Kjósendur í þremur ríkjum samþykkja að binda rétt kvenna til þungunarrofs í stjórnarskrá Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. nóvember 2022 10:01 Kjósendur í þremur ríkjum í Bandaríkjunum samþykktu að festa rétt kvenna til þungunarrofs í stjórnarskrá ríkjanna. epa/Will Oliver Verðbólga og þungunarrof voru efst á blaði meðal þeirra málefna sem höfðu hvað mest áhrif þegar kjósendur í Bandaríkjunum gengu til þingkosninga í gær. Í þremur ríkjum samþykktu kjósendur aðgerðir til að standa vörð um rétt kvenna til þungunarrofs. Í Vermont samþykkti meirihluti kjósenda breytingar á stjórnarskrá ríkisins, þar sem nú verður kveðið á um að réttur einstaklinga til sjálfræðis hvað varðar barneignir sé lykilþáttur þegar kemur að því að ráða eigin lífi og að ekki megi skerða þennan rétt nema hagsmunir ríkisins séu í húfi. Kjósendur í Michigan samþykktu sömuleiðis að tryggja rétt kvenna til þungunarrofs í stjórnarskrá ríkisins, þar sem nú verður kveðið á um réttindi einstaklingsins til þess að ráða öllum ákvörðunum þegar kemur að þungun. Worth noting that amendments to state constitutions in California, Vermont and Michigan to protect the right to abortion all passed with substantial majorities. Meanwhile, amendments to restrict #AbortionRights in Kentucky and Montana look set to fail. pic.twitter.com/n5bZ39KXZb— Marion McKeone (@marionmckeone) November 9, 2022 Fyrirbyggjandi aðgerð gegn gildistöku úreltra laga Michigan var eitt þeirra ríkja þar sem hætt var við því að eldri lög tækju aftur gildi í kjölfar þess að hæstiréttur Bandaríkjanna snéri niðurstöðunn í Roe gegn Wade. Þannig kemur niðurstaðan í kosningunum nú í veg fyrir að lög frá 1931 um nær algjört þungunarrofsbann virkist á ný. Tillagan sem kjósendur samþykktu felur hins vegar í sér að ríkisþingið mun geta sett lög um þungunarrof þegar komið er að þeim tíma á meðgöngunni þegar fóstrið getur lifað sjálfstæðu lífi utan líkama móðurinnar. Þingið mun hins vegar ekki geta sett lög sem kveða á um refsingu gegn þeim sem gangast undir þungunarrof eða missa fóstur, né þeim sem veita þungunarrofsþjónustu. Í Kaliforníu samþykktu kjósendur að gera breytingar á stjórnarskrá ríkisins þar sem kveðið verður á um algjöran rétt einstaklingsins til notkunar getnaðarvarna og aðgengis að þungunarrofi. Eins og er kveður stjórnarskráin á um rétt til friðhelgis einkalífsins, sem hæstiréttur ríkisins hefur túlkað sem svo að nái einnig yfir réttinn til þungunarrofs. Í Kentucky og Montana var kosið um tillögur til höfuðs rétti kvenna til þungunarrofs en niðurstöður þar liggja ekki fyrir. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Þungunarrof Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Í Vermont samþykkti meirihluti kjósenda breytingar á stjórnarskrá ríkisins, þar sem nú verður kveðið á um að réttur einstaklinga til sjálfræðis hvað varðar barneignir sé lykilþáttur þegar kemur að því að ráða eigin lífi og að ekki megi skerða þennan rétt nema hagsmunir ríkisins séu í húfi. Kjósendur í Michigan samþykktu sömuleiðis að tryggja rétt kvenna til þungunarrofs í stjórnarskrá ríkisins, þar sem nú verður kveðið á um réttindi einstaklingsins til þess að ráða öllum ákvörðunum þegar kemur að þungun. Worth noting that amendments to state constitutions in California, Vermont and Michigan to protect the right to abortion all passed with substantial majorities. Meanwhile, amendments to restrict #AbortionRights in Kentucky and Montana look set to fail. pic.twitter.com/n5bZ39KXZb— Marion McKeone (@marionmckeone) November 9, 2022 Fyrirbyggjandi aðgerð gegn gildistöku úreltra laga Michigan var eitt þeirra ríkja þar sem hætt var við því að eldri lög tækju aftur gildi í kjölfar þess að hæstiréttur Bandaríkjanna snéri niðurstöðunn í Roe gegn Wade. Þannig kemur niðurstaðan í kosningunum nú í veg fyrir að lög frá 1931 um nær algjört þungunarrofsbann virkist á ný. Tillagan sem kjósendur samþykktu felur hins vegar í sér að ríkisþingið mun geta sett lög um þungunarrof þegar komið er að þeim tíma á meðgöngunni þegar fóstrið getur lifað sjálfstæðu lífi utan líkama móðurinnar. Þingið mun hins vegar ekki geta sett lög sem kveða á um refsingu gegn þeim sem gangast undir þungunarrof eða missa fóstur, né þeim sem veita þungunarrofsþjónustu. Í Kaliforníu samþykktu kjósendur að gera breytingar á stjórnarskrá ríkisins þar sem kveðið verður á um algjöran rétt einstaklingsins til notkunar getnaðarvarna og aðgengis að þungunarrofi. Eins og er kveður stjórnarskráin á um rétt til friðhelgis einkalífsins, sem hæstiréttur ríkisins hefur túlkað sem svo að nái einnig yfir réttinn til þungunarrofs. Í Kentucky og Montana var kosið um tillögur til höfuðs rétti kvenna til þungunarrofs en niðurstöður þar liggja ekki fyrir.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Þungunarrof Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent