hlutina einstaka. Þá hefur nýr hlutur verið kynntur inn í línuna, stór pottur með loki, tilvalinn til að undirbúa mat, baka og bera fram plokkfisk, karrý, súpur og aðra heita rétti haustsins og vetrarins,“ útskýrir Jonna. Nýju litirnir fást í Vogue fyrir heimilið. Pottur með loki bætist við Teema línuna í ár í tilefni 70 ára afmælis Saga Teema hefst á eftirstríðsárunum þegar fólk skorti allt. Árið 1952 var finnska hönnuðinum Kaj Franck falið að hanna borðbúnað sem auðvelt var að framleiða og væri aðgengilegur sem flestum. Jonna og Matti segja nálgun Kaj Franck hafa breytt hugmyndum fólks um borðbúnað til framtíðar. „Matarstell á þessum tíma voru óhagkvæm í framleiðslu og virkni og ekki á allra færi að eignast,“ segir Matti. „Franck hannaði fjölnota borðbúnað sem virkaði vel í hversdeginum. Til dæmis var mjólkurkannan hönnuð þannig að hún passaði í bilið milli tvöföldu glugganna í Finnlandi og þannig gátu þeir sem ekki áttu ísskáp haldið mjólkinni kaldri. Hver hlutur hafði margþætt notagildi, diskarnir voru einnig lok og hægt að setja þá inn í ofn. Þetta var tímamótahugmynd á þessum árum, að framleiða tugi fjölnota hluta sem hægt að nota hvern fyrir sig og fleiri saman, í grunnlitunum og á sanngjörnu verði,“ segir Matti. Þessi hugmyndafræði hafi lagt hornsteininn að öllum vörulínum Iittala sem á eftir komu. „Hönnun okkar er gerð til að nota daginn út og daginn inn, fyrir komandi kynslóðir og nálgun Kaj Franck er grunnurinn að allri hönnunarheimspeki Iittala. Teema hefur orðið táknmynd norrænnar hönnunar og sýnir á margan hátt frumkvöðlahugsun Francks um sjálfbærni, jafnrétti og hófsemi. Teema hefur staðist breytingar á lífsstíl og matarvenjum okkar í sjö áratugi og fólk sem metur gæði, tímaleysi og virkni auk útlits velur Teema,“ segir Matti. Ekki bara fallegir hlutir heldur lífsstíll „Iittala skapar ekki bara fallega hluti heldur stendur fyrir tímalausa hönnun sem aldrei verður hent. Fyrstu árin framleiddi Iittala glervörur með því að blása og pressa en á fyrstu árum módernismans á þriðja og fjórða áratugnum stóðu hönnuðir eins og Alvar, Aino Aalto og Kaj Franck fyrir byltingarkenndum breytingum með því að hugsa út fyrir kassann. Það byrjaði sem glerverksmiðja í litlu þorpi í Iittala í Finnlandi árið 1881 en er nú alþjóðlega þekkt vörumerki sem gegnir afgerandi hlutverki við að skilgreina norræna lífshætti,“ útskýrir Jonna. Hvernig verður ný Iittala vara til? Beðin um að lýsa hönnunarferlinu segja Jonna og Matti hugmyndina að nýrri vöru geta komið úr mörgum mismunandi áttum: í gegnum rannsóknir á neytendahegðun, breytingar á markaði, sjálfsprottinni hugmynd frá hönnuðum eða skilgreint verkefni er sett fyrir hönnuðinn. Hönnuðirnir vinna náið með framleiðslufólki og eru nokkur verkefni unnin á sama tíma, ferlið er langt, oft 2 til 4 ár og ekki fer allt í framleiðslu. Iittala kynnir nýja vöru á hverju ári og auk þess eru klassískir hlutir endurútgefnir með nokkrum nýjum litum eða formum. Glerlitasamsetningar eru styrkleikar Iittala og eru yfir 200 mismunandi litir til í safni og nýir litir stöðugt í þróun. Allar vörur Iittala fara í gegnum nákvæmt gæðaferli. „Við prófum gæðin innbyrðis en einnig, allt eftir vöru, hjá utanaðkomandi aðilum. Iittala starfar á alþjóðlegum markaði og því þarf að prófa vöruna í samræmi við staðla allra markaða. Vörur Iittala eru seldar víða í Evrópu, Asíu, Bandaríkjunum og Ástralíu,“ segir Matti að lokum. Vörurnar frá Iittala fást í Vogue fyrir heimilið. Brautryðjandinn Kaj Franck. Hús og heimili Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Nýtt íslenskt tískuvörumerki opnar glæsilega verslun Jólatrjáasala til styrktar góðu málefni Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Sjá meira
„Við fögnum sjötíu ára afmæli Teema meðal annars með þremur nýjum litum í línunni: vintage bláum og vintage brúnum, báðir innblásnir af upprunalegu litavali línunnar, og með nýjum, hlutlausum hörtón. Gljáinn í vintage litunum er hálfgagnsær, rétt eins og í upprunalegu línunni, en breytilegur eftir lögun hlutarins sem gerir hlutina einstaka. Þá hefur nýr hlutur verið kynntur inn í línuna, stór pottur með loki, tilvalinn til að undirbúa mat, baka og bera fram plokkfisk, karrý, súpur og aðra heita rétti haustsins og vetrarins,“ útskýrir Jonna. Nýju litirnir fást í Vogue fyrir heimilið. Pottur með loki bætist við Teema línuna í ár í tilefni 70 ára afmælis Saga Teema hefst á eftirstríðsárunum þegar fólk skorti allt. Árið 1952 var finnska hönnuðinum Kaj Franck falið að hanna borðbúnað sem auðvelt var að framleiða og væri aðgengilegur sem flestum. Jonna og Matti segja nálgun Kaj Franck hafa breytt hugmyndum fólks um borðbúnað til framtíðar. „Matarstell á þessum tíma voru óhagkvæm í framleiðslu og virkni og ekki á allra færi að eignast,“ segir Matti. „Franck hannaði fjölnota borðbúnað sem virkaði vel í hversdeginum. Til dæmis var mjólkurkannan hönnuð þannig að hún passaði í bilið milli tvöföldu glugganna í Finnlandi og þannig gátu þeir sem ekki áttu ísskáp haldið mjólkinni kaldri. Hver hlutur hafði margþætt notagildi, diskarnir voru einnig lok og hægt að setja þá inn í ofn. Þetta var tímamótahugmynd á þessum árum, að framleiða tugi fjölnota hluta sem hægt að nota hvern fyrir sig og fleiri saman, í grunnlitunum og á sanngjörnu verði,“ segir Matti. Þessi hugmyndafræði hafi lagt hornsteininn að öllum vörulínum Iittala sem á eftir komu. „Hönnun okkar er gerð til að nota daginn út og daginn inn, fyrir komandi kynslóðir og nálgun Kaj Franck er grunnurinn að allri hönnunarheimspeki Iittala. Teema hefur orðið táknmynd norrænnar hönnunar og sýnir á margan hátt frumkvöðlahugsun Francks um sjálfbærni, jafnrétti og hófsemi. Teema hefur staðist breytingar á lífsstíl og matarvenjum okkar í sjö áratugi og fólk sem metur gæði, tímaleysi og virkni auk útlits velur Teema,“ segir Matti. Ekki bara fallegir hlutir heldur lífsstíll „Iittala skapar ekki bara fallega hluti heldur stendur fyrir tímalausa hönnun sem aldrei verður hent. Fyrstu árin framleiddi Iittala glervörur með því að blása og pressa en á fyrstu árum módernismans á þriðja og fjórða áratugnum stóðu hönnuðir eins og Alvar, Aino Aalto og Kaj Franck fyrir byltingarkenndum breytingum með því að hugsa út fyrir kassann. Það byrjaði sem glerverksmiðja í litlu þorpi í Iittala í Finnlandi árið 1881 en er nú alþjóðlega þekkt vörumerki sem gegnir afgerandi hlutverki við að skilgreina norræna lífshætti,“ útskýrir Jonna. Hvernig verður ný Iittala vara til? Beðin um að lýsa hönnunarferlinu segja Jonna og Matti hugmyndina að nýrri vöru geta komið úr mörgum mismunandi áttum: í gegnum rannsóknir á neytendahegðun, breytingar á markaði, sjálfsprottinni hugmynd frá hönnuðum eða skilgreint verkefni er sett fyrir hönnuðinn. Hönnuðirnir vinna náið með framleiðslufólki og eru nokkur verkefni unnin á sama tíma, ferlið er langt, oft 2 til 4 ár og ekki fer allt í framleiðslu. Iittala kynnir nýja vöru á hverju ári og auk þess eru klassískir hlutir endurútgefnir með nokkrum nýjum litum eða formum. Glerlitasamsetningar eru styrkleikar Iittala og eru yfir 200 mismunandi litir til í safni og nýir litir stöðugt í þróun. Allar vörur Iittala fara í gegnum nákvæmt gæðaferli. „Við prófum gæðin innbyrðis en einnig, allt eftir vöru, hjá utanaðkomandi aðilum. Iittala starfar á alþjóðlegum markaði og því þarf að prófa vöruna í samræmi við staðla allra markaða. Vörur Iittala eru seldar víða í Evrópu, Asíu, Bandaríkjunum og Ástralíu,“ segir Matti að lokum. Vörurnar frá Iittala fást í Vogue fyrir heimilið. Brautryðjandinn Kaj Franck.
Hús og heimili Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Nýtt íslenskt tískuvörumerki opnar glæsilega verslun Jólatrjáasala til styrktar góðu málefni Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Sjá meira