Þrjátíu og tvær stundir eða fjögurra daga vinnuvika Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 11. nóvember 2022 09:30 Í þeim kjarasamningaviðræðum sem nú standa yfir fer VR fram með kröfu um 4-daga vinnuviku. Það þýðir einfaldlega að við viljum stytta vinnuvikuna í 32 stundir, án skerðingar á launum. Þessi krafa er orðin æ háværari, ekki bara hér á landi heldur víða erlendis. Hugmyndin um 32 stunda vinnuviku felur að okkar mati í sér sveigjanleika og mismunandi útfærslur. Hún felur í sér loforð um breytt viðhorf og breytingar á vinnufyrirkomulagi. Styttri vinnuvika getur til dæmis verið fimm styttri vinnudagar, nú eða fjórir venjulegir vinnudagar í fjögurra daga vinnuviku, svo fremi að heildarvinnutíminn sé 32 stundir á viku. Árið 1955, árið sem VR varð félag launafólks eingöngu, var samið um 48 klst. vinnuviku í verslun og 39 til 41 klst. á skrifstofu - vinnuvikan á skrifstofum var styttri að sumarlagi og laugardagar töldust með dagvinnutíma. Vinnuvikan styttist smám saman á næstu árum og árið 1971 voru samþykkt lög um 40 stunda vinnuviku. Vinnuvika skrifstofufólks innan VR var þá orðin styttri en þessu nemur, og hélst áfram styttri. Frá aldamótum hefur VR tvívegis samið um styttingu vinnuvikunnar í kjarasamningum, um hálftíma árið 2000 og um þrjú korter í Lífskjarasamningnum árið 2019. Krafa VR um að stytta vinnuvikuna í 32 vinnustundir er ekki svo stórt stökk frá því sem félagsfólk býr við í dag. Virkur vinnutími afgreiðslufólks innan VR er 35 klst. og 50 mínútur á viku og 35 og hálf stund hjá skrifstofufólki. Stytting vinnuvikunnar sem samið var um í síðustu kjarasamningum hefur tekist vel til hjá VR og er mikil ánægja með hana. Frekari stytting fékk mikinn stuðning í aðdraganda þeirra viðræðna sem nú eru hafnar. Stytting vinnuvikunnar er eðlileg krafa í framsæknu samfélagi og að starfsfólk eigi raunverulegt val um það hvernig það hagar vinnutíma sínum. Kannanir hafa sýnt að launafólk vill meiri sveigjanleika og starf sem kemur til móts við óskir þess um meira jafnvægi milli vinnu og einkalífs, um meiri frítíma. Covid kenndi okkur líka að við getum unnið öðruvísi. Það er alveg ljóst að það þarf að breyta vinnufyrirkomulagi til að stytta vinnuvikuna. Það þarf að breyta skipulagningunni, mætingum og viðveru, jafnvel opnunartíma. Það þarf að breyta vaktafyrirkomulagi hjá þeim sem vinna vaktavinnu. Átta tíma vakt er ekki meitluð í stein, ekki frekar en 40 stunda vinnuvika. Þessu er öllu hægt að breyta. VR stendur fyrir fundi um styttingu vinnuvikunnar þann 15. nóvember. Við stefnum á 32 stundir. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Í þeim kjarasamningaviðræðum sem nú standa yfir fer VR fram með kröfu um 4-daga vinnuviku. Það þýðir einfaldlega að við viljum stytta vinnuvikuna í 32 stundir, án skerðingar á launum. Þessi krafa er orðin æ háværari, ekki bara hér á landi heldur víða erlendis. Hugmyndin um 32 stunda vinnuviku felur að okkar mati í sér sveigjanleika og mismunandi útfærslur. Hún felur í sér loforð um breytt viðhorf og breytingar á vinnufyrirkomulagi. Styttri vinnuvika getur til dæmis verið fimm styttri vinnudagar, nú eða fjórir venjulegir vinnudagar í fjögurra daga vinnuviku, svo fremi að heildarvinnutíminn sé 32 stundir á viku. Árið 1955, árið sem VR varð félag launafólks eingöngu, var samið um 48 klst. vinnuviku í verslun og 39 til 41 klst. á skrifstofu - vinnuvikan á skrifstofum var styttri að sumarlagi og laugardagar töldust með dagvinnutíma. Vinnuvikan styttist smám saman á næstu árum og árið 1971 voru samþykkt lög um 40 stunda vinnuviku. Vinnuvika skrifstofufólks innan VR var þá orðin styttri en þessu nemur, og hélst áfram styttri. Frá aldamótum hefur VR tvívegis samið um styttingu vinnuvikunnar í kjarasamningum, um hálftíma árið 2000 og um þrjú korter í Lífskjarasamningnum árið 2019. Krafa VR um að stytta vinnuvikuna í 32 vinnustundir er ekki svo stórt stökk frá því sem félagsfólk býr við í dag. Virkur vinnutími afgreiðslufólks innan VR er 35 klst. og 50 mínútur á viku og 35 og hálf stund hjá skrifstofufólki. Stytting vinnuvikunnar sem samið var um í síðustu kjarasamningum hefur tekist vel til hjá VR og er mikil ánægja með hana. Frekari stytting fékk mikinn stuðning í aðdraganda þeirra viðræðna sem nú eru hafnar. Stytting vinnuvikunnar er eðlileg krafa í framsæknu samfélagi og að starfsfólk eigi raunverulegt val um það hvernig það hagar vinnutíma sínum. Kannanir hafa sýnt að launafólk vill meiri sveigjanleika og starf sem kemur til móts við óskir þess um meira jafnvægi milli vinnu og einkalífs, um meiri frítíma. Covid kenndi okkur líka að við getum unnið öðruvísi. Það er alveg ljóst að það þarf að breyta vinnufyrirkomulagi til að stytta vinnuvikuna. Það þarf að breyta skipulagningunni, mætingum og viðveru, jafnvel opnunartíma. Það þarf að breyta vaktafyrirkomulagi hjá þeim sem vinna vaktavinnu. Átta tíma vakt er ekki meitluð í stein, ekki frekar en 40 stunda vinnuvika. Þessu er öllu hægt að breyta. VR stendur fyrir fundi um styttingu vinnuvikunnar þann 15. nóvember. Við stefnum á 32 stundir. Höfundur er formaður VR.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun