Handboltalandsliðið ekki laust við Covid: „Hugsar með hryllingi til síðasta móts“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2022 08:26 Kórónuveiran gerði íslenska landsliðinu mjög erfitt fyrir á EM í handbolta í byrjun ársins en samt tókst íslenska liðinu að gera flotta hluti. Getty/ Nikola Krstic Alþjóða handknattleikssambandið verður með áfram strangar reglur vegna Covid 19 á heimsmeistaramótinu í handbolta sem hefst i Svíþjóð og Póllandi í byrjun janúar á næsta ári. „Við vorum að fá upplýsingar um það fyrir tveimur vikum að það verða allir leikmenn og starfsmenn sem fara á HM að vera fullbólusettir. Það verður að viðurkennast að þetta kom okkur gríðarlega á óvart miðað við það sem búið var að ræða í aðdragandanum,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, í samtali við Guðjón Guðmundsson. Tímamörk sem þeir þurfa að fara eftir „Við erum að lesa úr þessum reglum núna og átta okkur á því hver staðan er varðandi alla leikmennina okkar því það eru líka ákveðin tímamörk á þessu sem við þurfum að fara eftir,“ sagði Róbert Geir. Klippa: Viðtal við Róbert Geir um Covid-reglur IHF á HM Þátttökuþjóðirnar á heimsmeistaramótinu eru ekki ánægðar með þetta. „Þessu var mótmælt strax og í kjölfarið seinkaði IHF lokafresti fyrir skilum á leikmannalistum. Sambandið seinkaði því um hálfan mánuð og sendi okkur síðan á föstudaginn ítarefni til að fara yfir vegna bólusetninganna,“ sagði Róbert. Búast við ströngum reglum „Við erum enn að bíða eftir því hvað verður með Covid reglur á mótinu sjálfu en það er ljóst að við gerum ráð fyrir því að það verði prófað og að þetta verði tiltölulega strangt miðað við það sem búist var við,“ sagði Róbert. Íslenska landsliðið lenti illa í kórónuveirunni á Evrópumótinu í janúar síðastliðnum. Þessu er ekki lokið á stóra sviði handboltans. Hræðilegt ástand sem við lentum í „Þessu er aldeilis ekki lokið og maður hugsar með hryllingi til síðasta móts. Þetta var náttúrulega hræðilegt ástand sem við lentum í. Vonandi verða reglurnar ekki með sama sniði í ár en við höfum ekki séð endanlegar Covid-reglur,“ sagði Róbert. „Hins vegar er ljóst að það þurfa allir að vera bólusettir og við þurfum að fara yfir það með leikmönnum okkar, hverjir eru fullbólusettir og hverjir þurfa að fara í bólusetningu fyrir janúar. Þetta mun ekki hjálpa til, það er ljóst,“ sagði Róbert. Ef leikmenn eru ekki fullbólusettir þá fá þeir ekki að taka þátt í mótinu. „Nei, ef þú ert ekki fullbólusettur eða búinn að vera með Covid þá færðu ekki þátttökuheimild á HM. Það er staðan eins og hún er núna,“ sagði Róbert. Leikmenn og starfsmenn ekki ánægðir Er þetta íþyngjandi? „Þetta er það. Það er að mörgu leyti galið að við séum að tala um leikmenn sem eru fullheilbrigðir, í toppstandi og þurfa núna að láta bólusetja sig aftur. Það eru alls konar rannsóknir búnar að koma fram með þessi bóluefni og sitt sýnist hverjum. Ég veit að bæði leikmenn og starfsmenn eru ekkert ánægðir með að þurfa að fara í bólusetningar, jafnvel að óþörfu ,“ sagði Róbert. „Þetta á ekki bara við um Ísland heldur hinar þátttökuþjóðirnar margar hverjar líka. Þær eru mjög vonsviknar með þessa ákvörðun,“ sagði Róbert. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Fleiri fréttir „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Sjá meira
„Við vorum að fá upplýsingar um það fyrir tveimur vikum að það verða allir leikmenn og starfsmenn sem fara á HM að vera fullbólusettir. Það verður að viðurkennast að þetta kom okkur gríðarlega á óvart miðað við það sem búið var að ræða í aðdragandanum,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, í samtali við Guðjón Guðmundsson. Tímamörk sem þeir þurfa að fara eftir „Við erum að lesa úr þessum reglum núna og átta okkur á því hver staðan er varðandi alla leikmennina okkar því það eru líka ákveðin tímamörk á þessu sem við þurfum að fara eftir,“ sagði Róbert Geir. Klippa: Viðtal við Róbert Geir um Covid-reglur IHF á HM Þátttökuþjóðirnar á heimsmeistaramótinu eru ekki ánægðar með þetta. „Þessu var mótmælt strax og í kjölfarið seinkaði IHF lokafresti fyrir skilum á leikmannalistum. Sambandið seinkaði því um hálfan mánuð og sendi okkur síðan á föstudaginn ítarefni til að fara yfir vegna bólusetninganna,“ sagði Róbert. Búast við ströngum reglum „Við erum enn að bíða eftir því hvað verður með Covid reglur á mótinu sjálfu en það er ljóst að við gerum ráð fyrir því að það verði prófað og að þetta verði tiltölulega strangt miðað við það sem búist var við,“ sagði Róbert. Íslenska landsliðið lenti illa í kórónuveirunni á Evrópumótinu í janúar síðastliðnum. Þessu er ekki lokið á stóra sviði handboltans. Hræðilegt ástand sem við lentum í „Þessu er aldeilis ekki lokið og maður hugsar með hryllingi til síðasta móts. Þetta var náttúrulega hræðilegt ástand sem við lentum í. Vonandi verða reglurnar ekki með sama sniði í ár en við höfum ekki séð endanlegar Covid-reglur,“ sagði Róbert. „Hins vegar er ljóst að það þurfa allir að vera bólusettir og við þurfum að fara yfir það með leikmönnum okkar, hverjir eru fullbólusettir og hverjir þurfa að fara í bólusetningu fyrir janúar. Þetta mun ekki hjálpa til, það er ljóst,“ sagði Róbert. Ef leikmenn eru ekki fullbólusettir þá fá þeir ekki að taka þátt í mótinu. „Nei, ef þú ert ekki fullbólusettur eða búinn að vera með Covid þá færðu ekki þátttökuheimild á HM. Það er staðan eins og hún er núna,“ sagði Róbert. Leikmenn og starfsmenn ekki ánægðir Er þetta íþyngjandi? „Þetta er það. Það er að mörgu leyti galið að við séum að tala um leikmenn sem eru fullheilbrigðir, í toppstandi og þurfa núna að láta bólusetja sig aftur. Það eru alls konar rannsóknir búnar að koma fram með þessi bóluefni og sitt sýnist hverjum. Ég veit að bæði leikmenn og starfsmenn eru ekkert ánægðir með að þurfa að fara í bólusetningar, jafnvel að óþörfu ,“ sagði Róbert. „Þetta á ekki bara við um Ísland heldur hinar þátttökuþjóðirnar margar hverjar líka. Þær eru mjög vonsviknar með þessa ákvörðun,“ sagði Róbert. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Fleiri fréttir „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Sjá meira