Óskar Örn ekki búinn að ákveða hvort hann beygi til vinstri eða hægri á Reykjanesbrautinni Smári Jökull Jónsson skrifar 2. desember 2022 07:00 Óskar Örn Hauksson starfar sem bílasali. Hann er ekki enn búinn að ákveða sitt næsta skref á ferlinum. Vísir/Sigurjón Óskar Örn Hauksson er ekki búinn að semja við nýtt lið eftir að hann yfirgaf Stjörnuna að loknu tímabilinu í Bestu deildinni. Hann viðurkennir að tíminn hjá Stjörnunni hafi verið vonbrigði. Íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson hitti Óskar Örn á vinnustað Óskars en hann vinnur sem bílasali. Óskar Örn yfirgaf Stjörnuna þegar Bestu deildinni lauk í haust en hann kom minna við sögu í sumar en margir höfðu talið. Að undanförnu hefur Óskar Örn verið orðaður við nokkur lið, mest uppeldisfélag hans Njarðvík en einnig Grindavík sem hann lék með á árum áður. Klippa: Viðtal Gaupa við Óskar Örn Hauksson „Það er ekki alveg komin endanleg ákvörðun. Ég er bara að skoða mín mál þessa dagana,“ sagði Óskar Örn þegar Guðjón spurði hann hvort hann væri búinn að ákveða hvar hann myndi spila næsta sumar. Hann þurfti aðeins að hugsa sig um þegar Guðjón spurði hann að því hvort hann sæi eftir að hafa farið í Stjörnuna. „Nei, ekki þannig. Ég sá það ekki fyrir á þeim tíma að ég myndi fara í annað lið. Vissulega hefði kannski mátt ganga betur en þetta er bara eins og það er. Þetta er ný reynsla og ég er reynslunni ríkari,“ segir Óskar og bætir við að spiltíminn hafi verið minni en hann vonaðist eftir. „Það varð þannig og lítið sem ég get gert í því núna. Vissulega voru þetta pínu vonbrigði.“ Á tólf mörk eftir í hundrað mörkin Óskar Örn hefur leikið 373 leiki í efstu deild sem er met. Þá hefur hann skorað 88 mörk sem þýðir að hann vantar aðeins tólf mörk til að komast í hundrað marka klúbbinn. „Í sjálfu sér ekki eitthvað sem hefur verið persónulegt markmið í gegnum ferilinn að slá þannig met, það hefur bara fylgt. Það mun í sjálfu sér ekki hafa einhver stór áhrif á þá ákvörðun sem ég tek.“ Hann segir ganga vel að tvinna saman fótboltann og bílasöluna. „Ég er með góðan yfirmann sem sýnir þessu mikinn skilning. Ég fæ mín frí þegar ég þarf á þeim að halda, öðruvísi gengi þetta ekki.“ Allt viðtalið Gaupa við Óskar Örn má sjá hér að ofan þar sem þeir setjast saman í einn af bílum á bílasölunni og Gaupi spyr Óskar nánar út í möguleg félagskipti framtíðarinnar. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
Íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson hitti Óskar Örn á vinnustað Óskars en hann vinnur sem bílasali. Óskar Örn yfirgaf Stjörnuna þegar Bestu deildinni lauk í haust en hann kom minna við sögu í sumar en margir höfðu talið. Að undanförnu hefur Óskar Örn verið orðaður við nokkur lið, mest uppeldisfélag hans Njarðvík en einnig Grindavík sem hann lék með á árum áður. Klippa: Viðtal Gaupa við Óskar Örn Hauksson „Það er ekki alveg komin endanleg ákvörðun. Ég er bara að skoða mín mál þessa dagana,“ sagði Óskar Örn þegar Guðjón spurði hann hvort hann væri búinn að ákveða hvar hann myndi spila næsta sumar. Hann þurfti aðeins að hugsa sig um þegar Guðjón spurði hann að því hvort hann sæi eftir að hafa farið í Stjörnuna. „Nei, ekki þannig. Ég sá það ekki fyrir á þeim tíma að ég myndi fara í annað lið. Vissulega hefði kannski mátt ganga betur en þetta er bara eins og það er. Þetta er ný reynsla og ég er reynslunni ríkari,“ segir Óskar og bætir við að spiltíminn hafi verið minni en hann vonaðist eftir. „Það varð þannig og lítið sem ég get gert í því núna. Vissulega voru þetta pínu vonbrigði.“ Á tólf mörk eftir í hundrað mörkin Óskar Örn hefur leikið 373 leiki í efstu deild sem er met. Þá hefur hann skorað 88 mörk sem þýðir að hann vantar aðeins tólf mörk til að komast í hundrað marka klúbbinn. „Í sjálfu sér ekki eitthvað sem hefur verið persónulegt markmið í gegnum ferilinn að slá þannig met, það hefur bara fylgt. Það mun í sjálfu sér ekki hafa einhver stór áhrif á þá ákvörðun sem ég tek.“ Hann segir ganga vel að tvinna saman fótboltann og bílasöluna. „Ég er með góðan yfirmann sem sýnir þessu mikinn skilning. Ég fæ mín frí þegar ég þarf á þeim að halda, öðruvísi gengi þetta ekki.“ Allt viðtalið Gaupa við Óskar Örn má sjá hér að ofan þar sem þeir setjast saman í einn af bílum á bílasölunni og Gaupi spyr Óskar nánar út í möguleg félagskipti framtíðarinnar.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira