Kiel tók frumkvæðið snemma leiks, leiddu með þremur mörkum í leikhléi, 16-19, og virtust um tíma ætla að vinna öruggan sigur á Magdeburg.
Hins vegar neituðu meistararnir að gefast upp og urðu lokamínútur leiksins æsispennandi. Fór að lokum svo að Kiel vann með minnsta mun, 33-34.
Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru að venju áberandi í sóknarlik Magdeburgar en Ómar lauk leik sem markahæsti maður vallarins með níu mörk auk þess að gefa fjórar stoðsendingar. Gísli gerð fjögur mörk auk þess að gefa fjórar stoðsendingar.