Sitjum ekki uppi með sárt enni og brennt kort – vörumst netsvik Heiðrún Jónsdóttir skrifar 10. nóvember 2022 07:01 Jólageit IKEA er komin á sinn stað og fyrsti stóri netverslunar dagurinn nálgast. Þetta verður ekki flúið, það eru að koma jól. Burtséð frá því hvenær fólki finnst eðlilegt að byrja að minnast á jólin þá er fjöldi fólks sem nýtir sér þau tækifæri sem gefast í netverslunum í nóvember. Framundan eru stórir netverslunar dagar: Svokallaður dagur einhleypra eða „Singles Day” og og Net mánudagur eða „Cyber Monday“ að ógleymdum hinum svarta föstudegi eða „Black Friday”. Mikil þægindi felast í netverslun og er hægt að spara bæði tíma og fjármuni með því að klára kaupin á veraldavefnum. Þrátt fyrir margar aðgerðir sem verslunarmenn, kortafyrirtæki og bankar hafa ráðist í byggir netverslun samt sem áður á trausti, það traust misnota glæpamenn daglega. Þeir eru afar vel skipulagðir og búa yfir mikilli þekkingu og færni. Í aðdraganda stórra netverslunardaga aukast tilraunir til netsvika verulega. Tæknimenn banka, færsluhirða og fjarskiptafyrirtækja ásamt starfsmönnum stofnana á borð við CERT-IS vinna hörðum höndum að því að takmarka aðgengi glæpamanna að einstaklingum sem stunda viðskipti á netinu. Þrátt fyrir allar þeirra aðgerðir hefur ekki enn tekist að koma í veg fyrir stærsta öryggisgallann, veikasti hlekkurinn er nefnilega oftast endanotandinn, við sjálf. Því er sérstaklega mikilvægt að hafa í huga hvað við kaupum, hvort upphæðir stemmi og hvort skilaboðin komi frá réttum aðila og alls ekki deila myndum af kortum eða skilríkjum. Þá er nauðsynlegt að ganga úr skugga um að síðurnar sem verslað er á séu réttmætar og hvort vefslóðin líti afbrigðilega út. Allir geta lent í klónum á þessum þrjótum, það er ekkert til að skammast sín fyrir, en ef við lendum í svikum er mikilvægt að frysta kort og tilkynna svikin strax. Því miður er það þó þannig að yfirleitt sitja neytendur uppi með tjónið. Markaðsrannsóknir benda eindregið til þess að vegur netverslunar haldi áfram að aukast. Sú þróun er jákvæð fyrir neytendur og verslun, en mikilvægast af öllu er að við temjum okkur heilbrigða tortryggni í verslun og viðskiptum á alnetinu. Ekki láta þessa búbót verða til þess að þú tapir háum fjárhæðum rétt fyrir jól. Verum vel vakandi yfir öllum skrefum sem við stígum á netinu og ekki hika við að hafa samband beint við söluaðila eða sendingaraðila ef eitthvað lítur óeðlilega út. Í aðdraganda jóla eykst oft hraðinn og stressið og því er ekki einungis mikilvægt að við tökum smá tíma fyrir okkur sjálf mitt í öllu stressinu, heldur einnig að við tökum okkur tvær mínútur og göngum úr skugga um að allt sé með felldu í viðskiptum okkar á netinu. Sitjum ekki uppi með sárt enni og brennt kort yfir jólasteikinni. Við hvetjum alla til að kynna sér málið nánar á taktutvær.is Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Neytendur Verslun Heiðrún Jónsdóttir Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Jólageit IKEA er komin á sinn stað og fyrsti stóri netverslunar dagurinn nálgast. Þetta verður ekki flúið, það eru að koma jól. Burtséð frá því hvenær fólki finnst eðlilegt að byrja að minnast á jólin þá er fjöldi fólks sem nýtir sér þau tækifæri sem gefast í netverslunum í nóvember. Framundan eru stórir netverslunar dagar: Svokallaður dagur einhleypra eða „Singles Day” og og Net mánudagur eða „Cyber Monday“ að ógleymdum hinum svarta föstudegi eða „Black Friday”. Mikil þægindi felast í netverslun og er hægt að spara bæði tíma og fjármuni með því að klára kaupin á veraldavefnum. Þrátt fyrir margar aðgerðir sem verslunarmenn, kortafyrirtæki og bankar hafa ráðist í byggir netverslun samt sem áður á trausti, það traust misnota glæpamenn daglega. Þeir eru afar vel skipulagðir og búa yfir mikilli þekkingu og færni. Í aðdraganda stórra netverslunardaga aukast tilraunir til netsvika verulega. Tæknimenn banka, færsluhirða og fjarskiptafyrirtækja ásamt starfsmönnum stofnana á borð við CERT-IS vinna hörðum höndum að því að takmarka aðgengi glæpamanna að einstaklingum sem stunda viðskipti á netinu. Þrátt fyrir allar þeirra aðgerðir hefur ekki enn tekist að koma í veg fyrir stærsta öryggisgallann, veikasti hlekkurinn er nefnilega oftast endanotandinn, við sjálf. Því er sérstaklega mikilvægt að hafa í huga hvað við kaupum, hvort upphæðir stemmi og hvort skilaboðin komi frá réttum aðila og alls ekki deila myndum af kortum eða skilríkjum. Þá er nauðsynlegt að ganga úr skugga um að síðurnar sem verslað er á séu réttmætar og hvort vefslóðin líti afbrigðilega út. Allir geta lent í klónum á þessum þrjótum, það er ekkert til að skammast sín fyrir, en ef við lendum í svikum er mikilvægt að frysta kort og tilkynna svikin strax. Því miður er það þó þannig að yfirleitt sitja neytendur uppi með tjónið. Markaðsrannsóknir benda eindregið til þess að vegur netverslunar haldi áfram að aukast. Sú þróun er jákvæð fyrir neytendur og verslun, en mikilvægast af öllu er að við temjum okkur heilbrigða tortryggni í verslun og viðskiptum á alnetinu. Ekki láta þessa búbót verða til þess að þú tapir háum fjárhæðum rétt fyrir jól. Verum vel vakandi yfir öllum skrefum sem við stígum á netinu og ekki hika við að hafa samband beint við söluaðila eða sendingaraðila ef eitthvað lítur óeðlilega út. Í aðdraganda jóla eykst oft hraðinn og stressið og því er ekki einungis mikilvægt að við tökum smá tíma fyrir okkur sjálf mitt í öllu stressinu, heldur einnig að við tökum okkur tvær mínútur og göngum úr skugga um að allt sé með felldu í viðskiptum okkar á netinu. Sitjum ekki uppi með sárt enni og brennt kort yfir jólasteikinni. Við hvetjum alla til að kynna sér málið nánar á taktutvær.is Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun