Hundruð bíða eftir áritun David Walliams í Smáralind Bjarki Sigurðsson skrifar 12. nóvember 2022 13:47 David Walliams er í verslun Pennans Eymundssonar í Smáralind að árita bækur. Vísir/Lilja Nokkur hundruð manna bíða nú í röð í Smáralind eftir því að fá áritun frá leikaranum, grínistanum og höfundinum David Walliams. Markaðsstjóri Smáralindar segir þetta vera lengstu röðina síðan H&M opnaði í verslunarmiðstöðinni. Walliams er í Smáralind á vegum Pennans Eymundssonar. Hann mætti þangað klukkan eitt í dag og verður til klukkan hálf þrjú. Þar áritar hann bækur sínar fyrir gesti og gangandi. Samkvæmt fólki á staðnum var fólk sem mætti klukkan tólf í röðina að fá áritun stuttu fyrir klukkan tvö. Því er ljóst að ekki allir í röðinni munu ná að hitta hann. Áhugi fólks er gríðarlega mikill en nokkur hundruð manna bíða nú í röð fyrir utan verslunina til að fá áritunina. Sandra Arnardóttir, markaðsstjóri Smáralindarinnar, segir að þrátt fyrir að fólkið í röðinni sé mjög spennt sé almenn ró yfir öllum. Klippa: Gífurleg biðröð í Smáralind eftir áritun frá David Walliams „Það virðist vera mikill spenningur og hér er mikið af fólki með börnin sín. Allir eru rólegir í röðinni. Sumir eru með bækur að heiman sem þeir ætla að láta að árita,“ segir Sandra. Það er langt síðan svo löng röð myndaðist í verslunarmiðstöðinni. Að sögn Söndru var það líklega þegar verslun H&M var opnuð þar árið 2017. Fyrir það var það síðan þegar verslun Lindex var opnuð árið 2011. Enginn troðningur hefur myndast ólíkt því þegar Vine-stjörnurnar Jerome Jarre og Nash Grier heimsóttu Smáralind í janúar árið 2014. Þá myndaðist mikill troðningur og einhver börn slösuðust. Það endaði með því að það þurfti að fylgja stjörnunum út um starfsmannaútgang. Kópavogur Íslandsvinir Smáralind Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Sjá meira
Walliams er í Smáralind á vegum Pennans Eymundssonar. Hann mætti þangað klukkan eitt í dag og verður til klukkan hálf þrjú. Þar áritar hann bækur sínar fyrir gesti og gangandi. Samkvæmt fólki á staðnum var fólk sem mætti klukkan tólf í röðina að fá áritun stuttu fyrir klukkan tvö. Því er ljóst að ekki allir í röðinni munu ná að hitta hann. Áhugi fólks er gríðarlega mikill en nokkur hundruð manna bíða nú í röð fyrir utan verslunina til að fá áritunina. Sandra Arnardóttir, markaðsstjóri Smáralindarinnar, segir að þrátt fyrir að fólkið í röðinni sé mjög spennt sé almenn ró yfir öllum. Klippa: Gífurleg biðröð í Smáralind eftir áritun frá David Walliams „Það virðist vera mikill spenningur og hér er mikið af fólki með börnin sín. Allir eru rólegir í röðinni. Sumir eru með bækur að heiman sem þeir ætla að láta að árita,“ segir Sandra. Það er langt síðan svo löng röð myndaðist í verslunarmiðstöðinni. Að sögn Söndru var það líklega þegar verslun H&M var opnuð þar árið 2017. Fyrir það var það síðan þegar verslun Lindex var opnuð árið 2011. Enginn troðningur hefur myndast ólíkt því þegar Vine-stjörnurnar Jerome Jarre og Nash Grier heimsóttu Smáralind í janúar árið 2014. Þá myndaðist mikill troðningur og einhver börn slösuðust. Það endaði með því að það þurfti að fylgja stjörnunum út um starfsmannaútgang.
Kópavogur Íslandsvinir Smáralind Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Sjá meira