Mjótt á munum í Nevada en Demókratar tryggja sér Arisóna Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 12. nóvember 2022 12:17 Mark Kelly heilsar upp á stuðningsmenn sína ásamt eiginkonu sinni Gabby Giffords í Tuscon á kosninganótt. Kelly var geimfari hjá NASA en Giffords var fulltrúadeildarþingmaður Arizona. Hún lét af embætti eftir að byssumaður skaut hana í höfuðið á viðburði í ríkinu árið 2011. AP/Alberto Mariani Eftir liðna nótt eru Demókratar einu sæti frá því að tryggja sér meirihluta í öldungadeild bandaríska þingsins. Geimfarinn Mark Kelly tryggði sér þingsæti Arisóna. Enn er beðið eftir endanlegum niðurstöðum þingkosninganna sem fóru fram þann 8. nóvember síðastliðinn. Tvö ríki hafa ekki kynnt niðurstöður sínar en það eru Nevada og Georgía. Niðurstöður Georgíu munu þó ekki liggja fyrir fyrr en eftir 6. desember en þá munu íbúar ríkisins kjósa á ný vegna þess að hvorugur frambjóðandi stóru flokkana tveggja hlaut meira en fimmtíu prósent atkvæða. Sjá einnig: Þrjú ríki munu ráða úrslitum Eftir nóttina og sigur Mark Kelly eru Repúblikanaflokkurinn og Demókrataflokkurinn með 49 þingsæti hvor í öldungadeildinni. Repúblikanar þurfa að tryggja sér 51 þingsæti til þess að ná meirihluta þingdeildarinnar en Demókratar 50 vegna þess að Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna er Demókrati og hefur úrslitaatkvæði. Frambjóðandi Demókrata í Nevada, Catherine Cortez Masto (t.v.) og frambjóðandi Repúblikana, Adam Laxalt. Myndin er samsett.Getty/Anna Moneymaker,SOPA Images Lengi vel hefur verið mjótt á munum í Nevada ríki og því verður áhugavert að sjá hver stendur uppi sem sigurvegari að lokum. Samkvæmt tölum frá CNN er minna en þúsund atkvæða munur á milli frambjóðanda Repúblikana, Laxalt og frambjóðanda Demókrata, Cortez Mastro. Munurinn er um 0,1 prósent en tölurnar voru síðast uppfærðar í gær og höfðu þá um 94 prósent atkvæða verið talin. Fari sætið til Repúblikana mun biðin eftir niðurstöðum Georgíu eflaust reynast mörgum erfið. Hvað varðar fulltrúadeild þingsins er ljóst að Repúblikanar ná meirihluta þar, þó ekki jafn miklum og búist var við en fáheyrt er að flokkur stjórnarandstöðu tryggi sér ekki meirihluta í báðum þingdeildum. Sjá einnig: Fáheyrt að stjórnarandstaðan nái ekki tökum á báðum þingdeildum Repúblikanar hafa nú tryggt sér 211 sæti gegn 203 sætum Demókrata en 218 sæti þarf til þess að ná meirihluta í fulltrúadeildinni. Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Demókratar bæta við forskotið í keppni um lykilþingsæti í Arizona Geimfarinn Mark Kelly er nú með ríflega fimm prósentustiga forskot á keppinaut sinn Blake Masters í keppninni um eitt af þremur öldungadeildarþingsætum sem gæti ráðið því hvort demókratar eða repúblikanar fara með völd í deildinni. Enn eru þó of mörg atkvæði ótalin til að hægt sé að lýsa annan þeirra sigurvegara. 11. nóvember 2022 07:45 Trump liggur undir feldi og íhugar næstu skref Innsti hringur stuðningsmanna Donald Trump er sagður klofinn þegar kemur að því hvort forsetinn fyrrverandi ætti að tilkynna um forsetaframboð 2024 í næstu viku, eins og hann hefur gefið í skyn að hann hyggist gera. 11. nóvember 2022 07:11 Repúblikanar þokast nær meirihluta í fulltrúadeildinni Meirihluti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er nú innan seilingar fyrir repúblikana. Talningu er enn ólokið í fleiri en þrjátíu kjördæmum en repúblikana vantar aðeins sjö sæti til viðbótar. Ekki er búist við að úrslit í öldungadeildinni liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi eftir nokkra daga. 10. nóvember 2022 08:37 Biden hrósaði varnarsigri Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hrósaði varnarsigri Demókrata, er hann kom fyrst fram opinberlega eftir þingkosningar þar í landi í gær. Hann segir ekkert annað í kortunum en að hann bjóði sig aftur fram í forsetakosningunum 2024. 9. nóvember 2022 22:44 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
Enn er beðið eftir endanlegum niðurstöðum þingkosninganna sem fóru fram þann 8. nóvember síðastliðinn. Tvö ríki hafa ekki kynnt niðurstöður sínar en það eru Nevada og Georgía. Niðurstöður Georgíu munu þó ekki liggja fyrir fyrr en eftir 6. desember en þá munu íbúar ríkisins kjósa á ný vegna þess að hvorugur frambjóðandi stóru flokkana tveggja hlaut meira en fimmtíu prósent atkvæða. Sjá einnig: Þrjú ríki munu ráða úrslitum Eftir nóttina og sigur Mark Kelly eru Repúblikanaflokkurinn og Demókrataflokkurinn með 49 þingsæti hvor í öldungadeildinni. Repúblikanar þurfa að tryggja sér 51 þingsæti til þess að ná meirihluta þingdeildarinnar en Demókratar 50 vegna þess að Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna er Demókrati og hefur úrslitaatkvæði. Frambjóðandi Demókrata í Nevada, Catherine Cortez Masto (t.v.) og frambjóðandi Repúblikana, Adam Laxalt. Myndin er samsett.Getty/Anna Moneymaker,SOPA Images Lengi vel hefur verið mjótt á munum í Nevada ríki og því verður áhugavert að sjá hver stendur uppi sem sigurvegari að lokum. Samkvæmt tölum frá CNN er minna en þúsund atkvæða munur á milli frambjóðanda Repúblikana, Laxalt og frambjóðanda Demókrata, Cortez Mastro. Munurinn er um 0,1 prósent en tölurnar voru síðast uppfærðar í gær og höfðu þá um 94 prósent atkvæða verið talin. Fari sætið til Repúblikana mun biðin eftir niðurstöðum Georgíu eflaust reynast mörgum erfið. Hvað varðar fulltrúadeild þingsins er ljóst að Repúblikanar ná meirihluta þar, þó ekki jafn miklum og búist var við en fáheyrt er að flokkur stjórnarandstöðu tryggi sér ekki meirihluta í báðum þingdeildum. Sjá einnig: Fáheyrt að stjórnarandstaðan nái ekki tökum á báðum þingdeildum Repúblikanar hafa nú tryggt sér 211 sæti gegn 203 sætum Demókrata en 218 sæti þarf til þess að ná meirihluta í fulltrúadeildinni.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Demókratar bæta við forskotið í keppni um lykilþingsæti í Arizona Geimfarinn Mark Kelly er nú með ríflega fimm prósentustiga forskot á keppinaut sinn Blake Masters í keppninni um eitt af þremur öldungadeildarþingsætum sem gæti ráðið því hvort demókratar eða repúblikanar fara með völd í deildinni. Enn eru þó of mörg atkvæði ótalin til að hægt sé að lýsa annan þeirra sigurvegara. 11. nóvember 2022 07:45 Trump liggur undir feldi og íhugar næstu skref Innsti hringur stuðningsmanna Donald Trump er sagður klofinn þegar kemur að því hvort forsetinn fyrrverandi ætti að tilkynna um forsetaframboð 2024 í næstu viku, eins og hann hefur gefið í skyn að hann hyggist gera. 11. nóvember 2022 07:11 Repúblikanar þokast nær meirihluta í fulltrúadeildinni Meirihluti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er nú innan seilingar fyrir repúblikana. Talningu er enn ólokið í fleiri en þrjátíu kjördæmum en repúblikana vantar aðeins sjö sæti til viðbótar. Ekki er búist við að úrslit í öldungadeildinni liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi eftir nokkra daga. 10. nóvember 2022 08:37 Biden hrósaði varnarsigri Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hrósaði varnarsigri Demókrata, er hann kom fyrst fram opinberlega eftir þingkosningar þar í landi í gær. Hann segir ekkert annað í kortunum en að hann bjóði sig aftur fram í forsetakosningunum 2024. 9. nóvember 2022 22:44 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
Demókratar bæta við forskotið í keppni um lykilþingsæti í Arizona Geimfarinn Mark Kelly er nú með ríflega fimm prósentustiga forskot á keppinaut sinn Blake Masters í keppninni um eitt af þremur öldungadeildarþingsætum sem gæti ráðið því hvort demókratar eða repúblikanar fara með völd í deildinni. Enn eru þó of mörg atkvæði ótalin til að hægt sé að lýsa annan þeirra sigurvegara. 11. nóvember 2022 07:45
Trump liggur undir feldi og íhugar næstu skref Innsti hringur stuðningsmanna Donald Trump er sagður klofinn þegar kemur að því hvort forsetinn fyrrverandi ætti að tilkynna um forsetaframboð 2024 í næstu viku, eins og hann hefur gefið í skyn að hann hyggist gera. 11. nóvember 2022 07:11
Repúblikanar þokast nær meirihluta í fulltrúadeildinni Meirihluti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er nú innan seilingar fyrir repúblikana. Talningu er enn ólokið í fleiri en þrjátíu kjördæmum en repúblikana vantar aðeins sjö sæti til viðbótar. Ekki er búist við að úrslit í öldungadeildinni liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi eftir nokkra daga. 10. nóvember 2022 08:37
Biden hrósaði varnarsigri Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hrósaði varnarsigri Demókrata, er hann kom fyrst fram opinberlega eftir þingkosningar þar í landi í gær. Hann segir ekkert annað í kortunum en að hann bjóði sig aftur fram í forsetakosningunum 2024. 9. nóvember 2022 22:44