Viktor Gísli og félagar í Nantes tóku á móti Álaborg á heimavelli sínum í Frakklandi en Aron Pálmarsson leikur með danska liðinu auk þess sem Arnór Atlason er þjálfari liðisins.
Nantes tók frumkvæðið strax í byrjun og komst í 12-4 í fyrri hálfleiknum. Franska liðið leiddi 18-12 og lét forystuna aldrei af hendi í síðari hálfleiknum. Álaborg minnkaði muninn í tvö mörk þegar skammt var eftir í stöðunni 30-28 en Nantes skoraði síðustu fimm mörk leiksins og vann að lokum sjö marka sigur, lokatölur 35-27.
Viktor Gísli varði 14 skot í marki Nantes eða 33% af þeim skotum sem hann fékk á sig. Aron Pálmarsson skoraði fjögur mörk úr sjö skotum fyrir Álaborg.

Í Portúgal tók Porto á móti þýska stórliðinu Magdeburg. Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru oftar sem áður í aðalhlutverki hjá Magdeburg í jöfnum leik þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en undir lokin.
Magdeburg leiddi í hálfleik 16-12 en í síðari hálfleiknum kom Porto til baka og voru komnir í 20-17 eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik.
Porto var með frumkvæðið lengst af eftir það en þegar fjórar mínútur voru eftir náði Magdeburg forystunni á ný og komust í 31-29. Porto skoraði hins vegar tvö síðustu mörk leiksins, lokatölur 31-31.
Ómar Ingi var markahæstur hjá Magdeburg með sjö mörk og Gísli Þorgeir kom næstur með sex.