Því miður fór Georgía með þriggja stiga sigur af hólmi eftir hörkuleik, lokatölur 85-88. Möguleika Íslands um sæti á HM minnkuðu við tapið en eru alls ekki úr sögunni.
Segja má að víaanýting beggja liða hafi skorið úr um sigurvegara í kvöld. Á meðan Ísland skoraði úr aðeins 13 af 24 þá skoruðu gestirnir úr 25 af 30. Hér að neðan má sjá fleiri myndir úr leiknum.














