Segir borgina illa upplýsta: „Mér finnst ekki skrítið að það verði slys“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. nóvember 2022 19:54 Anna Þóra segir ljósastaurana á Hverfisgötunni oft ekki alla virka á sama tíma. Langt sé milli þeirra og lýsingin almennt léleg. Vísir/Egill Íbúar í Reykjavík furða sig á því hve dimmt er í borginni og telja borgina ekki nógu vel upplýsta. Atvinnurekandi í miðbænum segist ekki hissa á að slys verði í umferðinni vegna myrkurs og ástandið sé ömurlegt. Miklar umræður hafa skapast undanfarna daga um götulýsingu, meðal annars eftir að karlmaður á þrítugsaldri fórst í umferðarslysi í miðborg Reykjavíkur. Umræðurnar fóru fram á hinum ýmsu hverfahópum á Facebook en einnig á Twitter, til dæmis í þessum þræði: Ég veit að ökumenn bíla þurfa að hægja á sér og fara varlegar. En getur verið að Reykjavík sé verr upplýst borg en gerist og gengur annarsstaðar? Hvers vegna er birta frá ljósastaurum svona dauf í dimmu skammdeginu? Ég hef lengi spáð í þetta. Við þurfum að geta séð hvort annað.— Hulda Tölgyes (@hulda_tolgyes) November 20, 2022 Upp hafa vaknað spurningar um hvort götulýsing sé nægileg og hvort úr henni hafi verið dregið. Sérstakar áhyggjur eru auðvitað af börnum, sem eru á leið í skólann í skammdeginu á þessum árstíma. Bæði Vesturbæingar og íbúar miðbæjarins hafa vakið máls á óvenjudimmu skammdeginu. Hvernig er lýsingin hér á Hverfisgötunni? „Hún mjög slæm, alveg til skammar. Hérna megin eru til dæmis þrír staurar alla leið frá Vatnsstíg niður á Klapparstíg. Ég myndi vilja sjá allavega fimm og við erum heppin ef það er kveikt á þeim öllum í einu,“ segir Anna Þóra Björnsdóttir, atvinnurekandi við Hverfisgötu. Hún segir lýsinguna frá staurunum litla, mun minni en hún muni eftir að hafi verið. „Mér finnst líka kveikt alltof alltof seint á staurunum. Okkur var sagt að þessu hefði verið breytt eftir Hrun vegna þess að Reykjavíkurborg hafi ekki haft efni á að kveikja á staurunum en Hrunið er löngu búið,“ segir Anna. Ekki hissa að slys verði í umferðinni Fréttastofa fjallaði um það fyrir þremur árum síðan að Reykjavíkurborg sé eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem lætur ljósastaura enn loga skemur eftir að gripið var til sparnaðaraðgerða eftir Hrun. „Það er of seint að kveikja á milli sex og hálf sjö. Mér finnst að það eigi að vera kveikt á meðan skammdegið er og mér finnst orðið mjög dimmt hérna upp úr klukkan fimm.“ Umferðarskipulagið sé ekki nógu gott. „Ég er búin að benda á þetta í mörg ár af því það er verið að blanda saman fólki á hlaupahjólum, í hjólastólum og litlum börnum og barnavögnum og gömlu fólki og þetta er allt of mjó stétt til að anna þessu öllu,“ segir Anna. „Mér finnst ekki skrítið að það verði slys, mér finnst við bara heppin að það hafi ekki orðið miklu fleiri slys af því að þetta er ömurlegt ástand og lítið mál að laga.“ Í kortunum að lengja lýsingartímann Hjalti J. Guðmundsson skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins segir í kortunum hjá borginni að kveikja fyrr á ljósunum og slökkva á þeim seinna. Það sé þó ekki rétt að lýsingin sé minni nú en undanfarin ár. Hjalti segir engar breytingar hafa orðið á lýsingu gatna.Vísir/Egill „Það náttúrulega er að koma dimmasti tími ársins. Gatnalýsingin hefur ekkert breyst, hún er bara sú sama. En það sem er að gerast er kannski það að það er snjólaust. Það er mjög lítil náttúrulega birta og fólk kannski upplifir það sem einhvers konar meira myrkur,“ segir Hjalti. Borgin fylgi alþjóðastöðlum í lýsingu. „Svo er náttúrulega um að gera að þegar fólk og krakkar eru að ganga í svona miklu myrkri eins og er núna á morgnanna og kvöldin að vera bara með endurskinsmerki og sjálflýsandi fötum. Það er eitthvað sem hjálpar rosalega til í umferðinni.“ Reykjavík Umferðaröryggi Börn og uppeldi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Miklar umræður hafa skapast undanfarna daga um götulýsingu, meðal annars eftir að karlmaður á þrítugsaldri fórst í umferðarslysi í miðborg Reykjavíkur. Umræðurnar fóru fram á hinum ýmsu hverfahópum á Facebook en einnig á Twitter, til dæmis í þessum þræði: Ég veit að ökumenn bíla þurfa að hægja á sér og fara varlegar. En getur verið að Reykjavík sé verr upplýst borg en gerist og gengur annarsstaðar? Hvers vegna er birta frá ljósastaurum svona dauf í dimmu skammdeginu? Ég hef lengi spáð í þetta. Við þurfum að geta séð hvort annað.— Hulda Tölgyes (@hulda_tolgyes) November 20, 2022 Upp hafa vaknað spurningar um hvort götulýsing sé nægileg og hvort úr henni hafi verið dregið. Sérstakar áhyggjur eru auðvitað af börnum, sem eru á leið í skólann í skammdeginu á þessum árstíma. Bæði Vesturbæingar og íbúar miðbæjarins hafa vakið máls á óvenjudimmu skammdeginu. Hvernig er lýsingin hér á Hverfisgötunni? „Hún mjög slæm, alveg til skammar. Hérna megin eru til dæmis þrír staurar alla leið frá Vatnsstíg niður á Klapparstíg. Ég myndi vilja sjá allavega fimm og við erum heppin ef það er kveikt á þeim öllum í einu,“ segir Anna Þóra Björnsdóttir, atvinnurekandi við Hverfisgötu. Hún segir lýsinguna frá staurunum litla, mun minni en hún muni eftir að hafi verið. „Mér finnst líka kveikt alltof alltof seint á staurunum. Okkur var sagt að þessu hefði verið breytt eftir Hrun vegna þess að Reykjavíkurborg hafi ekki haft efni á að kveikja á staurunum en Hrunið er löngu búið,“ segir Anna. Ekki hissa að slys verði í umferðinni Fréttastofa fjallaði um það fyrir þremur árum síðan að Reykjavíkurborg sé eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem lætur ljósastaura enn loga skemur eftir að gripið var til sparnaðaraðgerða eftir Hrun. „Það er of seint að kveikja á milli sex og hálf sjö. Mér finnst að það eigi að vera kveikt á meðan skammdegið er og mér finnst orðið mjög dimmt hérna upp úr klukkan fimm.“ Umferðarskipulagið sé ekki nógu gott. „Ég er búin að benda á þetta í mörg ár af því það er verið að blanda saman fólki á hlaupahjólum, í hjólastólum og litlum börnum og barnavögnum og gömlu fólki og þetta er allt of mjó stétt til að anna þessu öllu,“ segir Anna. „Mér finnst ekki skrítið að það verði slys, mér finnst við bara heppin að það hafi ekki orðið miklu fleiri slys af því að þetta er ömurlegt ástand og lítið mál að laga.“ Í kortunum að lengja lýsingartímann Hjalti J. Guðmundsson skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins segir í kortunum hjá borginni að kveikja fyrr á ljósunum og slökkva á þeim seinna. Það sé þó ekki rétt að lýsingin sé minni nú en undanfarin ár. Hjalti segir engar breytingar hafa orðið á lýsingu gatna.Vísir/Egill „Það náttúrulega er að koma dimmasti tími ársins. Gatnalýsingin hefur ekkert breyst, hún er bara sú sama. En það sem er að gerast er kannski það að það er snjólaust. Það er mjög lítil náttúrulega birta og fólk kannski upplifir það sem einhvers konar meira myrkur,“ segir Hjalti. Borgin fylgi alþjóðastöðlum í lýsingu. „Svo er náttúrulega um að gera að þegar fólk og krakkar eru að ganga í svona miklu myrkri eins og er núna á morgnanna og kvöldin að vera bara með endurskinsmerki og sjálflýsandi fötum. Það er eitthvað sem hjálpar rosalega til í umferðinni.“
Reykjavík Umferðaröryggi Börn og uppeldi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira