Segist aldrei hafa séð aðra eins óráðsíu og hjá FTX Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2022 22:11 Mikið veldi var á FTX um tíma en það keypti meðal annars nafnarétt á leikvangi körfuboltaliðsins Miami Heat. Fyrirtækið var fyrir skemmstu metið á tugi milljarða dollara. AP/Marta Lavandier Nýr forstjóri fallna rafmyntarfyrirtækisins FTX segist aldrei hafa séð aðra eins óstjórn og þá sem átti sér stað hjá félaginu. Hann átti engu að síður þátt í að greiða úr flækjunni eftir fall Enron sem er talið eitt subbulegasta gjaldþrot í sögu Bandaríkjanna. FTX var ein af stærstu rafmyntarkauphöllum heims en fyrirtækið hrundi eins og spilaborg þegar viðskiptavinir gerðu nokkurs konar áhlaup og vildu skipta rafmyntum sínum út fyrir „hefðbundna“ mynt. Lausafjárþurrðin leiddi til þess að FTX var á endanum tekið til gjaldþrotameðferðar í síðustu viku. Þegar tilkynnt var um að FTX hefði sótt um að vera tekið til endurskipulagningar á grundvelli bandarískra gjaldþrotalaga tók John Ray þriðji við af Sam Bankman-Fried sem forstjóri. Ray var skiptastjóri Enron, sem var um skeið stærsta orkufyrirtæki Bandaríkjanna. Það hrundi til grunna eftir að upp komst um stórfellt bókhaldsmisferli þess. Þrátt fyrir að gjaldþrot Enron sé alræmt í viðskiptasögu Bandaríkjanna sagði Ray í greinargerð sem hann skilaði að hann hefði aldrei á sínum ferli orðið vitni að jafnmikilli óstjórn og algerum skorti á áreiðanlegum upplýsingum um fjármál fyrirtækis og hjá FTX. Stjórn fyrirtækisins hafi verið á hendi örfárra óreyndra og mögulegra spilltra einstaklinga. Ástandið hjá FTX væri fordæmalaust, að því er AP-fréttastofan greinir frá. Sjóðir fyrirtækisins notaðir til að kaupa íbúðir og muni fyrir starfsmenn Greint hefur verið frá því að allt að milljón kröfuhafar gætu verið í þrotabú FTX þegar það verður tekið til gjaldþrotaskipta. Bandarísk yfirvöld rannsaka hvort að fyrirtækið hafi brotið þarlend lög um verðbréf. Bankman-Fried hefur alls ekki forðast sviðsljósið eftir að hann steig sem hliðar sem forstjóri. Hann hefur meðal annars reynt að útskýra hvað fór úrskeiðis í röð tísta á samfélagsmiðlinum Twitter og í viðtölum við fjölmiðla. Ray sagði í greinargerð sinni að þær yfirlýsingar Bankman-Fried hefðu verið „reikular og misvísandi“. Í gjaldþrotaumsókn FTX var gert grein fyrir aragrúa tengdra fyrirtækja víða um heim, meira en 130 talsins. Ray segir að sleifarlag hafi verið á rekstri margra þeirra. Aldrei var haldinn stjórnarfundur hjá mörgum þeirra. Þá benti Ray á að svo virtist sem að fjármunir FTX hafi verið notaðir til þess að kaupa íbúðir og aðra muni fyrir starfsmenn, meðal annars á Bahamaeyjum. Ekki séu til gögn um sum af þeim kaupum og ákveðnar fasteignir hafi verið skráðar í nafni starfsmannanna sjálfra og ráðgjafa fyrirtækisins. Fjárfestir í FTX hefur nú stefnt Bankman-Fried og ýmsum stórstjörnum sem tóku þátt í að markaðssetja fyrirtækið eins og Steph Curry og Tom Brady fyrir að valda fjárfestum milljarða dollara fjártjóni. Rafmyntir Bandaríkin Fjártækni Gjaldþrot FTX Tengdar fréttir Ekkert íslensku rafmyntafyrirtækjanna í viðskiptum hjá FTX Ekkert þeirra íslensku fyrirtækja sem bjóða upp á fjárfestingar í rafmyntum samkvæmt heimild og undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins voru í viðskiptum við rafmyntakauphöllina FTX. Fyrir helgi óskaði FTX eftir gjaldþrotaskiptum fyrir dómstóli í Bandaríkjunum. 14. nóvember 2022 15:33 FTX fer fram á endurskipulagningu og forstjórinn víkur Rafmyntarfyrirtækið FTX óskaði eftir því að vera tekið til endurskipulagningar á grundvelli laga um gjaldþrot í Bandaríkjunum í dag. Þá var greint frá því að forstjórinn Sam Bankman-Fried hefði sagt af sér. 11. nóvember 2022 14:43 Rafmyntarrisi rambar á barmi þrots Gengi helstu rafmynta heims tók dýfu eftir að ljóst varð að FTX, ein af stærstu rafmyntarkauphöllum heims yrði ekki bjargað af keppinauti sínum. FTX er sagt ramba á barmi þrots í skugga frétta um að viðskiptahættir fyrirtækisins séu til rannsóknar hjá bandarískum yfirvöldum. 10. nóvember 2022 11:00 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
FTX var ein af stærstu rafmyntarkauphöllum heims en fyrirtækið hrundi eins og spilaborg þegar viðskiptavinir gerðu nokkurs konar áhlaup og vildu skipta rafmyntum sínum út fyrir „hefðbundna“ mynt. Lausafjárþurrðin leiddi til þess að FTX var á endanum tekið til gjaldþrotameðferðar í síðustu viku. Þegar tilkynnt var um að FTX hefði sótt um að vera tekið til endurskipulagningar á grundvelli bandarískra gjaldþrotalaga tók John Ray þriðji við af Sam Bankman-Fried sem forstjóri. Ray var skiptastjóri Enron, sem var um skeið stærsta orkufyrirtæki Bandaríkjanna. Það hrundi til grunna eftir að upp komst um stórfellt bókhaldsmisferli þess. Þrátt fyrir að gjaldþrot Enron sé alræmt í viðskiptasögu Bandaríkjanna sagði Ray í greinargerð sem hann skilaði að hann hefði aldrei á sínum ferli orðið vitni að jafnmikilli óstjórn og algerum skorti á áreiðanlegum upplýsingum um fjármál fyrirtækis og hjá FTX. Stjórn fyrirtækisins hafi verið á hendi örfárra óreyndra og mögulegra spilltra einstaklinga. Ástandið hjá FTX væri fordæmalaust, að því er AP-fréttastofan greinir frá. Sjóðir fyrirtækisins notaðir til að kaupa íbúðir og muni fyrir starfsmenn Greint hefur verið frá því að allt að milljón kröfuhafar gætu verið í þrotabú FTX þegar það verður tekið til gjaldþrotaskipta. Bandarísk yfirvöld rannsaka hvort að fyrirtækið hafi brotið þarlend lög um verðbréf. Bankman-Fried hefur alls ekki forðast sviðsljósið eftir að hann steig sem hliðar sem forstjóri. Hann hefur meðal annars reynt að útskýra hvað fór úrskeiðis í röð tísta á samfélagsmiðlinum Twitter og í viðtölum við fjölmiðla. Ray sagði í greinargerð sinni að þær yfirlýsingar Bankman-Fried hefðu verið „reikular og misvísandi“. Í gjaldþrotaumsókn FTX var gert grein fyrir aragrúa tengdra fyrirtækja víða um heim, meira en 130 talsins. Ray segir að sleifarlag hafi verið á rekstri margra þeirra. Aldrei var haldinn stjórnarfundur hjá mörgum þeirra. Þá benti Ray á að svo virtist sem að fjármunir FTX hafi verið notaðir til þess að kaupa íbúðir og aðra muni fyrir starfsmenn, meðal annars á Bahamaeyjum. Ekki séu til gögn um sum af þeim kaupum og ákveðnar fasteignir hafi verið skráðar í nafni starfsmannanna sjálfra og ráðgjafa fyrirtækisins. Fjárfestir í FTX hefur nú stefnt Bankman-Fried og ýmsum stórstjörnum sem tóku þátt í að markaðssetja fyrirtækið eins og Steph Curry og Tom Brady fyrir að valda fjárfestum milljarða dollara fjártjóni.
Rafmyntir Bandaríkin Fjártækni Gjaldþrot FTX Tengdar fréttir Ekkert íslensku rafmyntafyrirtækjanna í viðskiptum hjá FTX Ekkert þeirra íslensku fyrirtækja sem bjóða upp á fjárfestingar í rafmyntum samkvæmt heimild og undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins voru í viðskiptum við rafmyntakauphöllina FTX. Fyrir helgi óskaði FTX eftir gjaldþrotaskiptum fyrir dómstóli í Bandaríkjunum. 14. nóvember 2022 15:33 FTX fer fram á endurskipulagningu og forstjórinn víkur Rafmyntarfyrirtækið FTX óskaði eftir því að vera tekið til endurskipulagningar á grundvelli laga um gjaldþrot í Bandaríkjunum í dag. Þá var greint frá því að forstjórinn Sam Bankman-Fried hefði sagt af sér. 11. nóvember 2022 14:43 Rafmyntarrisi rambar á barmi þrots Gengi helstu rafmynta heims tók dýfu eftir að ljóst varð að FTX, ein af stærstu rafmyntarkauphöllum heims yrði ekki bjargað af keppinauti sínum. FTX er sagt ramba á barmi þrots í skugga frétta um að viðskiptahættir fyrirtækisins séu til rannsóknar hjá bandarískum yfirvöldum. 10. nóvember 2022 11:00 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ekkert íslensku rafmyntafyrirtækjanna í viðskiptum hjá FTX Ekkert þeirra íslensku fyrirtækja sem bjóða upp á fjárfestingar í rafmyntum samkvæmt heimild og undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins voru í viðskiptum við rafmyntakauphöllina FTX. Fyrir helgi óskaði FTX eftir gjaldþrotaskiptum fyrir dómstóli í Bandaríkjunum. 14. nóvember 2022 15:33
FTX fer fram á endurskipulagningu og forstjórinn víkur Rafmyntarfyrirtækið FTX óskaði eftir því að vera tekið til endurskipulagningar á grundvelli laga um gjaldþrot í Bandaríkjunum í dag. Þá var greint frá því að forstjórinn Sam Bankman-Fried hefði sagt af sér. 11. nóvember 2022 14:43
Rafmyntarrisi rambar á barmi þrots Gengi helstu rafmynta heims tók dýfu eftir að ljóst varð að FTX, ein af stærstu rafmyntarkauphöllum heims yrði ekki bjargað af keppinauti sínum. FTX er sagt ramba á barmi þrots í skugga frétta um að viðskiptahættir fyrirtækisins séu til rannsóknar hjá bandarískum yfirvöldum. 10. nóvember 2022 11:00