Sumir hækka úr fimm og hálfri í sjö milljónir Snorri Másson skrifar 7. desember 2022 09:10 Ragnar Þór Ægisson, bílasali og meðeigandi Bílamiðstöðvarinnar, segir að reikna megi með því að rafbílar sem nú eru niðurgreiddir að hluta af hinu opinbera muni í sumum tilvikum hækka í verði úr til dæmis eins og 5,5 milljónum í sjö milljónir. Bílarnir séu endilega að verða mun dýrari nú þegar ívilnanir stjórnvalda falla úr gildi þegar 20 þúsund bíla hámarki stjórnvalda er náð. Það gæti gerst í lok þessa árs eða jafnvel um mitt næsta ár: „Eins og Nissan Leaf og þannig bílar, þar sem við erum að hámarka niðurfellinguna í, þar verður hann alveg niðurfellingunni dýrari. Í staðinn fyrir að vera 5,5 milljónir þá ertu kominn nær sjö milljónunum,“ segir Ragnar Þór. Ragnar Þór Ægisson rekur bílasöluna Bílamiðstöðina ásamt bróður sínum.Vísir/Einar Ragnar var til viðtals í Íslandi í dag, viðtalið hefst hér að ofan á þar sem farið var yfir vendingar á bílamarkaði eftir heimsfaraldur. Hann er heldur rólegri enda fólk á ferðinni, en engu að síður kom sú staða upp fyrr á þessu ári að bílasala sárvantaði bíla til sölu. Rafbílarnir séu einkar mikið teknir nú í aðdraganda niðurfellingarinnar. „Þá er bíllinn eðli máls samkvæmt að verða dýrari. Það er orðinn mikið meiri hiti í kringum rafbílana. Fólk vill kaupa meira af þeim áður en þetta hækkar í verði, en það er nú ekki alveg fyrirséð að þetta detti alveg út alveg um áramótin strax,“ segir Ragnar. Að auki segir hann hætt við að það hægist á endurnýjun í átt til rafbíla nú þegar umræddar ívilnanir falla brott. Nýskráningar fólksbíla til einstaklinga tóku fjörkipp í nóvember. Skv. frétt BGS keyptu einstaklingar 791 nýja bíla í nóv. sem er aukning um nærri 1/3 milli ára og met frá því faraldur skall á. Tesla var vinsælust (275 bílar) í nóv. og ..1/3 pic.twitter.com/oa5fEn71EO— Jón Bjarki (@JBentsson) December 1, 2022 Það fer eftir aðstæðum hvort hagstæðara er að kaupa rafbíl en bensínbíl, en Ragnar segir það matsatriði eftir því hve mikill aksturinn er hvort bensínkostnaðurinn sem menn losna við á rafmagnsbíl vegi upp á móti afborgunum á bílaláni. Vegna yfirvofandi hækkunar sé rafmagnsbíll þó í mörgum tilvikum góð ákvörðun eins og staðan er í dag. Hvernig er þessi bíll á litinn?Vísir/Einar Komið hefur fram að 79% allra nýskráðra bíla á Íslandi árið 2022 séu svartir, hvítir eða gráir á litinn; það sem einhverjir myndu lýsa sem litlausir. Þetta er að hluta til bílaleigunum að kenna að sögn Ragnars. „Það er náttúrulega af því að bílaleigurnar kaupa svo mikið af nýju bílunum og það er ljós grunnur á nýjum bílum í dag. Því velja þeir mikið til hvítt, silfurgrátt og þessa ljósu liti, af því að þá er steinkastið minna áberandi og annað slíkt,“ segir Ragnar. Bílar Vistvænir bílar Samgöngur Seðlabankinn Neytendur Tengdar fréttir Bensínbílar innan við fimm prósent bíla sem einstaklingar keyptu Hlutfall bensínbíla af þeim bílum sem einstaklingar hafa nýskráð er aðeins 4,66 prósent það sem af er árinu. Hreinir rafbílar eru í rúmum meirihluta og Tesla var mest selda fólksbílategundin í nóvember. 1. desember 2022 13:54 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira
