Tölvuflaga í boltanum að trufla stelpurnar á EM í handbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2022 11:00 Nora Mörk er ein af þeim leikmönnum sem hefur kvartað yfir boltanum og þá aðallega tölvuflögunni sem er á honum. Getty/Sanjin Strukic Leikmenn á Evrópumóti kvenna í handbolta kvarta yfir tölvuflögu sem er í boltanum sem þær spila með á mótinu sem stendur yfir í Norður Makedóníu. Evrópumótið hófst fyrir helgi og klárast um aðra helgi en það fer nú fram fyrr en oft áður vegna komandi heimsmeistaramóti í fótbolta karla. Ein nýjung á mótinu í ár er ekki beint að slá í gegnum sjá sumum leikmönnum. Alþjóða handboltasambandið er að auka upplýsingaöflun sína um leiki á stórmótum með því að setja tölvuflögu í boltann. Þessi tölvuflaga á að auðvelda að mæla hraðann á boltanum í sendingum, skotum sem og að vita nákvæmlega stöðu hans á vellinum. Hergeirsson advarer mot for mye «overvåking»: Det er jo inngripende https://t.co/wCBHsgBNhP— VG (@vgnett) November 6, 2022 Boltinn er hins vegar ekki sá sami og áður og leikmenn finna fyrir því. Í leik Noregs og Frakklands þá losnaði flagan og samkvæmt norsku stórstjörnunni Noru Mörk þá hagaði boltinn sé skringilega í framhaldinu. Þórir Hergeirsson, þjálfari norska liðsins, var spurður út í þetta líka. „Þetta er allt önnur umræða þegar við förum að ræða þessa tækniþróun í íþróttum. Allt er nú mælt. Spurningin er bara hvenær þú ferð að setja mælitæki á fólk til að fylgjast með hvað þau gera utan íþróttsalsins,“ sagði Þórir Hergeirsson. Hann hefur gagnrýnt breytingar á boltanum, bæði þessa flögu sem og áætlun um að taka harpix út úr leiknum. Þórir bendir líka á það að leikmenn eru með flögu í kraga keppnistreyjunnar sem er líka skylda. Hann er hins vegar fylgjandi því. „Tölvuflagan er þarna til að komast að einhverju um íþróttina og ég styð það. Það eru samt mörk. Það er allt í lagi að vera með flögu í boltanum og það getur verið skemmtilegt og áhugavert ekki síst fyrir þá sem eru áhugafólk um tölfræði og rannsóknir. Ég styð rannsóknir á íþróttinni okkar en það er bara farið að rannsaka allt og ekkert í dag,“ sagði Þórir. Nora er ekki sú eina af leikmönnum Evrópumótsins sem kvartar því það gerði hin danska Simone Petersen líka. „Ef þú dripplar boltanum og hittir staðinn þar sem flagan er þá getur boltinn breitt um stefnu og það er auðvitað mjög krefjandi,“ sagði Simone Petersen. „Það getur skipt miklu máli að eiga við svona óútreiknanlega bolta og það er mjög pirrandi,“ sagði Simone. EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Evrópumótið hófst fyrir helgi og klárast um aðra helgi en það fer nú fram fyrr en oft áður vegna komandi heimsmeistaramóti í fótbolta karla. Ein nýjung á mótinu í ár er ekki beint að slá í gegnum sjá sumum leikmönnum. Alþjóða handboltasambandið er að auka upplýsingaöflun sína um leiki á stórmótum með því að setja tölvuflögu í boltann. Þessi tölvuflaga á að auðvelda að mæla hraðann á boltanum í sendingum, skotum sem og að vita nákvæmlega stöðu hans á vellinum. Hergeirsson advarer mot for mye «overvåking»: Det er jo inngripende https://t.co/wCBHsgBNhP— VG (@vgnett) November 6, 2022 Boltinn er hins vegar ekki sá sami og áður og leikmenn finna fyrir því. Í leik Noregs og Frakklands þá losnaði flagan og samkvæmt norsku stórstjörnunni Noru Mörk þá hagaði boltinn sé skringilega í framhaldinu. Þórir Hergeirsson, þjálfari norska liðsins, var spurður út í þetta líka. „Þetta er allt önnur umræða þegar við förum að ræða þessa tækniþróun í íþróttum. Allt er nú mælt. Spurningin er bara hvenær þú ferð að setja mælitæki á fólk til að fylgjast með hvað þau gera utan íþróttsalsins,“ sagði Þórir Hergeirsson. Hann hefur gagnrýnt breytingar á boltanum, bæði þessa flögu sem og áætlun um að taka harpix út úr leiknum. Þórir bendir líka á það að leikmenn eru með flögu í kraga keppnistreyjunnar sem er líka skylda. Hann er hins vegar fylgjandi því. „Tölvuflagan er þarna til að komast að einhverju um íþróttina og ég styð það. Það eru samt mörk. Það er allt í lagi að vera með flögu í boltanum og það getur verið skemmtilegt og áhugavert ekki síst fyrir þá sem eru áhugafólk um tölfræði og rannsóknir. Ég styð rannsóknir á íþróttinni okkar en það er bara farið að rannsaka allt og ekkert í dag,“ sagði Þórir. Nora er ekki sú eina af leikmönnum Evrópumótsins sem kvartar því það gerði hin danska Simone Petersen líka. „Ef þú dripplar boltanum og hittir staðinn þar sem flagan er þá getur boltinn breitt um stefnu og það er auðvitað mjög krefjandi,“ sagði Simone Petersen. „Það getur skipt miklu máli að eiga við svona óútreiknanlega bolta og það er mjög pirrandi,“ sagði Simone.
EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða