Körfuboltakvöld ekki sammála Viðari Erni: „Stundum að horfa inn á við, ekki alltaf á einhverja aðra“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. nóvember 2022 15:30 Það var hart barist í leik Vals og Hattar. Vísir/Bára Dröfn Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var ósáttur með ritaraborðið í leik Vals og sinna manna í Subway deild karla. Körfuboltakvöld fór yfir síðustu mínútu leiksins til að komast að því hvort Viðar Örn hefði eitthvað fyrir sér. Leiknum lauk með naumum sigri Vals en eftir leik sagði Viðar Örn eftirfarandi: Viðar Örn taldi sína menn eiga meiri tíma inni.Vísir/Bára Dröfn „Mér fannst klukkan rúlla áfram. Ég er ekki alvitur og ég er bullandi litaður, en mér fannst klukkan telja áfram niður. Þau fullyrða að þau hafi ýtt á takkann. Margrét er heiðarleg kona frá Eskifirði og við verðum að treysta henni að sinni.“ „Ég óska eftir því að það sé IRS [endursýningar fyrir dómara] í öllum húsum. Við erum með hörkudeild og stóra leiki sem eru að falla á síðustu sekúndunum. Það þarf að hafa búnað í öllum húsum svo hægt sé að skoða. Dómararnir vilja það. Svona þarf að laga svo íslenskur körfubolti verði betri. Auðvitað er ég bullandi svekktur og litaður. Það þarf ekkert að vera að ég hafi rétt fyrir mér.“ „Hér sjáum við eina mínútu og fimmtán sekúndur eftir, Höttur með boltann og fjórum stigum yfir. Seinir að fara í aðgerðina og [Nemanja] Knezevic með skot, enn nóg eftir á skotklukkunni þegar hann tekur þetta skot,“ sagði Hörður Unnsteinsson, þáttastjórnandi áður en hann spurði sérfræðinga þáttarins hvort [David Guardia] Ramos, leikmaður Hattar, hefði brotið af sér í næstu sókn Vals. Sævar Sævarsson og Steinar Aronsson voru sammála um að Ramos hefði ekki gert neitt rangt: „Það er ekkert á þetta, hann hoppar áfram ef eitthvað er.“ „Hér sjáum við villuna hjá [Obadiah Nelson] Trotter, Það hefði verið hægt að dæma óíþróttamannslega villu á þetta því hann er að brjóta viljandi að ástæðulausu,“ sagði Hörður um þá ákvörðun. Steinar tók í sama streng og sagði brotið vera heimskulegustu ákvörðun leiksins. „Hér sjáum við svo klukkuna í lokin, Timothy Guers hikar og fer svo upp i skotið. Engin villa hér, sjáum villuna og hérna flautar dómarinn. Klukkan virðist alveg vera rétt en dómararnir flauta villuna seint,“ sagði Hörður en þarna eru 0.09 sekúndur eftir á klukkunni. Klippa: Körfuboltakvöld um ummæli Viðars og síðustu andartökin í leik Vals og Hattar „Alveg sammála því. Um leið og flautið kemur þá stoppar klukkan en flautið hefði mátt koma hálfri sekúndu eða sekúndu fyrr. Þetta play í lokin hjá Hetti gengur mjög vel, hann nær skoti í fínu jafnvægi. Þeir eru því skoti og þessu þriggja stiga skoti frá Knezevic að vinna. Kannski betra ef einhver annar hefði þetta skot,“ bætti Sævar við um síðustu andartök leiksins. „Þetta var frábær leikur hjá Hetti fannst mér en þeir mega naga sig frekar í handarbökin en ritaraborðið að Obi Trotter sé að dúndra í Kára [Jónsson] með 14 sekúndur eftir á klukku. Það var ekkert að gerast. Stundum að horfa inn á við, ekki alltaf á einhverja aðra,“ sagði Steinar að endingu en alla umræðu þeirra félaga sem og lokasekúndur leiksins má sjá í spilaranum hér að ofan. Körfubolti Subway-deild karla Höttur Körfuboltakvöld Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira
Leiknum lauk með naumum sigri Vals en eftir leik sagði Viðar Örn eftirfarandi: Viðar Örn taldi sína menn eiga meiri tíma inni.Vísir/Bára Dröfn „Mér fannst klukkan rúlla áfram. Ég er ekki alvitur og ég er bullandi litaður, en mér fannst klukkan telja áfram niður. Þau fullyrða að þau hafi ýtt á takkann. Margrét er heiðarleg kona frá Eskifirði og við verðum að treysta henni að sinni.“ „Ég óska eftir því að það sé IRS [endursýningar fyrir dómara] í öllum húsum. Við erum með hörkudeild og stóra leiki sem eru að falla á síðustu sekúndunum. Það þarf að hafa búnað í öllum húsum svo hægt sé að skoða. Dómararnir vilja það. Svona þarf að laga svo íslenskur körfubolti verði betri. Auðvitað er ég bullandi svekktur og litaður. Það þarf ekkert að vera að ég hafi rétt fyrir mér.“ „Hér sjáum við eina mínútu og fimmtán sekúndur eftir, Höttur með boltann og fjórum stigum yfir. Seinir að fara í aðgerðina og [Nemanja] Knezevic með skot, enn nóg eftir á skotklukkunni þegar hann tekur þetta skot,“ sagði Hörður Unnsteinsson, þáttastjórnandi áður en hann spurði sérfræðinga þáttarins hvort [David Guardia] Ramos, leikmaður Hattar, hefði brotið af sér í næstu sókn Vals. Sævar Sævarsson og Steinar Aronsson voru sammála um að Ramos hefði ekki gert neitt rangt: „Það er ekkert á þetta, hann hoppar áfram ef eitthvað er.“ „Hér sjáum við villuna hjá [Obadiah Nelson] Trotter, Það hefði verið hægt að dæma óíþróttamannslega villu á þetta því hann er að brjóta viljandi að ástæðulausu,“ sagði Hörður um þá ákvörðun. Steinar tók í sama streng og sagði brotið vera heimskulegustu ákvörðun leiksins. „Hér sjáum við svo klukkuna í lokin, Timothy Guers hikar og fer svo upp i skotið. Engin villa hér, sjáum villuna og hérna flautar dómarinn. Klukkan virðist alveg vera rétt en dómararnir flauta villuna seint,“ sagði Hörður en þarna eru 0.09 sekúndur eftir á klukkunni. Klippa: Körfuboltakvöld um ummæli Viðars og síðustu andartökin í leik Vals og Hattar „Alveg sammála því. Um leið og flautið kemur þá stoppar klukkan en flautið hefði mátt koma hálfri sekúndu eða sekúndu fyrr. Þetta play í lokin hjá Hetti gengur mjög vel, hann nær skoti í fínu jafnvægi. Þeir eru því skoti og þessu þriggja stiga skoti frá Knezevic að vinna. Kannski betra ef einhver annar hefði þetta skot,“ bætti Sævar við um síðustu andartök leiksins. „Þetta var frábær leikur hjá Hetti fannst mér en þeir mega naga sig frekar í handarbökin en ritaraborðið að Obi Trotter sé að dúndra í Kára [Jónsson] með 14 sekúndur eftir á klukku. Það var ekkert að gerast. Stundum að horfa inn á við, ekki alltaf á einhverja aðra,“ sagði Steinar að endingu en alla umræðu þeirra félaga sem og lokasekúndur leiksins má sjá í spilaranum hér að ofan.
Körfubolti Subway-deild karla Höttur Körfuboltakvöld Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira