Segir Þorláksskóga stærsta skógræktarverkefni á Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 22. nóvember 2022 22:11 Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Ölfuss. Arnar Halldórsson Þorláksskógar gætu orðið vinsæll áningarstaður og útvistarperla í framtíðinni. Ráðamenn Ölfuss segja það langstærsta skógræktarverkefnið á Íslandi, þar verði þeirra Heiðmörk. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá yfir Hafnasand en þeir sem komnir eru yfir miðjan aldur muna þá tíð þegar leiðin til Þorlákshafnar lá um sandauðn. Gamli vegurinn til Þorlákshafnar.Arnar Halldórsson „Á gamla veginum þá bara dró í sandskafla. Og það var eins gott að bílarnir biluðu ekki á leiðinni því þá voru þeir bara tilbúnir undir málningu aftur. Þeir sandblésu bara,“ segir Katrín Stefánsdóttir, veitingahússeigandi í Þorlákshöfn, þegar hún rifjar upp hvernig þetta var áður. Katrín Stefánsdóttir rifjar upp hvernig Hafnasandur var áður.Arnar Halldórsson Krakkarnir í þorpinu þurftu ekki sandkassa. Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Ölfuss, minnist þess þegar þurfti að moka sand frá hurðinni heima hjá sér á vorin, sumrin og haustin, og svo snjó á veturna. En svo hófst landgræðsluátak. Grétar sýnir okkur Hafnasand en hann er núna algróinn. Hafnasandur er orðinn þakinn gróðri.Arnar Halldórsson „Til þess að gera bæinn byggilegri þá þurfti að ráðast í mikla landgræðslu hérna. Og eins og sjá má hefur það gengið ofboðslega vel,“ segir Grétar Ingi. Með samningi sveitarfélagsins Ölfuss, Landgræðslu ríkisins og Skógræktarinnar fyrir sex árum var svo ákveðið að hefja viðamikla skógrækt. Þorláksskógar ná vestur úr Selvogi langleiðina að ósum Ölfusár.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Til að menn átti sig á umfanginu bendir Grétar á að skógræktarsvæðið nái alveg frá Ölfusá og vestur út í Selvog. Allt höfuðborgarsvæðið kæmist þar fyrir. Þar segir hann að Ölfusingar fái sína Heiðmörk. „Ég held að ég geti fullyrt að þetta sé langstærsta skógræktarverkefni sem er í gangi á Íslandi í dag,“ segir formaður bæjarráðs Ölfuss. Einnig var fjallað um Þorláksskóga í þættinum Um land allt sem nálgast má á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Skógrækt og landgræðsla Ölfus Um land allt Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Rangæingar segja Hekluskóga miklu stærri en Þorláksskóga Rangæingar vilja ekki skrifa upp á þá staðhæfingu formanns bæjarráðs Ölfuss að Þorláksskógar séu stærsta skógræktarverkefni á Íslandi. Þeir segja að Hekluskógar í Rangárþingi ytra séu miklu stærri og vitna til upplýsinga frá Skógræktinni máli sínu til stuðnings. 23. nóvember 2022 17:05 Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúar verði tíu þúsund innan fimmtán ára Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúafjöldi sveitarfélagsins geti fimmfaldast á næstu fimmtán árum og Þorlákshöfn orðið tíu þúsund manna bær. Lykillinn er stækkun hafnarinnar en hafnarframkvæmdirnar þar eru þær mestu í landinu um þessar mundir. 21. nóvember 2022 22:50 Þorlákshöfn byggist svo ört að hún segist varla rata orðið um þorpið „Þetta byggist svo ört að maður ratar varla orðið um þorpið,“ segir Katrín Stefánsdóttir sem árið 1965 fór sem ung stúlka úr Hrunamannahreppi til að vinna í Þorlákshöfn. „Skrapp á vertíð og hef eiginlega ekkert farið heim síðan.“ 21. nóvember 2022 15:33 Umfang landgræðslu og skógræktar tvöfaldast Áætlað er að árlegt umfang landgræðslu muni tvöfaldast frá 2018 til 2022 með aðgerðum um land allt sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra kynntu á blaðamannafundi í Elliðaárdalnum nú síðdegis. 2. júlí 2019 15:06 Hárgreiðslufólk kolefnisjafnar ferðalag sitt til Íslands með gróðursetningu Rútur streyma nú í Þorláksskóga með þátttakendur hárgreiðsluráðstefnunnar og munu gera næstu daga þar sem allir þátttakendur fá að setja niður stiklinga í sandinn við Þorlákshöfn, sem verða svo að myndarlegum plöntum. Ætlunin er að planta í fimm þúsund hektara á svæðinu í þeim tilgangi að rækta upp skóg á næstu árum. 5. maí 2019 20:15 Gróðursettu þúsund birkiplöntur til að kolefnisjafna starfsemi ráðuneytisins Starfsfólk umhverfis-og auðlindaráðuneytisins kolefnisjafnaði í dag starfsemi ráðuneytisins til næstu tveggja ára með því að gróðursetja þúsund birkiplöntur í landgræðslu-og skógræktarsvæði í nágrenni Þorlákshafnar. 14. júní 2018 15:57 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá yfir Hafnasand en þeir sem komnir eru yfir miðjan aldur muna þá tíð þegar leiðin til Þorlákshafnar lá um sandauðn. Gamli vegurinn til Þorlákshafnar.Arnar Halldórsson „Á gamla veginum þá bara dró í sandskafla. Og það var eins gott að bílarnir biluðu ekki á leiðinni því þá voru þeir bara tilbúnir undir málningu aftur. Þeir sandblésu bara,“ segir Katrín Stefánsdóttir, veitingahússeigandi í Þorlákshöfn, þegar hún rifjar upp hvernig þetta var áður. Katrín Stefánsdóttir rifjar upp hvernig Hafnasandur var áður.Arnar Halldórsson Krakkarnir í þorpinu þurftu ekki sandkassa. Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Ölfuss, minnist þess þegar þurfti að moka sand frá hurðinni heima hjá sér á vorin, sumrin og haustin, og svo snjó á veturna. En svo hófst landgræðsluátak. Grétar sýnir okkur Hafnasand en hann er núna algróinn. Hafnasandur er orðinn þakinn gróðri.Arnar Halldórsson „Til þess að gera bæinn byggilegri þá þurfti að ráðast í mikla landgræðslu hérna. Og eins og sjá má hefur það gengið ofboðslega vel,“ segir Grétar Ingi. Með samningi sveitarfélagsins Ölfuss, Landgræðslu ríkisins og Skógræktarinnar fyrir sex árum var svo ákveðið að hefja viðamikla skógrækt. Þorláksskógar ná vestur úr Selvogi langleiðina að ósum Ölfusár.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Til að menn átti sig á umfanginu bendir Grétar á að skógræktarsvæðið nái alveg frá Ölfusá og vestur út í Selvog. Allt höfuðborgarsvæðið kæmist þar fyrir. Þar segir hann að Ölfusingar fái sína Heiðmörk. „Ég held að ég geti fullyrt að þetta sé langstærsta skógræktarverkefni sem er í gangi á Íslandi í dag,“ segir formaður bæjarráðs Ölfuss. Einnig var fjallað um Þorláksskóga í þættinum Um land allt sem nálgast má á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Skógrækt og landgræðsla Ölfus Um land allt Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Rangæingar segja Hekluskóga miklu stærri en Þorláksskóga Rangæingar vilja ekki skrifa upp á þá staðhæfingu formanns bæjarráðs Ölfuss að Þorláksskógar séu stærsta skógræktarverkefni á Íslandi. Þeir segja að Hekluskógar í Rangárþingi ytra séu miklu stærri og vitna til upplýsinga frá Skógræktinni máli sínu til stuðnings. 23. nóvember 2022 17:05 Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúar verði tíu þúsund innan fimmtán ára Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúafjöldi sveitarfélagsins geti fimmfaldast á næstu fimmtán árum og Þorlákshöfn orðið tíu þúsund manna bær. Lykillinn er stækkun hafnarinnar en hafnarframkvæmdirnar þar eru þær mestu í landinu um þessar mundir. 21. nóvember 2022 22:50 Þorlákshöfn byggist svo ört að hún segist varla rata orðið um þorpið „Þetta byggist svo ört að maður ratar varla orðið um þorpið,“ segir Katrín Stefánsdóttir sem árið 1965 fór sem ung stúlka úr Hrunamannahreppi til að vinna í Þorlákshöfn. „Skrapp á vertíð og hef eiginlega ekkert farið heim síðan.“ 21. nóvember 2022 15:33 Umfang landgræðslu og skógræktar tvöfaldast Áætlað er að árlegt umfang landgræðslu muni tvöfaldast frá 2018 til 2022 með aðgerðum um land allt sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra kynntu á blaðamannafundi í Elliðaárdalnum nú síðdegis. 2. júlí 2019 15:06 Hárgreiðslufólk kolefnisjafnar ferðalag sitt til Íslands með gróðursetningu Rútur streyma nú í Þorláksskóga með þátttakendur hárgreiðsluráðstefnunnar og munu gera næstu daga þar sem allir þátttakendur fá að setja niður stiklinga í sandinn við Þorlákshöfn, sem verða svo að myndarlegum plöntum. Ætlunin er að planta í fimm þúsund hektara á svæðinu í þeim tilgangi að rækta upp skóg á næstu árum. 5. maí 2019 20:15 Gróðursettu þúsund birkiplöntur til að kolefnisjafna starfsemi ráðuneytisins Starfsfólk umhverfis-og auðlindaráðuneytisins kolefnisjafnaði í dag starfsemi ráðuneytisins til næstu tveggja ára með því að gróðursetja þúsund birkiplöntur í landgræðslu-og skógræktarsvæði í nágrenni Þorlákshafnar. 14. júní 2018 15:57 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Sjá meira
Rangæingar segja Hekluskóga miklu stærri en Þorláksskóga Rangæingar vilja ekki skrifa upp á þá staðhæfingu formanns bæjarráðs Ölfuss að Þorláksskógar séu stærsta skógræktarverkefni á Íslandi. Þeir segja að Hekluskógar í Rangárþingi ytra séu miklu stærri og vitna til upplýsinga frá Skógræktinni máli sínu til stuðnings. 23. nóvember 2022 17:05
Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúar verði tíu þúsund innan fimmtán ára Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúafjöldi sveitarfélagsins geti fimmfaldast á næstu fimmtán árum og Þorlákshöfn orðið tíu þúsund manna bær. Lykillinn er stækkun hafnarinnar en hafnarframkvæmdirnar þar eru þær mestu í landinu um þessar mundir. 21. nóvember 2022 22:50
Þorlákshöfn byggist svo ört að hún segist varla rata orðið um þorpið „Þetta byggist svo ört að maður ratar varla orðið um þorpið,“ segir Katrín Stefánsdóttir sem árið 1965 fór sem ung stúlka úr Hrunamannahreppi til að vinna í Þorlákshöfn. „Skrapp á vertíð og hef eiginlega ekkert farið heim síðan.“ 21. nóvember 2022 15:33
Umfang landgræðslu og skógræktar tvöfaldast Áætlað er að árlegt umfang landgræðslu muni tvöfaldast frá 2018 til 2022 með aðgerðum um land allt sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra kynntu á blaðamannafundi í Elliðaárdalnum nú síðdegis. 2. júlí 2019 15:06
Hárgreiðslufólk kolefnisjafnar ferðalag sitt til Íslands með gróðursetningu Rútur streyma nú í Þorláksskóga með þátttakendur hárgreiðsluráðstefnunnar og munu gera næstu daga þar sem allir þátttakendur fá að setja niður stiklinga í sandinn við Þorlákshöfn, sem verða svo að myndarlegum plöntum. Ætlunin er að planta í fimm þúsund hektara á svæðinu í þeim tilgangi að rækta upp skóg á næstu árum. 5. maí 2019 20:15
Gróðursettu þúsund birkiplöntur til að kolefnisjafna starfsemi ráðuneytisins Starfsfólk umhverfis-og auðlindaráðuneytisins kolefnisjafnaði í dag starfsemi ráðuneytisins til næstu tveggja ára með því að gróðursetja þúsund birkiplöntur í landgræðslu-og skógræktarsvæði í nágrenni Þorlákshafnar. 14. júní 2018 15:57