Bílarnir séu endilega að verða mun dýrari nú þegar ívilnanir stjórnvalda falla úr gildi þegar 20 þúsund bíla hámarki stjórnvalda er náð. Það gæti gerst í lok þessa árs eða jafnvel um mitt næsta ár: „Eins og Nissan Leaf og þannig bílar, þar sem við erum að hámarka niðurfellinguna í, þar verður hann alveg niðurfellingunni dýrari. Í staðinn fyrir að vera 5,5 milljónir þá ertu kominn nær sjö milljónunum,“ segir Ragnar Þór. Ragnar Þór Ægisson rekur bílasöluna Bílamiðstöðina ásamt bróður sínum.Vísir/Einar Ragnar var til viðtals í Íslandi í dag, viðtalið hefst hér að ofan á þar sem farið var yfir vendingar á bílamarkaði eftir heimsfaraldur. Hann er heldur rólegri enda fólk á ferðinni, en engu að síður kom sú staða upp fyrr á þessu ári að bílasala sárvantaði bíla til sölu. Rafbílarnir séu einkar mikið teknir nú í aðdraganda niðurfellingarinnar. „Þá er bíllinn eðli máls samkvæmt að verða dýrari. Það er orðinn mikið meiri hiti í kringum rafbílana. Fólk vill kaupa meira af þeim áður en þetta hækkar í verði, en það er nú ekki alveg fyrirséð að þetta detti alveg út alveg um áramótin strax,“ segir Ragnar. Að auki segir hann hætt við að það hægist á endurnýjun í átt til rafbíla nú þegar umræddar ívilnanir falla brott. Nýskráningar fólksbíla til einstaklinga tóku fjörkipp í nóvember. Skv. frétt BGS keyptu einstaklingar 791 nýja bíla í nóv. sem er aukning um nærri 1/3 milli ára og met frá því faraldur skall á. Tesla var vinsælust (275 bílar) í nóv. og ..1/3 pic.twitter.com/oa5fEn71EO— Jón Bjarki (@JBentsson) December 1, 2022 Það fer eftir aðstæðum hvort hagstæðara er að kaupa rafbíl en bensínbíl, en Ragnar segir það matsatriði eftir því hve mikill aksturinn er hvort bensínkostnaðurinn sem menn losna við á rafmagnsbíl vegi upp á móti afborgunum á bílaláni. Vegna yfirvofandi hækkunar sé rafmagnsbíll þó í mörgum tilvikum góð ákvörðun eins og staðan er í dag. Hvernig er þessi bíll á litinn?Vísir/Einar Komið hefur fram að 79% allra nýskráðra bíla á Íslandi árið 2022 séu svartir, hvítir eða gráir á litinn; það sem einhverjir myndu lýsa sem litlausir. Þetta er að hluta til bílaleigunum að kenna að sögn Ragnars. „Það er náttúrulega af því að bílaleigurnar kaupa svo mikið af nýju bílunum og það er ljós grunnur á nýjum bílum í dag. Því velja þeir mikið til hvítt, silfurgrátt og þessa ljósu liti, af því að þá er steinkastið minna áberandi og annað slíkt,“ segir Ragnar.
Bílar Vistvænir bílar Samgöngur Seðlabankinn Neytendur Tengdar fréttir Bensínbílar innan við fimm prósent bíla sem einstaklingar keyptu Hlutfall bensínbíla af þeim bílum sem einstaklingar hafa nýskráð er aðeins 4,66 prósent það sem af er árinu. Hreinir rafbílar eru í rúmum meirihluta og Tesla var mest selda fólksbílategundin í nóvember. 1. desember 2022 13:54 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira
Bensínbílar innan við fimm prósent bíla sem einstaklingar keyptu Hlutfall bensínbíla af þeim bílum sem einstaklingar hafa nýskráð er aðeins 4,66 prósent það sem af er árinu. Hreinir rafbílar eru í rúmum meirihluta og Tesla var mest selda fólksbílategundin í nóvember. 1. desember 2022 13:54