„Mér finnst þetta allt vera að smella saman núna“ Smári Jökull Jónsson skrifar 5. nóvember 2022 12:30 Andrea Jakobsdóttir er bjartsýn fyrir leikina tvo gegn Ísrael um helgina. Vísir/Skjáskot Andrea Jakobsen verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu í handknattleik um helgina sem mætir Ísrael í tvígang í forkeppni heimsmeistaramótsins. Hún er bjartsýn fyrir verkefnið og segir ferð liðsins til Færeyja hafa þjappað hópnum vel saman. „Við höfum æft mjög vel og það er góður andi í hópnum. Mér finnst þetta allt vera að smella saman núna,“ sagði Andrea í viðtali við Val Pál Eiríksson eftir æfingu landsliðsins í vikunni. Andrea leikur með danska liðinu Álaborg sem er í efsta sæti næst efstu deidar þar í landi. Íslenska liðið lék tvo leiki gegn Færeyjum um síðustu helgi og hefur nýtt vikuna vel í æfingar. „Þessi ferð um helgina var ótrúlega góð fyrir hópinn, mikið hópefli og góður hópur. Við þurftum aðeins að fínpússa upphlaupin hjá okkur og vörnina og við höfum gert það núna í vikunni. Það er búið að ganga rosa vel og ég held þetta verði gott núna um helgina,“ bætti Andrea við og sagði að verkefnið gegn Ísrael um helgina legðist vel í sig. „Þær eru reyndar eiginlega bara með nýtt lið, við vitum ekki hvaða leikmenn koma með. Þetta er andstæðingur sem við megum ekki vanmeta en við komum inn fullar af sjálfstrausti og ætlum okkur góða hluti.“ „Þær eru með flottar íþróttakonur í þessu liði. Það eru tveir nýir leikmenn frá Úkraínu sem við erum ekki með nein myndbönd af. Við erum bara með gamla leiki af þeim þannig að við þurfum að vera undirbúnar fyrir allt.“ Allt viðtalið við Andreu má sjá hér fyrir neðan þar sem hún ræðir meðal annars vistaskipti sín í sumar þar sem hún færði sig um set frá Kristianstad í Svíþjóð til Álaborgar. Klippa: Viðtal við Andreu Jakobsen Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Tengdar fréttir „Þurfum að spila smá skák í upphafi leiks“ Íslenska kvennalandsliðið í handbolta leikur um helgina tvo leiki gegn Ísrael en báðir leikirnir fara fram á Ásvöllum. Um er að ræða forkeppni HM 2023 en sigurvegarinn kemst áfram í umspil um laust sæti á HM í Danmörku, Svíþjóð og Noregi á næsta ári. 5. nóvember 2022 11:15 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
„Við höfum æft mjög vel og það er góður andi í hópnum. Mér finnst þetta allt vera að smella saman núna,“ sagði Andrea í viðtali við Val Pál Eiríksson eftir æfingu landsliðsins í vikunni. Andrea leikur með danska liðinu Álaborg sem er í efsta sæti næst efstu deidar þar í landi. Íslenska liðið lék tvo leiki gegn Færeyjum um síðustu helgi og hefur nýtt vikuna vel í æfingar. „Þessi ferð um helgina var ótrúlega góð fyrir hópinn, mikið hópefli og góður hópur. Við þurftum aðeins að fínpússa upphlaupin hjá okkur og vörnina og við höfum gert það núna í vikunni. Það er búið að ganga rosa vel og ég held þetta verði gott núna um helgina,“ bætti Andrea við og sagði að verkefnið gegn Ísrael um helgina legðist vel í sig. „Þær eru reyndar eiginlega bara með nýtt lið, við vitum ekki hvaða leikmenn koma með. Þetta er andstæðingur sem við megum ekki vanmeta en við komum inn fullar af sjálfstrausti og ætlum okkur góða hluti.“ „Þær eru með flottar íþróttakonur í þessu liði. Það eru tveir nýir leikmenn frá Úkraínu sem við erum ekki með nein myndbönd af. Við erum bara með gamla leiki af þeim þannig að við þurfum að vera undirbúnar fyrir allt.“ Allt viðtalið við Andreu má sjá hér fyrir neðan þar sem hún ræðir meðal annars vistaskipti sín í sumar þar sem hún færði sig um set frá Kristianstad í Svíþjóð til Álaborgar. Klippa: Viðtal við Andreu Jakobsen
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Tengdar fréttir „Þurfum að spila smá skák í upphafi leiks“ Íslenska kvennalandsliðið í handbolta leikur um helgina tvo leiki gegn Ísrael en báðir leikirnir fara fram á Ásvöllum. Um er að ræða forkeppni HM 2023 en sigurvegarinn kemst áfram í umspil um laust sæti á HM í Danmörku, Svíþjóð og Noregi á næsta ári. 5. nóvember 2022 11:15 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
„Þurfum að spila smá skák í upphafi leiks“ Íslenska kvennalandsliðið í handbolta leikur um helgina tvo leiki gegn Ísrael en báðir leikirnir fara fram á Ásvöllum. Um er að ræða forkeppni HM 2023 en sigurvegarinn kemst áfram í umspil um laust sæti á HM í Danmörku, Svíþjóð og Noregi á næsta ári. 5. nóvember 2022 11:15
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða