Körfuboltakvöld ekki sammála Viðari Erni: „Stundum að horfa inn á við, ekki alltaf á einhverja aðra“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. nóvember 2022 15:30 Það var hart barist í leik Vals og Hattar. Vísir/Bára Dröfn Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var ósáttur með ritaraborðið í leik Vals og sinna manna í Subway deild karla. Körfuboltakvöld fór yfir síðustu mínútu leiksins til að komast að því hvort Viðar Örn hefði eitthvað fyrir sér. Leiknum lauk með naumum sigri Vals en eftir leik sagði Viðar Örn eftirfarandi: Viðar Örn taldi sína menn eiga meiri tíma inni.Vísir/Bára Dröfn „Mér fannst klukkan rúlla áfram. Ég er ekki alvitur og ég er bullandi litaður, en mér fannst klukkan telja áfram niður. Þau fullyrða að þau hafi ýtt á takkann. Margrét er heiðarleg kona frá Eskifirði og við verðum að treysta henni að sinni.“ „Ég óska eftir því að það sé IRS [endursýningar fyrir dómara] í öllum húsum. Við erum með hörkudeild og stóra leiki sem eru að falla á síðustu sekúndunum. Það þarf að hafa búnað í öllum húsum svo hægt sé að skoða. Dómararnir vilja það. Svona þarf að laga svo íslenskur körfubolti verði betri. Auðvitað er ég bullandi svekktur og litaður. Það þarf ekkert að vera að ég hafi rétt fyrir mér.“ „Hér sjáum við eina mínútu og fimmtán sekúndur eftir, Höttur með boltann og fjórum stigum yfir. Seinir að fara í aðgerðina og [Nemanja] Knezevic með skot, enn nóg eftir á skotklukkunni þegar hann tekur þetta skot,“ sagði Hörður Unnsteinsson, þáttastjórnandi áður en hann spurði sérfræðinga þáttarins hvort [David Guardia] Ramos, leikmaður Hattar, hefði brotið af sér í næstu sókn Vals. Sævar Sævarsson og Steinar Aronsson voru sammála um að Ramos hefði ekki gert neitt rangt: „Það er ekkert á þetta, hann hoppar áfram ef eitthvað er.“ „Hér sjáum við villuna hjá [Obadiah Nelson] Trotter, Það hefði verið hægt að dæma óíþróttamannslega villu á þetta því hann er að brjóta viljandi að ástæðulausu,“ sagði Hörður um þá ákvörðun. Steinar tók í sama streng og sagði brotið vera heimskulegustu ákvörðun leiksins. „Hér sjáum við svo klukkuna í lokin, Timothy Guers hikar og fer svo upp i skotið. Engin villa hér, sjáum villuna og hérna flautar dómarinn. Klukkan virðist alveg vera rétt en dómararnir flauta villuna seint,“ sagði Hörður en þarna eru 0.09 sekúndur eftir á klukkunni. Klippa: Körfuboltakvöld um ummæli Viðars og síðustu andartökin í leik Vals og Hattar „Alveg sammála því. Um leið og flautið kemur þá stoppar klukkan en flautið hefði mátt koma hálfri sekúndu eða sekúndu fyrr. Þetta play í lokin hjá Hetti gengur mjög vel, hann nær skoti í fínu jafnvægi. Þeir eru því skoti og þessu þriggja stiga skoti frá Knezevic að vinna. Kannski betra ef einhver annar hefði þetta skot,“ bætti Sævar við um síðustu andartök leiksins. „Þetta var frábær leikur hjá Hetti fannst mér en þeir mega naga sig frekar í handarbökin en ritaraborðið að Obi Trotter sé að dúndra í Kára [Jónsson] með 14 sekúndur eftir á klukku. Það var ekkert að gerast. Stundum að horfa inn á við, ekki alltaf á einhverja aðra,“ sagði Steinar að endingu en alla umræðu þeirra félaga sem og lokasekúndur leiksins má sjá í spilaranum hér að ofan. Körfubolti Subway-deild karla Höttur Körfuboltakvöld Mest lesið Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
Leiknum lauk með naumum sigri Vals en eftir leik sagði Viðar Örn eftirfarandi: Viðar Örn taldi sína menn eiga meiri tíma inni.Vísir/Bára Dröfn „Mér fannst klukkan rúlla áfram. Ég er ekki alvitur og ég er bullandi litaður, en mér fannst klukkan telja áfram niður. Þau fullyrða að þau hafi ýtt á takkann. Margrét er heiðarleg kona frá Eskifirði og við verðum að treysta henni að sinni.“ „Ég óska eftir því að það sé IRS [endursýningar fyrir dómara] í öllum húsum. Við erum með hörkudeild og stóra leiki sem eru að falla á síðustu sekúndunum. Það þarf að hafa búnað í öllum húsum svo hægt sé að skoða. Dómararnir vilja það. Svona þarf að laga svo íslenskur körfubolti verði betri. Auðvitað er ég bullandi svekktur og litaður. Það þarf ekkert að vera að ég hafi rétt fyrir mér.“ „Hér sjáum við eina mínútu og fimmtán sekúndur eftir, Höttur með boltann og fjórum stigum yfir. Seinir að fara í aðgerðina og [Nemanja] Knezevic með skot, enn nóg eftir á skotklukkunni þegar hann tekur þetta skot,“ sagði Hörður Unnsteinsson, þáttastjórnandi áður en hann spurði sérfræðinga þáttarins hvort [David Guardia] Ramos, leikmaður Hattar, hefði brotið af sér í næstu sókn Vals. Sævar Sævarsson og Steinar Aronsson voru sammála um að Ramos hefði ekki gert neitt rangt: „Það er ekkert á þetta, hann hoppar áfram ef eitthvað er.“ „Hér sjáum við villuna hjá [Obadiah Nelson] Trotter, Það hefði verið hægt að dæma óíþróttamannslega villu á þetta því hann er að brjóta viljandi að ástæðulausu,“ sagði Hörður um þá ákvörðun. Steinar tók í sama streng og sagði brotið vera heimskulegustu ákvörðun leiksins. „Hér sjáum við svo klukkuna í lokin, Timothy Guers hikar og fer svo upp i skotið. Engin villa hér, sjáum villuna og hérna flautar dómarinn. Klukkan virðist alveg vera rétt en dómararnir flauta villuna seint,“ sagði Hörður en þarna eru 0.09 sekúndur eftir á klukkunni. Klippa: Körfuboltakvöld um ummæli Viðars og síðustu andartökin í leik Vals og Hattar „Alveg sammála því. Um leið og flautið kemur þá stoppar klukkan en flautið hefði mátt koma hálfri sekúndu eða sekúndu fyrr. Þetta play í lokin hjá Hetti gengur mjög vel, hann nær skoti í fínu jafnvægi. Þeir eru því skoti og þessu þriggja stiga skoti frá Knezevic að vinna. Kannski betra ef einhver annar hefði þetta skot,“ bætti Sævar við um síðustu andartök leiksins. „Þetta var frábær leikur hjá Hetti fannst mér en þeir mega naga sig frekar í handarbökin en ritaraborðið að Obi Trotter sé að dúndra í Kára [Jónsson] með 14 sekúndur eftir á klukku. Það var ekkert að gerast. Stundum að horfa inn á við, ekki alltaf á einhverja aðra,“ sagði Steinar að endingu en alla umræðu þeirra félaga sem og lokasekúndur leiksins má sjá í spilaranum hér að ofan.
Körfubolti Subway-deild karla Höttur Körfuboltakvöld Mest lesið Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira