Að fá fyrir ferðina Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar 3. nóvember 2022 08:32 Íbúar á landsbyggðinni þurfa gjarnan að leita um langan veg eftir viðeigandi heilbrigðisþjónustu sem ekki er veitt í heimabyggð. Til að koma til móts við þennan stóra hóp hefur verið sett reglugerð um ferðakostnað sjúkratryggða og aðstandenda þeirra innanlands. Þar kemur m.a. fram að Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í kostnaði við tvær ferðir sjúkratryggðs á 12 mánaða tímabili, þegar um er að ræða nauðsynlega læknisferð, a.m.k. 20 km vegalengd á milli staða sem ekki er veitt í heimabyggð. Sjúklingar þurfa að borga fyrir að fá endurgreitt Í sömu reglugerð kemur fram að ætli fólk að sækja endurgreiðslu vegna slíkra ferða þurfi læknir í heimabyggð að staðfesta að hann hafi þurft að vísa sjúkratryggðum til meðferðar utan heimabyggðar því þjónustan var ekki fyrir hendi. Fyrir slíkt vottorð þarf sjúklingur að greiða 1.511 krónur sem er t.d. um 12% af þeirri endurgreiðslu sem undirrituð á rétt á vegna einnar læknisferðar til Reykjavíkur. Já þú last rétt, við íbúar landsbyggðarinnar þurfum að borga fyrir að fá endurgreiðslu að hluta á nauðsynlegum læknisferðum. Drögum úr óþarfa álagi á heilsugæslur Á landsbyggðinni er víða mikill mönnunarvandi á heilsugæslum, fáir læknar, mikið álag, erfitt að fá tíma, þetta eru allt óþægilega kunnugleg stef. Hvernig væri að við myndum sleppa heilsugæslulæknum við þessu óþarfa áreiti, sjúklingum við óþarfa biðstofudvöl og nægjanlegt væri að sérfræðilæknir myndi staðfesta komu og þá um leið nauðsyn þjónustunnar. Drögum úr kostnaði og óþægindum fyrir þjónustuþegann um leið og við drögum úr álagi á heilsugæsluna, svokallað ,,win-win”. Letjandi fyrirkomulag hentar ríkiskassanum vel Þegar óskað er eftir endurgreiðslu vegna ferðakostnaðar þarf umsækjandi að skila inn til umboðs sýslumanns í sinni heimabyggð eftirfarandi: 1511 kr. vottorðinu frá heilsugæslulækni í heimabyggð farseðlum vegna flugs, ferju, áætlunarbíls eða almenningssamgangna en endurgreitt eru ⅔ af slíku fargjaldi Greiðslukvittunum vegna leigubíls og vegtolla Greiðslukvittunum fyrir eldsneytiskaup vegna ferða á einkabíl staðfestingu á komu til læknis Þessar gjarðir þarf landsbyggðarfólk að hoppa í gegnum til að fá endurgreiðslu fyrir þann ójafna aðgang að heilbrigðisþjónustu sem Sjúkratryggingar Íslands hafa þó viðurkennt með þessari reglugerð að landsbyggðin búi sannarlega við. Eðli málsins samkvæmt er hlutfall þeirra einstaklinga sem eiga rétt á niðurgreiðslu en sækja hana ekki vegna flækjustigs væntanlega nokkuð hátt. Sem kemur sér vel fyrir ríkiskassann. Það má nú ekki vera of einfalt að sækja sér eitthvað sem við eigum samt rétt á. Lausnirnar eru til, tæknin og getan er til, en það er spurning um viljann Vegferð stafrænnar umbyltingar hjá íslenska ríkinu hefur ekki farið framhjá neinum og í ágúst á þessu ári fór vefur Sjúkratrygginga Íslands inn á island.is sem var afar jákvætt skref. Taka þarf fleiri og stærri skref í þessa átt, m.a. með því að færa réttindagátt sjúkratrygginga þar inn, en ekki síður er mikilvægt skref að einfalda leiðina að því að sækja endurgreiðslur ferðakostnaðar í gegnum einfalda og aðgengilega stafræna þjónustugátt ríkisins. Auðveldum endurgreiðslu ferðakostnaðar Íbúar landsbyggðar hafa þurft að þola sífellt skertara aðgengi að grunnheilbrigðisþjónustu í gegnum árin, skurð- og fæðingarstöðum hefur fækkað og sérhæfð þjónusta færst í auknum mæli á stórhöfuðborgarsvæðið og okkur gert að fara þangað. Auðveldum því fólki sem þarf á þjónustu sem ekki er veitt í heimabyggð að sækja hana. Einföldum regluverkið, nýtum okkur tæknina og sleppum óþarfa milliliðum og kostnaði. Ég skora á heilbrigðisráðherra í samstarfi við Sjúkratryggingar Íslands að stíga inn í nútímann, draga úr hindrunum, leysa flækjurnar og gera okkur landsbyggðarfólkinu kleift með einföldum og hagkvæmum hætti að sækja til baka þann kostnað sem við höfum sannarlega greitt. Höfundur er sjúkraþjálfari og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Vestmannaeyjar Heilbrigðismál Fjármál heimilisins Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Íbúar á landsbyggðinni þurfa gjarnan að leita um langan veg eftir viðeigandi heilbrigðisþjónustu sem ekki er veitt í heimabyggð. Til að koma til móts við þennan stóra hóp hefur verið sett reglugerð um ferðakostnað sjúkratryggða og aðstandenda þeirra innanlands. Þar kemur m.a. fram að Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í kostnaði við tvær ferðir sjúkratryggðs á 12 mánaða tímabili, þegar um er að ræða nauðsynlega læknisferð, a.m.k. 20 km vegalengd á milli staða sem ekki er veitt í heimabyggð. Sjúklingar þurfa að borga fyrir að fá endurgreitt Í sömu reglugerð kemur fram að ætli fólk að sækja endurgreiðslu vegna slíkra ferða þurfi læknir í heimabyggð að staðfesta að hann hafi þurft að vísa sjúkratryggðum til meðferðar utan heimabyggðar því þjónustan var ekki fyrir hendi. Fyrir slíkt vottorð þarf sjúklingur að greiða 1.511 krónur sem er t.d. um 12% af þeirri endurgreiðslu sem undirrituð á rétt á vegna einnar læknisferðar til Reykjavíkur. Já þú last rétt, við íbúar landsbyggðarinnar þurfum að borga fyrir að fá endurgreiðslu að hluta á nauðsynlegum læknisferðum. Drögum úr óþarfa álagi á heilsugæslur Á landsbyggðinni er víða mikill mönnunarvandi á heilsugæslum, fáir læknar, mikið álag, erfitt að fá tíma, þetta eru allt óþægilega kunnugleg stef. Hvernig væri að við myndum sleppa heilsugæslulæknum við þessu óþarfa áreiti, sjúklingum við óþarfa biðstofudvöl og nægjanlegt væri að sérfræðilæknir myndi staðfesta komu og þá um leið nauðsyn þjónustunnar. Drögum úr kostnaði og óþægindum fyrir þjónustuþegann um leið og við drögum úr álagi á heilsugæsluna, svokallað ,,win-win”. Letjandi fyrirkomulag hentar ríkiskassanum vel Þegar óskað er eftir endurgreiðslu vegna ferðakostnaðar þarf umsækjandi að skila inn til umboðs sýslumanns í sinni heimabyggð eftirfarandi: 1511 kr. vottorðinu frá heilsugæslulækni í heimabyggð farseðlum vegna flugs, ferju, áætlunarbíls eða almenningssamgangna en endurgreitt eru ⅔ af slíku fargjaldi Greiðslukvittunum vegna leigubíls og vegtolla Greiðslukvittunum fyrir eldsneytiskaup vegna ferða á einkabíl staðfestingu á komu til læknis Þessar gjarðir þarf landsbyggðarfólk að hoppa í gegnum til að fá endurgreiðslu fyrir þann ójafna aðgang að heilbrigðisþjónustu sem Sjúkratryggingar Íslands hafa þó viðurkennt með þessari reglugerð að landsbyggðin búi sannarlega við. Eðli málsins samkvæmt er hlutfall þeirra einstaklinga sem eiga rétt á niðurgreiðslu en sækja hana ekki vegna flækjustigs væntanlega nokkuð hátt. Sem kemur sér vel fyrir ríkiskassann. Það má nú ekki vera of einfalt að sækja sér eitthvað sem við eigum samt rétt á. Lausnirnar eru til, tæknin og getan er til, en það er spurning um viljann Vegferð stafrænnar umbyltingar hjá íslenska ríkinu hefur ekki farið framhjá neinum og í ágúst á þessu ári fór vefur Sjúkratrygginga Íslands inn á island.is sem var afar jákvætt skref. Taka þarf fleiri og stærri skref í þessa átt, m.a. með því að færa réttindagátt sjúkratrygginga þar inn, en ekki síður er mikilvægt skref að einfalda leiðina að því að sækja endurgreiðslur ferðakostnaðar í gegnum einfalda og aðgengilega stafræna þjónustugátt ríkisins. Auðveldum endurgreiðslu ferðakostnaðar Íbúar landsbyggðar hafa þurft að þola sífellt skertara aðgengi að grunnheilbrigðisþjónustu í gegnum árin, skurð- og fæðingarstöðum hefur fækkað og sérhæfð þjónusta færst í auknum mæli á stórhöfuðborgarsvæðið og okkur gert að fara þangað. Auðveldum því fólki sem þarf á þjónustu sem ekki er veitt í heimabyggð að sækja hana. Einföldum regluverkið, nýtum okkur tæknina og sleppum óþarfa milliliðum og kostnaði. Ég skora á heilbrigðisráðherra í samstarfi við Sjúkratryggingar Íslands að stíga inn í nútímann, draga úr hindrunum, leysa flækjurnar og gera okkur landsbyggðarfólkinu kleift með einföldum og hagkvæmum hætti að sækja til baka þann kostnað sem við höfum sannarlega greitt. Höfundur er sjúkraþjálfari og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun