Rússar vongóðir um að fá „sölumann dauðans“ frá Bandaríkjunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. nóvember 2022 11:35 Útlit er fyrir að skipt verði á Bout fyrir Griner. epa Rússar hafa viðurkennt í fyrsta sinn að viðræður séu í gangi milli þeirra og Bandaríkjamanna um fangaskipti sem myndu fela í sér að Bandaríkjamenn slepptu alræmda vopnasalanum Viktor Bout, sem gengur undir viðurnefninu „sölumaður dauðans“. Aðstoðarutanríkisráðherrann Sergei Ryabkov sagði í gær að líkurnar á fangaskiptum hefðu aukist. Endanleg útfærsla lægi ekki fyrir en Bout væri óneitanlega á meðal þeirra sem rætt væri um og að Rússar vonuðust sannarlega eftir „jákvæðri niðurstöðu“. Ryabkov sagði Bout hafa verið ofsóttan í Bandaríkjunum og sendi honum hugheilar kveðjur. Bout, sem var flugmaður í her Sovétríkjanna, var framseldur frá Taílandi til Bandaríkjanna árið 2010. Hann var dæmdur í 25 ára fangelsi eftir að hafa verið fundinn sekur um samsæri sem miðaði að því að myrða Bandaríkjamenn og bandaríska embættismenn, fyrir vopnasölu og aðstoð við hryðjuverkasamtök. Vitað er að Bandaríkjamenn freista þess meðal annars að fá til baka körfuknattleikskonuna Brittney Griner, sem var dæmd til fangelsisvistar fyrir að vera með lítið magn kannabisolíu í fórum sínum. Hún dvelur nú í fanganýlendu í þorpinu Yavas í Mordóvíu, um 500 kílómetra suðaustur af Moskvu. Þá hefur verið rætt um að Paul Whelan, fyrrverandi hermaður sem dæmdur var fyrir njósnir, sé einnig undir í fangaskiptunum. Hann dvelur nú í vinnubúðum einhvers staðar í Rússlandi en hefur ávallt sagst saklaus. Rússland Bandaríkin Mál Brittney Griner Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Aðstoðarutanríkisráðherrann Sergei Ryabkov sagði í gær að líkurnar á fangaskiptum hefðu aukist. Endanleg útfærsla lægi ekki fyrir en Bout væri óneitanlega á meðal þeirra sem rætt væri um og að Rússar vonuðust sannarlega eftir „jákvæðri niðurstöðu“. Ryabkov sagði Bout hafa verið ofsóttan í Bandaríkjunum og sendi honum hugheilar kveðjur. Bout, sem var flugmaður í her Sovétríkjanna, var framseldur frá Taílandi til Bandaríkjanna árið 2010. Hann var dæmdur í 25 ára fangelsi eftir að hafa verið fundinn sekur um samsæri sem miðaði að því að myrða Bandaríkjamenn og bandaríska embættismenn, fyrir vopnasölu og aðstoð við hryðjuverkasamtök. Vitað er að Bandaríkjamenn freista þess meðal annars að fá til baka körfuknattleikskonuna Brittney Griner, sem var dæmd til fangelsisvistar fyrir að vera með lítið magn kannabisolíu í fórum sínum. Hún dvelur nú í fanganýlendu í þorpinu Yavas í Mordóvíu, um 500 kílómetra suðaustur af Moskvu. Þá hefur verið rætt um að Paul Whelan, fyrrverandi hermaður sem dæmdur var fyrir njósnir, sé einnig undir í fangaskiptunum. Hann dvelur nú í vinnubúðum einhvers staðar í Rússlandi en hefur ávallt sagst saklaus.
Rússland Bandaríkin Mál Brittney Griner Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira